Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 11

Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 11
SPEGILLINN 5 Heisl ný skeggðld héi „,*,,,****«*** upp úr úramótimum IMý skeggöld Um nýársleytið birtu blöð vor æsifyrirsagnir um nýja skeggöld, sem væri í þann veginn að hefjast í landi voru. Svo illa vildi til, að um sama leyti voru blöðin ag færast í kosningahabítinn og almenningur hættur að lesa í þeim annað en fyrirsagnir, svo að ýmsir stóðu lengi vel í þeirri trú, að þjóðin ætti að fara að týgja sig til stríðsmennsku, og liöfðu jafnvel sumir nokkurn viðbúnað þar að lútandi, svo sem erfðaskrárnar haldgóðu og aðrar slíkar ráðstafanir, sem betur geta verið gerðar en ógerðar. Sem betur fór lásu nokkrir tryggustu blaðlesendur það, sem á eftir fyrirsögnunum kom — og gerðu engar liald- góðar eða aðrar erfðaskrár. Það kom sem sé í ljós, að þetta var ekki eins bölvað og virtist við fyrstu sýn, heldur voru þarna á ferðinni tveir ungir og framtakssamir menn, ann- ar meira að segja skraddari, svo að vel hefði verið óhætt að bæta skálmöld við, án þess að ljúga verulega. í stuttu máli sagt: Þjóðinni er boðið út í keppni um skegg- rækt, og er fresturinn fastráðinn til aprílloka næstkomandi, sem mörgum finnst heldur skammt, að minnsta kosti felur enginn sig bak við skeggið eftir svo skamman tíma, og hætt er við, að sum skeggin verði heldur óræktarleg um það leyti. Auk þess virðast sumir hafa svindlað á þessu og komizt á snoðir um keppnina löngu áður en hún var gerð heyrin- kunn og hafið söfnunina löngu fyrr en lög stóðu til. En væntanlega verða viðeigandi ráðstafanir gerðar gegn slíkri starfsemi. Það má nefna sem dæmi upp á víðsýni forgöngumanna þessa máls, að keppendum er gefið nokkurt frjálsræði um söfnunina. Verður þeim skipt í tvo flokka: skeggja, sem safna á hökuna fyrst og fremst og skegglinga, sem leggja mesta áherzlu á yfirskeggið, með eða án barta. Verði þátt- taka mikil, getur orðið nauðsynlegt að bæta við fleiri flokk- um, og má búast við, að bæði hóllívúddskeggjar og tað- skegglingar bætist í hópinn, og auki þannig fjölbreytnina í háravexti landsmanna, sem hefur, vægast sagt, verið lield- ur frábeytilegur, undanfarna áratugi. Heyrzt hefur, að í sambandi við þetta nýmæli liafi stjórn- málaflokkar vorir hafið alvarlegar umþenkingar um sérstakt skeggform, hver fyrir sig. Hefur jafnvel verið talað um að stofna samninganefnd, sem ákveði formið fyrir hvern flokk, og mun eiginlega ekkert Ýera teljandi að vanbúnaði annað en það, að menn urðu strax í vandræðum með þá, sem sífellt eru að flækjast milli flokka. Verða þeir senni- lega látnir birgja sig upp með fölskum skeggjum, sem þá jafnframt geta sýnt einlægni þeirra. Að öðru leyti mun planið vera í stórum dráttum þannig, að Sjálfstæðisflokk- urinn Wilhehn Il.-skegg (í forföllum Æsenliáers, sem er skegglaus), Framsóknarflokkurinn með geitarskegg (í forföllum sauðkindarinnar, sem er skegglaus), Alþýðuflokk- urinn með bitlingagaffalsskegg, eða eitthvað, sem því lík- ist, kommarnir með Stalinsskegg (þangað til Malenkov skip- ar þeim að raka sig), og Þjóðvarnarflokkurinn með róna- skegg. En vitanlega eru þetta aðeins lauslegar tillögur, enn sem komið er, og móttækilegar fyrir breytingar. Nú eru tízkusveiflurnar í heiminum alveg óútreiknan- legar, sem kunnugt er, og geta þar ótrúlegustu hlutir um valdið. Svo getur farið, að keppendurnir, jafnvel verðlauna- gripirnir, komist í það einhverntíma að fella þessa munn- prýði sína, og er þá rétt að láta hér fljóta með gamla sögu,

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.