Fréttablaðið - 18.09.2009, Page 36

Fréttablaðið - 18.09.2009, Page 36
24 18. september 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 18. september 2009 ➜ Tónleikar 20.30 Bubbi Morthens heldur tón- leika í Bíóhöllinni við Vesturgötu á Akranesi. Húsið verður opnað kl. 20. 21.00 Gítartríóið JP3 heldur djasstón- leika í kjallara Cultura Cafe við Hverfisgötu. 22.00 Dúettinn Glymur sem er skipaður þeim Gunnhildi Júlíusdóttur og Sigurjóni Alexand- erssyni, verður á Dillon Sportbar við Trönuhraun 10 í Hafnarfirði. ➜ Opnanir 17.00 Sólveig Edda Vilhjálmsdóttir opnar sýninguna „Hrafnaþytur“ í sýning- arsalnum Hurðir við Laugaveg 170 (3. hæð). Opið alla daga kl. 9-17. 17.00 Brynja Dögg Friðriksdóttir opnar ljósmyndasýninguna „Þórir SF 77“ í gallerí Verðandi í bókabúðinni Skuld við Laugaveg 51. Opið mán.- föst. kl. 11-18, lau. kl. 11-16 og sun. kl. 13-16. 20.00 Jón Árnason opnar sýningu í Gallerí Crymogæa, Laugavegi 41a. Opið þri.-lau. kl. 13-18. ➜ Síðustu forvöð Valgerður Hauksdóttir sýnir ný grafíkverk og ljósmyndir á sýningu í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Sýn- ingu lýkur á sunnudag. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17. ➜ Dansleikir Austfirðingaball verður hald- ið á skemmtistaðnum SPOT við Bæjarlind í Kópavogi. Fram koma Magni, Hrafna, Dúkkulísurnar, Mono o.fl. ➜ Leikrit 20.00 Í Landnámssetrinu við Brák- arbraut í Borganesi, flytur Víðir Guð- mundsson einleikinn „21 manns saknað“. Nánari upplýsingar á www. landnamssetur.is. 20.00 Bjartmar Þórðarson flytur einleikinn Skepna eftir Daniel MacIvor og Daniel Brooks í Leikhúsbatteríinu við Hafnarstræti 1. Nánari upplýsingar á www.midi.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is > STOLT AF DÓTTUR SINNI Söngkonan Whitney Houston ræddi um hjónaband þeirra Bobby Brown í löngu viðtali við spjallþáttadrottn- inguna Opruh nýlega. Houston sagði dóttur sína hafa gefið henni styrkinn til að sækja um skilnað. „Hún sagði við mig: „Þú átt þetta ekki skilið og ekki ég heldur!“ Orð geta ekki lýst því hversu stolt ég er af henni.“ Um helmingur miða hefur selst á Iceland Airwaves-hátíðina sem verður haldin í Reykjavík 14. til 18. október. Aðeins rúm vika er liðin síðan miðasalan hófst. „Þetta fór betur af stað en við þorðum að vona og hefur farið betur af stað en síðustu ár,“ segir Róbert Aron Magnússon hjá Iceland Airwaves. „Við höfum aldrei séð svona við- tökur í fyrstu vikunni. Við erum bara rosalega ánægðir.“ Nú hafa 56 innlendar hljóm- sveitir bæst við dagskrána og hafa umsóknir frá íslenskum sveitum aldrei verið fleiri. 25 íslenskar hljómsveitir koma fram í fyrsta skipti á Airwaves sem er frábær viðbót frá árunum áður. Á meðal nýrra erlendra sveita eru Cancer Bats frá Kanada sem spilar á Kerr- ang!-kvöldi, teknódrottningin JoJo De Freq og dansa-sveitin Choir of Young Believers. Helmingur seldur MICACHU Michachu & the Shapes frá Bretlandi verða á Iceland Airwaves- hátíðinni. „Okkar fannst þetta tímanna tákn,“ segir Kári Jónsson, bassaleikari 200.000 naglbíta, sem er búinn að opna barnafataverslun ásamt konu sinni Lovísu Guðmundsdóttur í fyrr- verandi útibúi Kaupþings á Glerár- torgi á Akureyri. „Þetta var reyndar lítið útibú, bara 40 fermetrar, og þar sem peningageymslan var er lager- inn okkar núna,“ segir hann. „Ég efast samt um að það hafi einhvern tímann verið einhverjir peningar þarna. Var þetta ekki bara loft?“ Þau hjónin hafa rekið barnafata- verslunina Snúðar og snældur á Sel- fossi um nokkurt skeið og færa nú út kvíarnar á Akureyri. „Manni rennur blóðið til skyldunnar enda er ég héðan. Búðin selur barnaföt frá Danmörku og alls konar gjafavöru og leikföng víða að. Við viljum hafa þetta litríkt og fyrir augað. Okkur leiðast leiðinlegir hlutir.“ Kári sér enga ástæðu til að opna útibú í höfuðborginni. „Nei, við dekk- um Reykjavík ágætlega á Selfossi því við fáum sumarbústaðabyggðina hingað inn. Búðir úti á landi þurfa að vera öðruvísi en í bænum, úti á landi er minni sérhæfing. Það þarf að vera smá kaupfélagsfílingur í búðunum og margs konar hlutir þurfa að vera í boði.“ Kári ætlar að rífa sig frá barnaföt- unum 3. október þegar 200.000 nagl- bítar spila á Sódómu. „Það verður fyrsta giggið í bænum í 4-5 ár ef við undanskiljum lúðrasveitartónleikana. Við ætlum að reyna að vera með eitt- hvað nýtt efni.“ - drg Opnar barnafatabúð í banka LEIÐIST LEIÐINLEGIR HLUTIR Kári naglbítur selur barnaföt og alls konar dót. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.