Spegillinn - 01.10.1966, Qupperneq 2
STÓRVIRKUR
LISTMÁLARI.
Einn sá stórvirkasti allra ís-
lenzkra listmálara mun vera
Sveinn Björnsson. Hann afkast-
ar einni sýningu á ári, auk sýn-
ingar í Kaupinhavn, sem fá hina
beztu dóma. Þetta „íslenzka
náttúrubarn“ lætur sig svo ekki
muna um að vera lögregluþjónn,
þar fyrir utan, eða kannski það
sé aöalstarfið.
Þó að sýningar Sveins séu
alltaf stórir og skemmtilegir við-
burðir, eru þó alltaf viðtöl hans
við blöðin hreint afbragð. Þann
8 okt. sl. rabbar Sveinn við
Moggann, og lætur vel yfir
Kaupmannahöfn og Danskinum
yfirleitt, þeir keyptu málverk af
honum, svo að Sveinn hefir ekki
aðrar áhyggjur en þær, að tungl-
ið fái ekki að vera í friði fyrir
geimskotum og geti því truflast
og geti því konur orðið ófrjóar.
Þetta á lítið skylt við málara-
kúnst, og teljum vér hitt mikið
hættulegra ,að geim-konur verði
frjóar, ef skotið er á þær.
ÚR FRÉTTABRÉFI
FRÁ KARDEMOMMUBÆ.
Veðurfar hefir verið með hinu
bezta móti, nema á hinu póli-
tízka sviði, þar vill hlaupa í
garra öðru hvoru. Kirkjusókn er
með versta móti ,enda er krist-
indómur í lakasta lagi í plássinu.
En einhverjir urðu til að halda
borgarafund um atvinnumál og
þar varð öllu meiri aðsókn, því
þar varð messaö fyrir fullu húsi
af miklu fjöri.
T.d. um fjörið og fjálgleikinn,
þegar rætt var um vesöld bæj-
arútgerðar Kardemommubæjar
þá varð heilbrigðisfulltrúa stað-
arins á að fullyrða að fyrrver-
andi framkvæmdastjóri útgerð-
arinnar, sem var látinn fyrir
nokkru, myndi snúa sér við í
gröf sinni — ef hann væri lif-
andi.
Ef þú ekur bíl,
og vilf vera stundvis,
pg á það einhver stólar,
þá skaltu kaupa PÓLAR.
„FÓR ÚR BUXUNUM 4
OG BIARGAÐI
HESTINUM“,
hljóðaði hin snaggaralega fyrir-
sögn í Vísi fyrir skömmu. Oss
datt í hug að verið væri að
bjarga hesti frá kulda og um-
ræddur lögregluþjónn hefði því
þrætt brækur sínar upp á bak-
hluta hestsins, svo langt sem
þær náðu, en það var ekki svo.
Vísir rakti atburðarásina ná-
kvæmlega, en lögregluþjónninn
fór hreinlega úr buxum sínum
til að bleyta þær ekki, áður en
hann óð út í Hólsá til að sækja
þennan ósjálfbjarga hest, sem
um var rætt, en hann komst ekki
af eigin ramleik upp úr ánni.
Fréttin endar svohljóðandi:
„Þótti þetta vera hið mesta þrek-
virki, en Einar (lögregluþjónn-
inn buxnalausi) fór í ána að
eigin frumkvæði".
Vér dáumst nú mest af snyrti-
mennskunni.
RÉTT BOÐLEIÐ.
Daginn sem sjónvarpið hóf
göngu sína, sagðist Alþýðublað-
inu svo frá:
„Eins og við er að búast er
mjög vandað til dagskrár fyrsta
sjónvarpskvöldsins, og í kvöld
mun bera fyrir augu hvert
augnayndið af öðru. Fyrst oí
fremst sjáum við náttúrlega út
varpsstjóra og þar á eftir fof
sætisráðherra. Síðan verða sýnd
ir Eskimóar".
Þjóðólfur.
GÓÐAR MINNINGAR.
Opinskáar minningar Stefáns
Jóhanns eru komnar út, og eI
talið að mikll og skemmtilegu'
úlfaþytur sé í vændum.
Betur að satt væri, því nóg eí
af lognmollunni, og fæstir þofa
að segja frómt frá — vegn^
sjálfs síns og annarra.
FRÍSTUNDABÚÐIN
SPORTVÖRUR
LEIKFÖNG
VELTUSUNDl I- *MMI 18722 - SENDUM GEGN PÓSTKRÖEU UM LAND ALLT