Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 19

Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 19
BREGILLINN 13 Kyrriát kvöldstund Það var reglulega huggulegt að koma inn í minni við- hafnarsalinn á Gróðramel 13 eitt kvöld um jólin. Uti var blautt um, eins og venjulega, en inni var allt þurrt og þokka- legt, þó verið geti að Hálfdán liafi verið örlítið rakur, þar sem hann sat í blú pælot og drakk bjór úr flösku, hverrar etikettu er bezt að lýsa ekki nákvæmlega, svo ekki verði liann sannur að sök um brot á okkar ágætu áfengislöggjöf og kemur þá, ekki að sök, fremur en endranær. Með bjórn- um nartaði liann í brauðsneið, á hverja var smurt hinum indæla brezka osti, er á nlóðurmáli sínu heitir cheese spread og inn var fluttur óvart til skaðræðis íslenzkum landbúnaði. Hálfdán virtist ánægður með lífið og sig og athugaði skjöl með áætlunum um innflutningsmöguleika næsta árs. Hall- björg sat í stól sínum og blaðaði í nýrri bók, þar sem þrykkt eru á vel tveim hundruðum blaðsíðna öll kvæði Tómasar og segir frúin, að aldrei hafi jafn litlum pappír verið offrað fyrir jafn mikla list. Það spillti lieldur ekki ánægju hennar, að bókin var árituð óskum um gleðileg jól og gott og farsælt nýtt ár, með þökk fyrir ágæt störf í þágu málefnisins á því liðna, frá Siðfágunarfélaginu. En slíka viðurkenningu hljóta ekki allir úr þeirri átt. Utar í salnrnn sat Díalín við flygilinn og gerði ítrekaðar tilraunir til að spila nýjasta og bezta lagið hans Sigfúsar með ein- um fingri og tókst ekki alltaf jafn vel, en hafði þó góða skemmtun af. Hvílík fjölskylda. Og nú var daginn farið að lengja, en hann lengist fyrr og verður bjartari á Gróða- melnum, en í öðrum byggðarlögum þessa lands. marga og sundurleita lærdóma. Flestir telja það bara venju- legt taktleysi, sem þjóðin stendur sig nú einusinni vel í, að tiltölu við fólksfjölda, en svo komu aðrir sem vildu leggja í þetta dýpri merkingu. Sumir þá, að Vilhjálmur Þ. væri farinn að drekka, aðrir, að einhverjar byttur hefðu verið kosnar í hið nýja útvarpsráð, og enn fleiri tilgátur voru uppi á teningnum, en í flestum tilfellum var þetta talið stafa af ofdrykkju í einhverri mynd. Gæti það verið viðeigandi verkefni fyrir hina gömlu, en síungu, reglu að taka forráðamenn útvarpsins í karphúsið og kristna þá dálítið. — Geturðu nú ekki hætt þessu ótætis jazzgutli dálítla stund, sagði Hálfdán afundinn og sneri sér frá ostinum og bjórnum að Díalín. — Þarna ertu búin að hamra þennan lagræfil í fullan hálftíma, svo að ég fæ engan botn í kalkúla- sjónirnar. En Díalín sneri upp á sig og hélt áfram spila- mennskunni. — Það ætti nú ekki að vera nauðsynlegt fyrir þig að trufla listræna þjálfun, svona rétt tun hátíðina, sagði Hall- björg og tók svari Dúu, svo sem vanalega. — Þú getur vafa- laust beðið með innflutningsútreikningana þangað til virk- u dagarnir byrjar byrja aftur, en látið menningaráhrifin seytlast inn í sál þína þangað til. — Þú ert aldeilis hátíðleg núna, Hallbjörg mín, sagði Hálfdán gætilega, því hann vildi sjáanlega forðast að lenda í orðaskaki við konu sína, að þessu sinni. — En ég væri líklega ekki á sérlega grænni grein núna í viðskiptalífi þjóðarinnar, ef ég hefði látið þessa svokölluðu menningu glepja mig að nauðsynjalausu um æfina. Og þessar sífelldu sinfóníur, kantötur og glefsur — og hvað nú allt heitir — slíta taugunum meira en milljóna áhættur í vafasömustu fyrirtækjum. — Það eru alltaf sömu svörin hjá þér, Hálfdán minn, sagði Hallbjörg góðlátlega, því hún vildi víst ekki æsa mann sinn mjög upp á svona kyrrlátri kvöldstund. — En það gæti haft beinlínis liagræna þýðingu fyrir þig, að tileinka þér áhrif tónlistarinnar betur en áður, það hef ég frá áreiðan- legum heimildum. Stjórn Tónskáldafélagsins hefur nefni- lega slegið því föstu í yfirlýsingu, að tónmennt hafi gildi fyrir skapfestu þjóðarinnar og þá vitanlega einstaklinganna líka. — Mér finnst nú frekar að mitt skap losni við svoleiðis og ef svo færi um alla þjóðina, að skapið losnaði, eins og þegar eldur verður laus, þá geti þjóðarskútan orðið eins og hvert annað skip í hafsnauð, þrátt fyrir frjálsa verzlun og öran innflutning. Hallbjörg vildi ekki losa alveg um skap bónda síns og féll talið því niður um stund. — Manstu hver á sjötugsafmæli í öndverðum janúar? spurði Hallbjörg, en Hálfdán hrökk við. Átti nú kannske

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.