Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 9

Spegillinn - 01.01.1954, Blaðsíða 9
SPEGILLINN 3 ÞEGAR GULLFOSS kom hingað til höfuðbórgarinnar, næst fyrir jól, hafði það boð verið látið út ganga, að þar væri innanborðs jólasveinn og hann ekki af lak- ara taginu, sem myndi gefa börnum höfuðstaðarins gotterí og jafnvel leika einhverjar lístir. Auðvitað flykktust börnin niður á hafnarbakka í stríðum straumum, og heimtuðu jólasveininn fram, en þó fyrst og fremst gotteríið, en hvorugt sýndi sig. Loks var það ráð tekið, til þess að sefa lýðinn, að láta telpukrakka koma fram, og fékk ekki einusinni tíma til að setja á sig skeggið. Einhver loforð voru líka gefin í þá átt, að gotteríið kæmi seinna, en eigi er vitað um efndir. Einkennilegast var, að enginn virðist vilja gangast við upptökunum að þessu tiltæki, en sagt er, að börn höfuðstaðarins ætli ekki að rífa sig ofsnemma upp, ef skipið skyldi koma hér í höfn þann 1. april næstkomandi. ALMÆLT TÍÐINDI Fyrri hluti janúarmánaðar ár hvert er einkennilegur tími — hvað sem veðrinu kann að líða, og það er sjaldan sérlega merkilegt enda væri Þjóðvarnarflokkurinn þá óðar búinn að sækja það í sig. Þá er eins og mannkindin sé ómálga á annað en gleðilega nýárið, sem endist fram eftir mánuðinum og allt fram í febrúar hjá þeim, sem lengst eru að jafna sig, og sumir bæta gráu ofan á svart með því að þakka fyrir gamla árið, jafnvel eitthvað slangur af gömlum árum, sumum kannske hundgömlum. Ef þetta væri ekki eins óumflýjanlegt og raun er á, væri það vægast sagt dálítið svekkjandi. Því er það, að við erum yfirleitt þakklátir fyrir jafnvel minnstu tilbreytingu. Þó ekki sé nema það, að forseta vorum berist bréf frá Júlíönu, þar sem hún þakkar fyrir hjálpina, og þetta bréf er forsetinn svo vænn að láta lesa upp í útvarpinu, okkur almenningnum til skemmtunar, en öðru máli er að gegna um Freymóð, sem fullyrt er, að liafi, í sama Hollandspósti, fengið bréf frá Sjaron Brús, með þakklæti fyrir síðast. Tii þess að verða þess aðnjót- andi þarf maður að minnsta kosti að taka nokkur stig, og þau eru nú kannske ekki tekin á einum degi og allra sízt rétt eftir nýárið. Ég sé, að ég hef smitazt af útvarpinu og haft erlendu fréttirnar á undan, svo að bezt er þá að liespa þær af. I Þjóðviljanum les ég, mér til mikillar sálubótar og fróunar, að austur í Sovéttinu eru þeir smámsaman að þokast í átt- ina til vestrænnar menningar, m. a. er það opinbera farið að halda jólatrésskemmtanir fyrir börn öreigana, og telja sálfræðingar, að valdamenn hafi fengið hugmyndina dag- inn, sem Beria var hengdur, þá hafi einliverjum þeirra dottið í hug, að liann liefði einhverntíma séð myndir af jólatx-jám með allskonar fígúrum hangandi í, gxæip því liug- myndina á lofti og taldi sjálfan sig fyrir lienni, en blessuð börnin nutu góða af og það er aðalatriðið.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.