Spegillinn - 01.06.1968, Page 23

Spegillinn - 01.06.1968, Page 23
SPEGILLINN 19 UM Æ1 íslendingar hafa löngum verið áfjáðir i ættarnöfn, eða allt frá því er danskurinn reið hér hús- um. Þá breyttu þeir gjarna föður- nöfnum sínum á þann máta að rita þau á útlenda vísu, samanber Þorsteinsson, sem varð Thor- steinson. Svo leið að því, að upp- urin voru þau nöfn, sem hægt var að breyta á þennan hátt, og þá urðu til nöfn eins og Breið- fjörð, Eyfjörð, Bárðdal, Kolka (það er smáspræna fyrir norðan), Kaldal, Nordal o.s.frv. Loks kom að því að einn fátækur förumaður tók sér nafnið Sólon Islandus og þótti þó mörgum nóg komið. En það var öðru nær, að svo væri. Einn ágætur óperusöngvari sigr- aði hinn norræna heim undir nafninu Stefán íslandi, (það er smáeyja fyrir norðan). Og þá er- um við komnir að efninu: Bjarni Ben BJARNI BENFICA rARNÖFN Það var eitt sinn að Stefán kom til landsins, skömmu eftir að hann hafði sigrað norræna heim- inn. Lenti hann þá að sjálfsögðu í mörgum góðum boðum. I einu þeirra kynnti hann sig fyrir manni, sem þar var staddur og hét Magnús og var frá Hvamms- tanga: — Stefán: „Stefanó Islandi". Magnús: „Magnúsó Hvamms- tangi“. Mörgum árum eftir að þetta skemmtilega atvik skeði hittust tveir menn á Borginni. Annar hét Pétur Rögnvaldsson, en hafði Magnús Jónsson MAGNÚS von MELISSA eða Magnús Melborn neyðzt til að skipta um nafn vegna þátttöku sinnar í frægri æfintýramynd sem tekin var í Ameríku. Kynnti hann sig nú á eftirfarandi hátt: — Pétur: „Peter Ronson". Hinn maðurinn hét Júlíus, en ekki er okkur kunnugt um föður- nafn hans. Hinsvegar vissi mað- urinn, að fræg kveikjarategund ber nafnið Ronson og þessvegna kynnti hann sig á eftirfarandi hátt: „Júlíus Zippó", en þess má geta til fróðleiks, að Zippó kveikjarar eru heimsfræg gæða- vara. Spegillinn getur ekki látið hjá líða, að koma með nokkrar tillög- ur fyrir fáeina fræga menn þjóð- arinnar, sem ættu fyrir löngu að hafa tekið upp svipað kerfi og fyrrgreindir menn.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.