Spegillinn - 01.10.1966, Qupperneq 26
MÁNAÐARINS
Vér höfum kjörið Dr. Sigurð Nordal
fugl mónaðarins, að þessu sinni. Vér
bregðum honum í gervi sumarfugls-
ins, þó að haustið sé komið, enda
fylgir haustið sumrinu, eins örugglega
og ellin æskunni.
Kærleikssöngur
(Lag: Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum).
Ég hef dáð þig frá þeim degi, er fyrst ég sá þig,
og mig dreymdi þig í svefni marga nótt.
Ég fann ég yrði endilega að fá þig,
og yrði það að gerast fljótt, fljótt, fljótt.
Og svo fékk ég þig, er fór að líða að vetri
og fögnuð minn ég naumast hamið gat.
Ég fann, að þú varst öllum öðrum betri
og alsæll hjá þér marga stund ég sat.
Ég gleymi aldrei okkar fyrstu jólum,
er allir þínir kostir birtust mér.
Ég utan um þig allur var á hjólum
og öllum virtist geðjast vel að þér.
En vetur leið og vorið kom til okkar,
þá vermdi sól og kyssti blómin sín,
og góðviðrið til gönguferða lokkar —
þá gauztu stundum hornauga til mín.
Oti á túni alsæll sat ég hjá þér,
eða í brekku, gili, lautu, mó.
Ég gat ei hugsað til að fara frá þér.
Mér fannst ég verða að passa þig — og þó.
Nú hef ég okkar sögu sagt og rakið —
en sorglegur þó gerðist endirinn,
Því úti í lautu lagðist þú á bakið
og lást þar — alveg dauður hrússi minn.
pós.
26 S p e g i 11 i n n