Spegillinn - 01.06.1968, Side 25
SPEGILLINN
21
SPAKMÆLI EFTIR
OSKAR WILDE
,,Nú á dögum deyja flestir af
óhugnanlegri heilbrigðri skynsemi
og skilja ekki fyrr en um seinan
að hið eina sem menn iðrast aldrei
eru yfirsjónirnar".
„Fleiri konur eldast um aldur
fram vegna dyggða aðdáenda
sinna en nokkurs annars".
,,Eina ráðið til að vinna bug á
freistingunum er að falla fyrir
beirn".
„Blaðamennskan réttlætir til-
veru sína með því lögmáli Dar-
wins að hinum ruddalegu farnist
bezt". ,,l stað þess að skipa dóm-
arasætið ættu blöðin að sitja bekk
ákærðra". „Hvað er að baki rit-
stjórnargreinanna nema hleypi-
dómar, heimska, meinfýsni og hár-
toganir"?
„Lífið er ekki umvafið neinum
leyndardómum. Tilgangur þess ef
nokkur er, er að leita nýrra og
nýrra freistinga. Þær eru bara ekki
nógu margar. Heill dagur getur
stundum liðið án þess ég rekist á
nokkra. Það er hryllileg tilhugsun.
Hún gerir framtíðina svo uggvæn-
lega".
Við blaðamann sem hafði um-
skrifað mörg hnyttiyrði hans og
notað í greinum sínum:
„Það ætti að kalla okkur bænd-
urna".
„Nú, hversvegna?"
„Ég slæ, þér hirðið", sagði Ósk-
ar.
Um hjónabandið: „Gagnkvæmur
misskilningur er bezti grundvöllur
hjónabandsins". „Það er verst við
rómantísk ástaræfintýri að menn
verða svo órómantískir af þeim".
„Gift fólk á hamingju sína undir
þeim sem það hefur ekki gifzt".
„Ég hef þekkt menn sem komu
til Lundúna með glæstar vonir, en
fóru þaðan fáum mánuðum seinna
niðurbrotnir menn af þeim ósið að
svara bréfum".
Um rithöfunda: „Ef þeir taka
ekki þátt í samkvæmislífinu, eru
bækur þeirra ólesandi; ef þeir
gera það, hafa þeir engan tíma til
að skrifa". „Undarlegt er að verstu
bækurnar eru alltaf skrifaðar í
góðum tilgangi, og fólk er aldrei
lágkúrulegra en þegar það lítur
stærst á sjálft sig".
„Náin kynni af Balzac og per-
sónum hans gerir vini okkar að
vofum og kunningja okkar að
skuggum".
„Forlögin hefðu vissulega átt að
standast freistinguna þegar hér
var komið".
„Þar sem hann var ekki snilling-
ur átti hann enga óvini".
„I verkum sínum er maðurinn
peð, í hugsuninni skáld".
„Hvað er athöfn? Hún deyr í
fæðingu sinni. Hún er aðeins auð-
virðileg viðurkenning staðreynda.
Heimurinn er skapaður af söngv-
aranum fyrir draumóramanninn".
„Ekkert er eins erfitt og að-
gerðaleysið, né krefst jafnmikillar
andlegrar áreynslu".
„Að áliti þjóðfélagsins er hugs-
unin versta afbrot þegnanna, en að
áliti æðstu menningar er hún hið
eina rétta viðfangsefni samboðið
manninum".
„Almenningur er mjög umburð-
arlyndur. Hann fyrirgefur allt nema
snilldina".
„Við lifum á öld þegar aðeins
heimskingjar eru teknir alvarlega,
ég er á nálum að verða misskil-
inn .
„Aðeins uppboðshaldarar meta
allar listgreinar jafnt og hlut-
drægnislaust".
„Við erum aldrei i fyllra sam-
ræmi við sjálfa okkur en þegar við
erum sjálfum okkur ósamkvæm".
„Hvenær sem þjóðfélag eða rík-
isstjórn af hvaða tagi sem er reyn-
ir að segja listamönnum fyrir verk-
um, visnar listin og deyr eða stein-
rennur og verður að lítilfjörlegrl
iðn".
„Völdin eru mannspillandi, jafnt
fyrir þá sem fara með þau og hina
sem lúta þeim".