Fréttablaðið - 18.09.2009, Side 46
34 18. september 2009 FÖSTUDAGUR
„Það er mesta mildi að það var ekki bíll á
eftir mér. Þá hefði getað farið miklu verr,“
segir Margrét Erla Maack, plötusnúður í
Popplandi Rásar 2. Hún lenti í vespuslysi á
miðvikudagskvöldið. „Ég var á leið til kær-
astans míns í Kópavogi – það er náttúrulega
algjört bull að eiga kærasta í Kópavogi – og
rann í bleytunni þegar ég var að fara niður
af Hamraborgarbrúnni. Mér tókst að rétta
mig af en lenti þá í öðrum polli og missti hjól-
ið undan mér. Gott fólk kom og hjálpaði mér
og svo kom löggan og sjúkrabíll. Sjúkraflutn-
ingamennirnir héldu að ég hefði vankast af
því að ég hló svo mikið á leiðinni á spítalann.
En ég var nú bara að hlæja af því það minnti
mig svo mikið á Playmo-karla þegar þeir voru
að bera mig inn í bílinn á sjúkrabörunum.“
Margrét brákaðist á ökkla og þarf að styðja
sig við hækju og hún er skrámuð á hökunni.
„Ég gæfi ekki mikið fyrir hausinn á mér ef ég
hefði ekki verið með hjálm. Svo var ég líka í
leðurbangsajakka með silíkon-hlífum úti um
allt. Spegill brotnaði á vespunni og önnur hlið-
in á henni er hrufluð. Konurnar á bráðamót-
tökunni sögðu mér að þetta hefði verið annað
vespuslysið á miðvikudaginn.“
Margréti finnst hún berskjölduð í umferð-
inni á vespunni sinni. „Ég er á fermingar-
hjóli sem kemst ekki nema upp í 45 km hraða.
Aðrir ökumenn eru oft mjög óþolinmóðir á
eftir mér og margir taka lítið tillit til manns.
Þetta getur verið hættuspil. Fólk sem vinn-
ur við að aka – leigubílar og fólk á merktum
bílum – er oft lítið með hugann við aksturinn
og eru þeir ökumenn sem svína mest fyrir
mann. Ef það er svínað fyrir mig hringi ég oft
í fyrirtækin og er ógeðslega leiðinleg í sím-
anum.“
Margrét fékk frí í gær en er mætt í Popp-
landið í dag eins og ekkert hafi í skorist. „Mér
er samt dálítið brugðið. Ég held það þurfi smá
átak að setjast aftur upp á vespuna.“ - drg
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT 2. nautasteik, 6. líka, 8.
skammst., 9. nögl, 11. númer, 12.
glæsibíll, 14. nasl, 16. hæð, 17. sigti,
18. nagdýr, 20. verkfæri, 21. einsöng-
ur.
LÓÐRÉTT 1. tónlistarstíll, 3. kringum,
4. fornt ríki, 5. aur, 7. sykurbráð, 10.
hætta, 13. eldsneyti, 15. steintegund,
16. kerald, 19. ætíð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. buff, 6. og, 8. möo, 9. kló,
11. nr, 12. kaggi, 14. snakk, 16. ás, 17.
sía, 18. mús, 20. al, 21. aría.
LÓÐRÉTT: 1. rokk, 3. um, 4. fönikía,
5. for, 7. glassúr, 10. ógn, 13. gas, 15.
kalk, 16. áma, 19. sí.
SJÚKRAFLUTNINGAMENNIRNIR HÉLDU HANA HAFA
VANKAST Margrét Erla Maack mætt í vinnuna eftir
vespuslysið í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Við erum alltaf að leita að nýjum
stöðum og margir af okkar við-
skiptavinum hafa lýst yfir
áhuga sínum á að sigla í kring-
um Ísland,“ segir Tom Arms-
trong, upplýsingafulltrúi banda-
rísku ferðaskrifstofunnar Tauck.
Ferðaskrifstofan sérhæfir sig í
siglingum um allan heim og er
með skip á hundrað áfangastöð-
um. Hún er margverðlaunuð og
þykir raunar fremst í sínu fagi
enda fagnar fyrirtækið 85 ára
afmæli á næsta ári. Ísland er nú
að verða eitt af áfangastöðum
þessarar virtu ferðaskrifstofu en
Tauck hyggst bjóða upp á glæsi-
lega átta siglingu við Ísland í lok
júlí. Arm strong vill ekki nota
orðið „lúxus“ um ferðina enda sé
það orð alltof gildishlaðið og ein-
hvern veginn bundið við rándýr-
ar kampavínsflöskur og einhverja
vitleysu. „Hins vegar er það ekk-
ert launungarmál að þessi ferð er
fyrir fólk sem hefur nóg á milli
handanna,“ segir Tom. Og það
má til sanns vegar færa, fargjald
fyrir tvo í dýrasta herberginu
kostar rúma milljón.
Farseðillinn til Íslands fyrir þá
sem ætla að vera á almenna far-
rýminu er á tæpar 800 þúsund
krónur en Tom segir allt innifal-
ið í því verði; mat, drykki, ferð-
ir og skatta. Til siglingarinn-
ar verður notuð glæný, 466 feta
snekkja, Le Boreal, sem tekur 264
gesti og 140 manna áhöfn. Nánast
allar íbúðir snekkjunnar vísa út á
haf og gestirnir hafa sínar eigin
svalir. Ekki ætti heldur að væsa
um gestina um borð; sundlaug,
glæsilegur franskur veitinga-
staður, kvikmynda- og ráðstefnu-
salur auk líkamsræktarstöðvar
og gufubaðs eru meðal þess sem
gestirnir geta nýtt sér á meðan
þeir sigla um hafið við Ísland.
Dagskrá gestanna um borð í Le
Boreal er þéttskipuð. Þeir fljúga
til Íslands og dvelja fyrstu nóttina
á Hilton-hótelinu við Suðurlands-
braut. Og svo er lagt úr höfn dag-
inn eftir og haldið á Snæfellsnes.
Grímsey verður síðan næst fyrir
valinu, svo Akureyri, Vestfirð-
ir, Vestmannaeyjar. Loks verða
Þingvellir, Gullfoss og Geysir
skoðaðir og ferðinni lýkur svo á
Reykjanesskaga þar sem gestirn-
ir geta slakað á í Bláa lóninu og
skoðað Víkingaheima í Reykja-
nesbæ.
freyrgígja@frettabladid.is
TOM ARMSTRONG: FERÐ FYRIR FÓLK MEÐ NÓG Á MILLI HANDANNA
Bandaríkjamenn sigla við
landið á risastórri snekkju
GLÆSILEGUR FARKOSTUR Flest allar íbúðir um borð í Le Boreal hafa eigin svalir
og ekki ætti að væsa um gestina sem eru um borð; sundlaug, glæsilegur franskur
veitingastaður og líkamsræktarstöð eru meðal þess sem þeir geta nýtt sér á ferðinni
um Ísland.
LÖGIN VIÐ VINNUNA
„Hef mikið verið að hlusta á
nýjar íslenskar plötur. Þar má
helst nefna nýju Hjálma-plöt-
una, IV, sem ég get sagt með
góðri samvisku að er alveg
stórskemmtileg.“
Hildur Maral Hamíðsdóttir, starfsmaður
hjá Réttum, tónleikaseríu.
„Ég veit ekkert af hverju Dönum er svona vel við
mig, þeir eru bara yndislegir og það fer bara vel á
með okkur,“ segir Stefán Máni rithöfundur. Danskir
unnendur glæpasagna virðast hafa bundist íslenska
rithöfundinum Stefáni Mána sérstökum tryggðar-
böndum því danska forlagið Gyldendal hefur nú
samið við rithöfundinn um útgáfu á bókinni Ódáða-
hraun sem kom út í fyrra. Gyldendal gaf einnig út
spennusöguna Skipið sem vakti mikla athygli og
fékk prýðilega dóma í dönskum fjölmiðlum. Gyld-
endal ákvað í kjölfarið á velgengni Skipsins að gefa
út hljóðbók, slík var eftirsóknin. „Ég veit ekkert
hver er að lesa þetta. Kannski sem betur fer. Því
einu dönsku leikararnir sem ég þekki eru Casper
Christiansen og Frank Kvam úr Klovn. Og það hefði
kannski ekkert komið neitt sérstaklega vel út.“
Stefán tekur þátt í hinu árlega jólabókaflóði sem
nú er skammt undan og er bara að bíða eftir því að
bókin fari í prentun. Um er að ræða spennusögu
sem segir þó hvorki af glæpamanni né undirheim-
um. „Nei, hún heitir Hyldýpið, er svona reykvísk
saga, segir frá tvítugum strák frá Ísafirði sem flyt-
ur á mölina. Sjónarhornið er venjulegur strákur
sem lendir í óvenjulegum hlutum,“ segir Stefán og
tekur skýrt fram að Hyldýpið sé laust undan oki
hrunsins, það er að segja bankahrunsins. - fgg
Dönum vel við Stefán Mána
Útvarpskona hló alla leiðina á spítalann
ÓDÁÐAHRAUN TIL DANMÖRKU Gyldendal hefur tryggt sér
útgáfuréttinn að bókinni Ódáðahraun eftir Stefán Mána.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Ég hef ekki heyrt um svona ferð áður, að fólk sigli
hringinn í kringum Ísland á snekkju,“ segir Erna Hauks-
dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hún segir þetta hljóma sem mjög skemmtileg ferð
enda sé hún sjálf bara vön því að hossast um hring-
veginn á sínum bíl. „Annars hefur það verið að færast í
vöxt að farþegaskipin stoppi á fleiri stöðum en einum
á ferðum sínum til landsins og það er bara jákvætt. Við
viljum að þau stoppi sem víðast.“ Erna segir að stórum
farþegaskipum fjölgi ár frá ári og þannig hafi yfir áttatíu
slík glæsifley komið inn í íslenska lögsögu og heimsótt
eyjarskeggja. „Annars bjóðum við þessa ferðalanga bara velkomna.“
EINSTÖK FERÐ
Brotist hefur verið í tvígang
inn til Björgvins
Jóhanns Hreiðars-
sonar, fyrrver-
andi söngvara
Á móti sól,
í Reykholti
í Biskups-
tungum á
undanförnum
mánuði. Þjófurinn
eða þjófarnir fóru
undan á flótta í bæði
skiptin enda er Björgvin bæði með
grimman hund og þjófavarnarkefni
í húsinu sínu. Mikill innbrotafar-
aldur hefur verið í Reykholti að
undanförnu og af því tilefni héldu
íbúðar á svæðinu fund í gærkvöldi
til að ræða stöðu mála.
Sykursnúðurinn og
vöðvatröllið Haffi
Haff sendir frá sér
nýtt lag í dag. Lagið
heitir Jealousy og
ku fjalla um öfund
í þjóðfélags-
þegnum þessa
lands. Haffi
sló síðast í
gegn með
laginu Give
Me Sexy,
en samstarf
hans og
upptökustjór-
ans Örlygs Smára virðist ætla að
verða gjöfult.
Mikil Magnúsar-Eiríkssonar-her-
ferð er fram undan því ævisaga
meistarans er væntanleg frá Sögum
útgáfu. Eins og komið hefur fram
skrifar sjálfur útgefandinn, Tómas
Hermannsson, bókina og eiga
lesendur von á góðu því allt er látið
flakka. Strákarnir í Buff hamast
nú við að taka upp plötu með
lögum Magnúsar og
er fyrsta lagið á leið í
spilun í dag. Það er
Einhvers staðar ein-
hvern tímann aftur
og fær gítarleikarinn
Einar Þór Jóhannsson
að spreyta sig í
aðalrödd.
- fb, afb, drg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síða 8
1 Yukio Hatoyama.
2 Danska ríkissjónvarpið, DR.
3 Mikael Blomkvist og
Lisbeth Salander.
Diskó
Friskó