Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 18

Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 18
12 5PEGILLINN Tók 20 farþega ur bilaðri fksgvél. Stórmerkisafmæli Venjulega gengur það heldur hljóðlega fyrir sig, ef ein- hver fyllibyttan verSur sjötug, oftast vegna þess, aS hún er þá búin aS oftaka sig á fvrri afmælum, en vitanlega gilti liiS gagnstæSa þegar Gútemplarareglan —1 eSa bara Reglan, eins og hún kallar sig oft, meS viSeigandi fyrir- litningu á öSrum reglum — átti þetta virSulega afmæli, nú um síSustu helgi. Forsjónin :— eSa kannske sagnfræSingar Reglunnar — hafSi veriS svo væn aS láta afmæliS bera upp á sunnudag, svo aS enginn skyldi fá tækifæri til aS loka ekki, eins og skeSi fyrir 30 árum á afmælinu þá, og vakti athygli og hana meiri en efni stóSu til. Var allur dagurinn því meS viSeig- andi guSshátíSablæ í höfuSstaSnum, svo aS afmæliS gat notiS sín, þess vegna. AuSvitaS var fyrst messaS dálítiS yfir öllum mannskapn- um, en aSalskemmtunin var samt haldin um kvöldiS í veg- legu samsæti. HafSi veriS smalaS þangaS flestum helztu mönnum þjóSarinnar, og sýnir þaS ískyggilegan skort þeirra á snarræSi, þegar vanda ber aS höndum, aS ekki nema örfáum þeirra vannst svigrúm til aS leggjast bakk í pólítisku kvefi, meS sokk um hálsinn og rommtoddíara á nátt- borSinu fyrir framan sig, heldur urSu þeir veskú aS dubba sig upp í kjól og hvítt og sitja þarna allt kvöldiS undir leiSinlegum ræSum og kannske halda ræSu sjálfir — heldur ekki skemmtilega. Vitanlega var þetta ekki nema rétt á Bjarna Ben., þótt leiSinlegt sé aS segja þaS, en líklega hefur hann ekki óraS fyrir þessari hremmingu um síSustu ára- mót, þegar hann endurreisti pelafylliríiS með þjóSinni. Ekki skal hér samt gefiS í skyn, aS þarna hafi veriS pela- fyllirí — þvert á móti virSast margir tilkippilegir til aS vitna, aS ekki liafi séS vín á nokkrum manni, og má vel satt vera, þótt sumir taki sér þann fyrirvara aS mega trúa því, sem þeim finnst trúlegast um þaS efni. Vitanlega barst samkvæminu hellingur af skeytum, þar á meSal eitt frá Bláa BorSanum, sem er aSalsamband bind- indismanna í Danmörk, og hljóSaSi þannig: „Til lykke med stövets aar“, en þannig er sjötugsaldurinn og þar yfir nefndur þar í landi. ÞaS vissu hinsvegar ekki sumir for- stöSumannanna og urSu því hálf-fauj viS og héldu, aS veriS væri aS skensa Regluna þeirra fyrir aS vera rykuS. En svo benti einhver lærSur maSur þeim á liina réttu orS- anna merkingu, og tóku þeir þá aftur gleSi sína og jafnvel hlógu aS leiSinlegustu ræSunum. Oft fá hin og þessi gleSisamkvæmi eftirköst, og er þá oftast átt viS timburmenn og jafnvel glóSaraugu og bein- brot, ef vel árar. Þessi samkoma hafSi einnig nokkur eftir- köst, þótt á annan hátt væri. KvöldiS eftir var hennar lofsamlega getiS í útvarpinu — sem heldur ekki var þakk- andi — en svo (án þess aS svo mikiS sem komma, auk heldur púnktur, væri á milli í upplestrinum), kom fregn um þaS, aS áfengissala á landinu liefSi veriS allmiklu meiri á síSastliSnu ári en árinu á undan, og var þetta byggt á skýrslum frá Brandi, sem lét þess aS vísu getiS, aS nú væri meira drukkiS af dýrum vínum og því ekki víst, aS lítra- talan hefSi aukizt verulega, en þó væri aS minnsta kosti haldiS í horfinu. Ekkert skal um þaS sagt, hvort menn hafa almennt rekiS í þetta eyrun og hneykslazt á því, en sumir hafa aS minnsta kosti gert þaS og leitt af því

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.