Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 7
 Gleiíilegt nfár! Ríkisstjórnin hefur þann sið að láta óska sér gletSilegs nýárs í raóherrahústcSónum eina eftirmiddagsstund á nýárs- dag, ár hvert. Ekki hafa samkomur þessar beinlínis verió fjölsóttar, ehda er landinn tornœmur á — jafnvel illa — dönsku. Þó er stjórnin svo artug að gefa einn gráan viö þetta tœkifæri, og er í sjálfu sér vel til fundið, því að á nýársdag eru mctrgir hálfrotaðir, jafnvel fínir menn, eftir nœturvökurnar og kínverjasprengingarnar á gamlaárskvöld. Að þessu sinni brá svo viö, að fleiri komu en boðnir — þ.e. velkomnir — voru. Lesum vér m.a. í Alþýðublaðinu, að ölteiti — sem blaðið hefur hvorugkyns, til þess að styggja engan sérstakan — hafi verið með mesta móti í samkvœmi þessu, og má lesa milli línanna, að fínu mönnunum liafi þótt alveg nóg um. ViS nánari yfirvegun sjáum vér ekkert við þetta að athuga. í fyrsta lagi mun Bjarni þarna vera að gera smá- yfirbót fyrir réttarbótina, sem á þessum degi átti ársafmœli, og flestum er enn í fersku minni. I öðru lagi má láta sér vel líka, að einhvér komi í svona samkvœmi af raunveru- legri sannfœringu og innri þörf og ekki af eintómri yfir- borðskurteisi og snobberíi, og rétt máturlegt, að verstu snobbainir fái gœsaliúð einu sinni á árinu. í þriðja lagi vitum vér ekki betur en rónarnir séu líka kjósendur og beri þannig að sínum hluta ábyrgð á ríkisstjórninni, eins og hún er á hverjum tíma skipuð, og slík ábyrgð er sannar- lega ekki ofgreidd með nokkrum snöfsum. Þetta atriði virtist að minnsta kosti rónunum sjálfum vera fullkomlega Ijóst, enda skein út úr þeim ábyrgðartilfinningin, þótt þeir annars yndu sér eins ög fiskar í vatni innan um höfðingjana. Ennþá Ufum vér í lýðrœðisríki — guði sé lof.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.