Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 10

Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 10
4 SPEGILLINN Það má til tíðinda telja, að gin og klaufaveiki mun vera úr sögunni í nálægum löndum, enda hafa þegar verið af- numdar sóttvarnir þær, er geisað hafa undanfarin ár, svo sem þegar allar hálmumbúðir voru bannaðar. Þó hefur sýkinnar aðeins orðið vart í Hollandi, svo að vonandi er, að bréfin, sem hér að ofan getur, hafi verið tilbærilega sótthreinsuð. Af innlendum atburðum er fyrst að telja þetta sjálfsagða á þessum tíma árs, sem sé skattskýrslueyðublöðin, sem prentuð hafa verið í danmörku að þessu sinni (reyndar hafa sumir grun um, að svo hafi alltaf verið) og eru stórum ó- aðgengilegri en áður, fljótt álitið, og forvitnari en áður. Sumir setja þetta í samband við liinar nýju vítisvélar Hag- stofunnar, en ég held nú, að þarna sé bara forvitni á ferð- inni, þessi sem þjóðin hefur ekki losnað við síðan á dög- um Hriflu-Jónasar. Einn af mestu mektarmönnum þjóðar- innar, núverandi, ku jafnan stryka yfir æruna og drengskap- inn, sem hingað til hefur verið eins og Ijós í róunni á skattaskýrslunum. Þetta finnst mér óþarfa merkilegheit, þar sem allir vita, að æran og drengskapurinn annaðhvort kemur af sjálfu sér eða þá alls ékki, og eiginlega leggur enginn neitt upp úr slíkum fornum dyggðum. Þess má að- eins geta, skattþegnunum til gleði og gamans, að ekki getur hjá því farið, að skattar stórlækki, þar sem það er vitað, að „næstum ein milljón“ mun sparast við afnám fjárans- ráðs. Sumir eru að vísu vantrúaðir á þetta og telja, að í þeim útreikningi hafi útfararkostnaðurinn ekki verið tek- inn með. Af lieimsóknum merkra manna hingað til landsins, ber hæst hingaðkomu séra Hilaríusar, og ekki þakkandi, þar sem hann á hæðarmet, sem ekki verður auðveldlega hrund- ið. Hélt tvo fyrirlestra, en eigi er vitað, hvort hann gekk á nokkur fjöll hér, en hafi svo verið, hefur hann gert það af eintómri kurteisi, til þess að gera ekki lítið úr fjöllun- um okkar, og veitir reyndar ekki af, þar sem hann gleymdi alveg að taka fram, að íslenzka kvenfólkið væri fallegast í heimi, en vitanlega er þetta eins mikil sök Ragnars í Smára, sem hefur sýnilega gleymt að segja honum þetta. Svo kom líka sendinefnd frá Rúmeníu, en að henni gat ég aldrei komizt fyrir Búkarestförunum, sem þar höfðu auðvitað for- gangsréttinn. Svei því ef ég ætlaði ekki alveg að gleyma því, að hér eiga á næstunni að fara fram bæjarstjórnarkosningar — og reyndar um allt land, nema þar sem verða sveitastjórnar- kosningar. En þetta er skiljanlegt, þar sem ég hef ekki litið í hlað í þrjár vikur, í varúðar skyni, því ég ég veit það af eigin reynslu og annarra, að það tekur á taugarnar að snúast fimm sinnum á dag. Annars er með minnsta móti vandi að kjósa í þetta sinn, þar sem spurningin er aðeins um afstöðu kjósenda til Hærings. Þá er fyrst þess að geta, þeim til leiðbeiningar, sem kynnu að vilja veita honum sína lotningu, að hann liggur í inni í Sundum, annað- hvort ofan eða neðan sjávar, eftir því, hvernig á sjávar- föllum stendur, og hefur þarna snöggt um meira athafna- frelsi en áður var í höfninni, enda var hann tekinn að Síðan á nýársdag hefur verió jóíátrésskemmtim ög grímuball í sölum Kreml á hverjum degi. Tók sovétstjórn- in upp þá nýbreytni aö' opna kaisarahallirnar gömlu í ha- horg Moskva til hátíöalialda fyrir æsku hofuöborgarinn- CþjócJ'vJ gerast þar svo baldinn, að öllum flotanum þótti nóg um. Að Hæringi slepptum, má aðeins geta þess, að Þjóðvarnar- flokkurinn kvaðst vilja hafa, „óhlutdrægan borgarstjóra, og engin hrossakaup né makk um vegtyllur og bitlinga, engin pólitísk sérréttindi“. Þetta er óneitanlega fjandans sterkt prógramm, enda er sagt, að aðrir flokkar ætli að taka það upp að einliverju leyti, eftir því, sem við á, hverju sinni. En, sem sagt, verður Hæringur mál málanna við þessar kosningar, svo að í þetta sinn má segja, að hvorki sé kosið um menn eða málefni, og er góð tilbreyting frá því, sem verið hefur. Svo mjög, að heyrzt hefur, að bæði Jóhann Hafstein og Jón Gunnarsson hafi flýtt sér að kjósa hjá Borgarfógeta og síðan skriðið inn í banka sína og búngalóa í varúðarskyni.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.