Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 3

Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 3
1. TOLUBLAÐ 29. ÁRGANGS JANÚAR 1954 KR. 7,00 lá ÞaS gefur á hafskipi'S Hœring, þaS hriktir í stögum og rá, og þaS svarrafii um fljótandi síldbrœSslustöS, er saklaus í höfninni lá. I rammefldar festarnar rykkti hiS rySbrunna vidreisnartákn, og í trylltustu hrySjunum titraSi og skalf hiS tröllaukna, fjörgamla bákn. Þvílíkt hífandi rok, þvílíkt hávaSa rok komiS „hingaS í sœlunnar reit“, þaS var ó, þaS var œ, þdö var hó, þaS var hœ, og Hœringur landfestar sleit. Svo snéri hann stafni í storminn og stefndi eins og skot út á haf, en saltvatniS rann inn um rySgaSa súS, svo aS rotturnar fœrSust í kaf. Og sirka um sextíu gráSur á siglingu hallaSist fley; menn vita sko ekkert um þyngdarpunkt þess nema þaS, aS hann fyrirfinnst ei. Og frá bryggjunni rak, og nú rak, og nú rak, já, nú rak þennan fornaldargrip, og hann veltist og lak, og hann lak, og hann lak. já, hann lak meira en títt er um skip. Og frómasti fregnberi Tímans inn í forláta kaffihús smó, þar mœtti” onum ypparleg framsóknarfrú, sem framán í gestina hló. Og aSspurS um alla þá kæti, hún anzaSi piltinum skjótt: „ÞaS liggur svo makalaust Ijómandi á mér, því þaS losnaSi um Hœring í nótt“. MeSan hafskipiS rak út á höfnina og lak, og þaS hrikti í sérhverju tré, eins og fábjáni hló þetta framsóknarhró eftir fast aS því tveggja ára hlé. (Og Hœringur karlinn var kátur aS komast nú loksins úr höfn, og fádœma svipmikil siglingin var um sœfexta freySandi dröfn. ÞaS var nœstum því eins og hér áSur, þegar útgerSin dafnaSi bezt, þá var sími í stafni og skrifstofa í skut, en skuldum var safnaS í lest. Engan grunaSi þá, hvaS í loftinu lá yfir ládauSum stjórnmála sœ, þá var skipulagt allt, þá var skemmtilegt allt, þá var skipperinn indœlis gœ). Og uppi í Utvegsbanka sat ónefndur maSur og hló, og sagSi í huganum, hrifinn og sœll: — Nú er Hœringur kominn á sjó. Og liafskipsins frœgSir og frama í flatrímaS orSskrúS ég vef, og þaS hef ég frétt, aS hiS fimmtuga skip tœki fermingarduggur á slef. Ó, þú volduga bákn, ó, þú viSreisnartákn, þér ég vel nú mín fegurstu orS. Hversu sigla þú skalt eins og skot út um allt, þegar skipperinn kemur um borS. Dóri. 4

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.