Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 15
SPEGILLINN 9 í SVISSLANDI var svo lítið um snjó í desember, að hann var skammtaður — og kannske niðurgreiddur líka — þannig, að hvert vetrarhótel hafði sitt afmarkaða svæði, sem gestir þess máttu ekki fara út fyrir, og þótti ýmsum mönnum þetta hálfskítt, sem höfðu sezt að á þessu hóteli, en komið hjákonunni fyrir á hinu. Var sagt að hinn góðkunni uppgjafa- fslandsvinur Doson hefði verið með ráðagerðir um að selja Svissurum snjó, en annars heyrist hann ekki lengur nefndur hér á landi, nema hvað í útvarpinu á annan í jólum var tilkynnt eitthvert lag, með við- bótinni: „Doson leikur á orgel“. Virðist vininum sitthvað til lista lagt. ALÞÝÐUBLAÐIÐ var eitthvað að fárast yfir því, að sjálfur bærinn okkar léti ýmsa ófaglærða menn mála fasteignir sinar, svo sem áhöld á leikvöllum o. þh., og mátti lesa milli línanna, að hér væri um íhaldsmenn að ræða. Kom málið fyrir Iðnráð, sem var ekki lengi að úrskurða, að hér væri um vinnu að ræða, sem eingöngu bæri iðnlærðum mönnum. Eru gervimenn- irnir nú atvinnulausir og hafa það helzt sér til dundurs að mála fjand- ann á vegginn. GAMLAÁRSKVÖLD var að þessu sinni svo rólegt hér í höfuðstaðnum, að innbyggjendur hans fengu á sig sérstakt þakkarávarp, og voru víst ekki undan teknir þeir 36, sem kjallarann gistu, enda mátti gjarna þakka þeim viðskiptin á liðnu ári. Líklega hafa þeir yfirleitt verið dauðir, eða mjög langt leiddir, úr því að kvöldið var rólegt, þrátt fyrir þessa aðsókn að húsa- kynnum réttvísinnar. í NORÐURHÉRUÐUM Malakka hefur nýskeð fundizt villimanna-tríó, sém sýnilega hef- ur aldrei komizt í tæri við neitt, sem líkist menningu og talar mál, sem ekki er annað en eintóm kok- og blísturhljóð. Hefur þess strax verið getið til, að hér sé um frum- menn að ræða. Vér sjáum ekki annað fært en senda prófessor Alexander á skötuhjú þessi og láta hann spyrja þau, hvernig þau hafi lært að tala, og veltur þá á svarinu, hvort þetta eru frum- menn eða ekki. Annars finnst oss einhvernveginn vér hafa rekizt á svona fólk, bæði í útvarpinu og víðar. NEYTENDAFÉLAGIÐ hefur fengið því framgengt, að framvegis verði dagsetning stimpluð á hvern kaffipakka, sem á markaðinn fer, og þykist gott af. Bent hefur verið á, að þá verði- bara gamla kaffið sett saman við nýrra eða þá bara sett í nýjar umbúðir og stimplað á nýjan leik, en ekki virðist sú röksemdafærsla bíta á hrifningu félagsins yfir nýunginni. Vér leggj- um til að spara kostnað með því að yfirstimpla bara gömlu pakkana „í gildi“, eins og gert var við frímerkin forðum. Þá gæti, auk heldur, einhver vitleysingurinn fundið upp á þyí að fara að safna kaffipokum og opnast þá nýr markaður, sem margir gætu haft gott af. STÚDENTAR f frá Yxnafurðu hafa í hyggju að koma hingað á vori komanda og sýna okkur — í Þjóðleikhúsinu eða kjallara þess — hvernig Bretar mis- skilja Shakespeare, og getur verið gott að kynnast því. Eins og næri-i má geta, verður svona góð heimsókn ekki látin óendurgoldin og munu gútemplarar hafa í hyggju að fara til Yxnafurðu með Smaladreng Freymóðs, í þeirri von, að þá fáum vér þó einu sinni hagstæðan verzl- unarjöfnuð. í TVEIM BORGUM lands vors, að minnsta kosti, þ. e. ísafirði og' Siglufirði, var um há- tíðirnar stolið allverulegum birgðum af sprengiefni — sumir sögðu jafnvel kjarnorkusprengjum — og var af því tilefni öllum skemmtun- um aflýst á Siglufirði. Fannst öllum almenningi því heldur lítið púður í skemmtanalífinu þar um hátíðarnar, og þótti súrt í broti. SKOTFÉLAGIÐ hefur í hyggju að koma sér upp skothúsi við Grafarholt og iðka þar íþrótt sína, fjarri borgarglaumnum, a'It þar til limirnir eru orðnir full- færir til mannvíga. Mun félagið fara fram á, að gamla nafnið á staðn- um — Gröf — verði tekið upp aftur. Er þetta varúðarráðstöfun, ef einhver limurinn skyldi fá í sig kúlu í misgripum. UNDIRBÚNINGUR hefur verið hafinn að ræktun íslenzkra silungategunda við hvera- hita, á Suðvesturlandi, lesum vér í blöðunum. Ef úr þessu verður er hér um algera nýung að ræða í fiskrækt, og væri athugandi, hvort ekki er hægt að hæna erlenda ferðalanga að voru fagra landi með því að segja þeim, að hér geti þeir veitt soðinn silung. H AGFRÆÐIN GAR halda því fram, að siðan sjónvarp komst í fullan gang í Ameríku, fari 75% alls drykkjuskapar fram í heimahúsum og 25% á bjórstofum, en áður var hlutfallið alveg öfugt. Hinsvegar hugga þeir þjóðina með því, að heildar-drykkjuskapur mundi standa í stað. Það er því ekki út í bláinn, að þegar sjónvarpi var hrundið af stað í Ítalíu, nú um ára- mótin, sendi páfinn út umburðarbréf og varaði alla klerka sína við þessu skaðræði. Mun gamli maðurinn óttast, að 75% af öllu því, sem messuvínskontó heilagrar kirkju hljóðar upp á, muni aldrei í kirkju koma. Á DANSSTAÐ EINUM í Lundúnaborg — og það ein- um hinna þekktustu — hefur ver- ið efnt til svonefndrar siðgæðis- vörzlu. Er það ein ung og falleg stúlka, sém er á ferð og flugi um allt dansgólfið, og sjái hún ein- hvern herra kyssa dömu, klappar hún á öxl honum og segir nó kjissing, eða eitthvað, sem því jafngildir. Oss finnst það nú fyrst og fremst vafasamt siðgæði að klappa bláókunnugum mönnum, og í öðru lagi er þess ekki getið, að daman hafist neitt að, ef dama kyssir herra. Að öllu samanlögðu er hér um heldur litla framför að ræða í siðferðismáluhum, og ætti fallega stúlkan heldur að slá sér á kynferðismálin, þ. e. ef hún endilega þarf að slá sér á eitthvað.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.