Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 16

Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 16
!□ BPEGILLINN GiLs leitar aö plötur. Svíta í ffmoll opus 30, eftlr Debussy, (eða einhvern annan); plötur. Ymis lög, leikin af Fílharmónikuhljóm- sveitinni í V-Berlín. (Venjulega er þessi hljómsveit aðeins kennd við Berlín, en af hlutleysisástæðum þótti oss réttara að staðsetja hana í vesturendanum); plötur. — Kl. 11. Messa í Hallgrímskirkju; sr. Jakob Sjeikspír Jónsson prédik- ar; (það er ekki af plötum). Kl. 12.15 Hádegisútvarp. Tónleikar af hljómplötum; fréttir, tilkynningar; tónleikar af hljómplötum. Kl. 13. Ávarp frá einhverri góðgerða- stofnun (Vetrarhjálpinni, Mæðrastyrksnefnd eða Slysavarn- arfélaginu). Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. Létt lög, sungin og leikin; plötur. KI. 19.30 Barnatími; Baldur Pálmason annast tímann. (Þorsteinn. Ö er að æfa leikrit) Börn úr 11-ára bekk A í Melaskólanum flytja samfellda dagskrá um lífið í skólanum. Telpnakór Borgarness syngur (plöt- ur); Baldur Pálmason les stutta sögu eftir Hugrúnu, (eða sögukafla eftir Ármann Kr.). Kl. 19.25 Veðurfregnir. (Norðvestan kaldi eða stinningskaldi, þykkt loft, gæti ringt, ef í það færi). Kl. 19.40. Tilkynningar. Kl. 19.58. Hlé í 2 mínútur (meðan þulur er að anda að sér). Kl. 20.00. Klukkusláttur. (Hún slær átta högg). Breskar endursagnir, kallaðar fréttir, þulur flytur. (í skýrslu mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna er talið, að um 5 milljón manna séu í fangabúðum hjá Rússum. 2500 manns flýðu í síðasta mánuði frá A.-Berlín til V.-Berlínar. McCarthy sendi Eisenhover og Sjörshill nýjársskeyti og þakkaði fyrir gott samstarf á Jiðna árinu. Breskir hermenn skutu 200 kommún- ista á Malakkaskaga; Frakkar brytja niður fólk í Indó Kína og Tunis. John Foster Dulles hefur nýlega látið svo ummælt, að Bandaríkin gætu liafið kjarnorkustyrjöld, hve- nær sem verkast vildi: Syngmann Rhee boðar áframhaldandi styrjöld í Kóreu). Lesendur eru beðnir að athuga, að það sem stendur innan sviganna, eru leiðbeiningar vorar, um efnisvalið. Kl. 20.25. Upplestur: Sigfús Elíasson les frum- ort ljóð. Kl. 20.40. Tónleikar, lög úr óperum (plötur). Kl. 21. Orgeltónleikar í Ðómkirkjunni; Páll ísólfsson leikur á orgelið; Kl. 21.25. Skemmtiþáttur; leikþættir, dægurlög, gamanvísnasöngur með gitarundirleik. (Sýnishorn: „Ef þú bara vissir, hvað ég elska þig heitt, þá mundir þú verða svo hissa, að þú segðir ekki neitt; ég syng þér öll mín ástarljóð, og sendi þér mitt lijartablóð, elsku litla lijartans ástin mín. — Vitanlega meinar höfundurinn ekki, að hann ætli að skera sig og senda elskunni sinni blóðið í pottflösku með skrúfuðum tappa, heldur ber að skilja þetta táknrænt (sýmbólskt). Rúmsins vegna getum vér ekki birt sýnishorn af leikþætti, en bezt væri, að hann fjallaði um hjón, sem rífast svo hátt, að lieiðraðir hlustendur neyðast til að halda fyrir eyrun). Kl. 22.00. Fiðlusónata í as-dúr eftir Liszt; (plötur). Kl. 22.15. Klassisk hljómlist; hljómsveit ríkis- óperunnar í V.-Berlín leikur (plötur). Kl. 22.40. Dans- og dægurlög; söngvarar: Clausen, Morthens, Ingibjörg Þor- bergs og Smárakvartettinn. (Vér vitum ekki, hvort kvart- ettinn heitir eftir þrílaufasmára, og Ingibjörg sé þá fjórða laufið, eða hvort hann heitir eftir fjögralaufa smára, og Ingibjörg tákni þá annaðhvort rótina eða stilkinn). Kl. 23.30. Danslög af plötum til kl. 24.00. Dagskrárlok. Mánudagur. Kl. 9. Morgunútvarp: sama og í gær. Kl. 12.15. Hádegisútvarp: Sama og í gær. Kl. 15.30. Miðdegis- útvarp: Sama og í gær. kl. 19.25. Veðurfregnir: Sama og í gær. Kl. 19.40. Tilkynningar. Kl. 20.00. Sama og í gær. Kl. 20.10 hlé í 5 mínútur vegna smávegis bilunar (nýtt atriði). Kl. 20.30. IJtvarpssagan Dalalíf, eftir Guðrúnu frá Lundi, H. H. fejálfur les. (Þessi saga ætti að endast í ca. 4 til 5 ár, en þá verður Tengdadóttirin væntanlega komin öll og má þá taka liana næst og svo koll af kolli. Þannig væri útvarpssöguvandamálið leyst næsta aldarfjórðung). Kl. 21.00. Klassisk tónlist; (plötur). Kl. 21.20. Erindi: Um hrakninga Jóns pósts á Trékyllisheiði árið 1862. (Erinda flytjendur skulu varast að ræða atriði úr sjálfstæðisbarátt- unni, vegna hlutleysisins, og einnig forðast að minnast á aðbúnað hreppsómaga fyrir og eftir aldamótin síðustu; það mundi forráðamönnum menningarstofnunarinnar e. t. v. þykja full nærri sér höggvið). Kl. 21.45. Tónleikar (plöt- ur). KI. 22.00. Búnaðarþáttur (Gísli Kristjánsson talar við sjálfan sig). Kl. 22.20. Frægir söngvarar (plötur). Kl. 22.55. Guð vors lands og dagskrárlok. (Hér er gert ráð fyrir að hlustendur fari snemma í liáttinn). Þriðjudagur. Sama dagskrá og í gær, nema hvað synfón- iskir tónleikar koma í stað útvarpssögunnar og létt lög af plötum í stað erindisins um hrakninga Jóns pósts á Trékyllisheiði, anno 1862. Miðvikudagur. KI. 9, — 12.15, — 19.25 og 19.40 sama og í gær. Kl. 20.00 sama og á sunnud. Kl. 20.20. Frétta- auki; Líf og starf Sameinuðu þjóðanna (Kr. Albertsson).

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.