Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 12

Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 12
6 SPEGILLINN Kæra Gudda raín! Komdu nú sæl og blessuð og gleðilegt nýjár og takk fyrir gamla árið. Nú er ósköp lítið að frétta héðan, nema að bráðum eiga að verða hér hreppsnefndarkosningar, og karlarnir hérna í sveitinni eru allir á kafi í kosningaveseni. Það gengur voða illa að koma saman framboðslistum, af því að sumir vilja ekki vera á lista með sumum. Þjóðvarnar- menn (strákurinn Hermannsbóndans er núna formaður Þjóðvarnarfélagsins, og pabbi kallar hann alltaf undan- villinginn úr Tímahjörðinni) vilja ekki vera með kommun- um, vegna Rússa, held ég, liinir flokkarnir vilja ekki vera með Þjóðvarnarmönnum, og ég held, að það sé líka vegna Rússa, kommarnir vilja ekki vera með neinum, og enginn vill vera með þeim, og það er áreiðanlega vegna Rússa. Svo vilja vinstri Framsóknarmenn ekki vera með hægri Framsóknarmönnum, og frjálslyndir Isafoldarmenn (það eru pabbi og tveir aðrir) vilja ekki vera með hægri Isafold- armönnum, og Tímamenn vilja alls ekki vera með Isa- foldarmönnum, og Isafoldarmenn ekki með Tímamönnum. Pabbi er voða argur út í þetta allt og segir, að það líti helzt út fyrir, að hreppurinn verði stjórnlaus næstu árin, sem hefur það til sín ágætis, að enginn hefur enn efazt um sannfræði hennar: Gamall bóndi hafði gengið með mikið og sítt alskegg í nokkra áratugi. Einn hvítasunnudag tekur hann sig snögg- lega til og hvetur rakhníf sinn , sem legið hafði ónotaður, allan þennan tíma og var orðinn ryðfrakki einn. Síðan sargar hann af sér skeggið eins og það lagði sig, og finnur þá m. a. músarhreiður með nokkrum ungum í. Ekki fylgir það sögunni, að karl hafi orðið neitt hissa á þessu, nema hvað það var honum ráðgáta, hvernig skepnurnar hefðu farið að því að lifa þarna. Var honum fljótlega bent á, að auðvitað hefðu þær lifað á skyrinu og grautnum, sem fór í skegg karls, þegar hann át. Hver veit, nema saga þessi geti haft hagnýta þýðingu fyrir suma skeggjana, en hinum, sem enga músina finna, getur hún verið svona rétt til gamans. en mamma segir, að það sé Ijótan að hafa ekki fáeina krata í sveitinni, það mundi áreiðanlega vera hægt að redda þessu með krötum, þeir mundu nokk fást í bandalag með hverj- um sem væri, nema auðvitað kommum, það gerir Rússinn, segir mamma. Pabbi segir þá, að þótt hann líti nú ekki sérlega stórt á sig, þá mundi hann þó hugsa sig um tvisvar, áður en hann tæki höndum saman við kratana,, en mamma segir, að kratarnir séu einmitt ágætur tengiliður milli Fram- sóknar og íhalds, einstaklega samvinnufúsir menn, krat- arnir, hvort heldur um er að ræða hægri eða vinstri sam- vinnu, segir mamma. Svo komu Hermannsbóndinn og strák- urinn hans einn daginn, og þeir fóru allir að rífast, en mamma hló. Hermannsbóndinn sagði, að íhaldið stæði öll- um góðum málmn fyrir þrifum og berðist fyrir frjálsri samkeppni og einstaklingsframtaki; en það er samvinnu- stefnan, sem á að ríkja, sagði Hermannsbóndinn. Strákur- inn sagði þá, að framsókn væri ekki orðin hót betri en íhaldið, og nú væri Þjóðvarnarflokkurinn eina von allra frjálst hugsandi, vinstri manna. Pabbi sagði, að íhaldið berðist einmitt fyrir því að bæta hag almennings í landinu, íhaldið vildi umbætur og framkvæmdir, sem miðuðu að því að auka velsæld fólksins; en framsókn er svo gott sem kominn í hundana með alla sína samvinnustefnu og er nú skíthrædd við Þjóðvarnarflokkinn, hvað þá annað, sagði pabbi. Hermannsbóndinn sagði, að framsókn óttaðist ekki þetta kommúnistaútibú, sem kallaði sig Þjóðvarnarflokk, enda mundu engir ærlegir samvinnumenn glæpast á að kjósa það, en mamma spurði þá, hvort nokkuð nýtt hefði gerst í ráðunautsmálinu, og þá hló strákurinn og blikkaði mömmu. Svo var ég send út að Stað til að sækja póstinn, og þegar ég kom aftur, voru þeir farnir. Pabbi reif strax upp ísafoldina sína og fór að skoða beljumynd á öftustu síðunni: Hver andskotinn er þetta, tautaði pabbi, þegar hann var búinn að lesa það, sem stóð undir myndinni, liefurðu nokkurn tíma heyrt talað um þetta Holstein- kúa- kyn? Mamma las þetta líka og fór strax að hlæja, og sagði, að hún tryði nú varla, að nokkurt kyn í heimi jafnaðist á við Holsteinkynið að fitumagni, hvað sem öðrum gæð- um liði. Pabbi hnussaði bara og vissi ekki hvað hann átti að segja um þetta en ég sá á honum, að honum þótti þetta

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.