Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 17
SPEGILLINN 11 Kl. 20.30. Kvöldvaka. a) Útvarpshljómsveitin leikur alþýðu- lög, „Stóð ég úti í tungsljósi“, „Allir krakkar“, „Máninn hátt á himni skín“. o.fl. b)Erindi: Kaupstaðarferð fyrir 50 árum (þulur flytur). c) Upplestur, sögukafli eftir Hug- rúnu (Höfundur les). d) Kvæðalög, (Átthagafélag Stranda- manna kveður). Létt lög leikin milli atriða. Dagskrárlok kl. 23.00. Fimmtudagur. Sama dagskrá og á þriðjudag. Föstudagur Kl. 9. Morgunútvarp: Fúga í a-dúr eftir Strauss. Kl. 12.15. Tónleikar af hljómplötum; kl. 12.30 tímamerki. Kl. 12.40 dánarfregnir og jarðarfarir. Kl. 12.50. Tónleikar af plötum til kl. 13.05. Kl. 15.30. Miðdegis- útvarp: Fúga (má vera sú sama og í morgun). Svíta í h- moll eftir Bach; aría úr Rigoletto. Kl. 19.25. Veðurfregnir. Kl. 19.40. Tilkynningar. Kl. 19.58. Hlé í tvær mínútur. (Þulur andar að sér). Kl. 20.00. Sama og aðra daga. Kl. 20.30. Dagskrá kvenfélagasambands Islands. a) Ávarp (Sigr. J. Magnússon) b) Upplestur: Smásaga eftir Guðlaugu Benediktsdóttur (Sigurlaug Árnadóttir les). c) Kvenrétt- indalög, sungin og leikin (plötur). Kl. 21.35. Frá útlönd- um (Þórarinn Tímaritstjóri; erindið þarf ekki nánari skyr- ingar). Kl. 22.00. Orðsending frá Félagsmálaráðuneytinu til Guðmundar I. Kl. 22.10. Ymis konar tónlist (plötur). Kl. 22.30. Létt lög af plötum. Kl. 22.45. Symfóniskir tón- leikar (plötur) til kl. 23.10. Dagskrárlok kl. 23.15. Laugardagur: Kl. 12.55. Óskalög sjúklinga (Ingibjörg Þorbergs og e.t.v. Smárakvartettinn). Heiðraðir hlustendur mega ekki misskilja þetta. Óskalög sjúklinga er sem sé sérstakur þáttur einu sinni í viku. Fúgurnar, Svíturnar og synfónisku tónleikarnir, sem leikið er öðru hvoru alla, daga, eru hins vegar ekki óskalög sjúklinga, nema þá út- varpsráðs. Kannski útvarpsráð sé líka hálflasið og-þyrfti að taka inn höfuðverkjarskammt og leggja sig? — Kl. 19.25 til 20.20 sama og aðra daga^ Kl. 20.20. Samfelld dagskrá, (fengin að láni frá Utvarp Keflavík, þar eð Þorsteinn Ö. var ekki tilbúinn með leikrit). a) Ávarp (menntamálaráð- herra). b) Upplestur, (stutt morðsaga), a) Frægir jazz- söngvarar syngja. d) Hitt og þetta frá Hollywood; e) Loka- orð (Varnarmálaráðherra). Kl. 22.50. Ýmis lög af plötum. Kl. 22.05. Dans- og dægurlög; (fimm nýir, ísl. dægurlaga- söngvarar koma fram). Kl. 24.00. Dagskrárlok. — Þá er komin „dagskrá næstu viku“, og geta nú lieiðraðir hlustendur strax farið að lilakka til að skrúfa frá viðtækinu sínu. Þess skal getið, að vel mætti breyta til um einstaka dagskrárliði öðru livoru, til að auka fjölbreytnina. T. d. mætti fresta upplestri Sigfúsar E. einstöku sinnum, en Ásmundur frá Skúfstöðum læsi þá kvæði eftir Einar Ben í staðinn.--Eitt vildum vér svo að síðustu ráðleggja hlust- endum mjög eindregið. Og það er að reyna að láta hug- ann aldrei hvarfla til afnotagjaldsins, meðan þeir hlusta á útvarpið sitt. Slíkt gæti hæglega oi'ðið til þess, að þeir færu að reikna út, livort það borgaði sig að eiga útvarp. En slíkar gruflanir valda oft truflunum og jafnvel smávægileg- um bilunum í sálarlífi manna. HeiSraSur lilustandi.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.