Spegillinn - 01.06.1968, Qupperneq 27
SPEGILLINN
23
m
Fólk sprettur upp allstaðar út um hvippinn og
hvappinn eða á ólíklegustu stöðum, og eftir fæð-
ingu vex það og vex eins og Vex, þar til það er
orðið það stálpað að hæft sé að telja það til
ungs fólks. Þetta sem við köllum ungt fólk lifir
lífinu mjög misjafnlega. Sumir eftir reglum en
aðrir eftir óreglum. Ég til að mynda lifði eftir vissri
reglu til þrettán ára aldurs eða réttara sagt til
þess tíma að ég kom auga á að hún var alröng.
Þvi þegar ég var kornabarn og ekki byrjaður að
lesa eins og gefur að skilja komst ég í tvær og
hinar einu bækur sem ég átti að undanskilinni
bókinni Barnið mitt sem allir kannast við. En það
voru þækurnar Undraþarnið Wolfgang Mozart og
Jóhann Sebastian Bach. Ég blaðaði vel og vand-
lega í þessum ritum og svelgdi í mig hvert orð,
sem væri ég hálfdauður eyðimerkurflakkari'. Mér
varð Ijóst að þannig kom ég foreldrum mínurn
fyrir sjónir strax við fæðingu og strengdi þess því
heit að ég skyldi lifa eftir þeirri reglu sem fæð-
ingarsnillingar temja sér
Ég taldi mig óviðjafnanlegan hástökkvara, enda
kom það upp úr dúrnum að ég stökk hæð mína
í öllum herklæðum þegar ég reiddist við föður
minn aðeins þriggja ára gamall. Einnig var ég
fæddur Ijóðaþýðandi, því að þegar ég var á sjötta
ári þýddi ég Ijóð eftir John Lennon, sem hann orti
og gaf út tíu árum síðar. Ég sá fram á að fyrst ég
var alger snillingur við allt sem ég tók mér fyrir
hendur hlaut ég að vera það á sviði hljómlistar
líka. Því var það að ég keypti mér tíu trommu
trommusett, eina fiðlu, tvo gítara, annan bassa og
hinn sóló, og að lokum hundrað vatta söng- og
magnarakerfi. Ég keyrði þetta síðan heim í ösku-
bíl og raðaði þessu inn í herbergið hjá mér sem
er þrír fermetrar á stærð. Þarna æfði ég síðan
upp á hvern einasta dag í fjóra daga frá fimm á
morgnana til þrjú á nóttinni. En þá var það að
nágrannarnir tóku sig saman og fóru í kröfu-
göngu, þar sem þess var krafizt að þessi mikli
músíkant væri fluttur úr hverfinu eða helzt úr
landi. Þarna pak ég mig í fyrsta sinn alvarlega á
yfirgang hinnar eldri kynslóðar. En ég ætlaði að
sýna fslendingum fram á hve ' þeir hugsuðu
skammt áður en þeir framkvæmdu hlutina og fór
því samdægurs til fæðingarlands nútíma tónlistar,
BRETLANDS. Ég kom þangað seint um kvöld en
var þó það hress að ég fékk ekki landvistarleyfi
nema í mánuð og með þeim skilyrðum að ég héldi
ekki opinbera tónleika fyrr en passinn minn kæmi
frú útlendingaeftirlitinu í London.með uppáskrift
á atvinnuleyfi. Ég settist upp hjá presti og hóf
þegar æfingar í kirkjunni því þar var beztur hljóm-
burður. Þarna æfði ég eins og áður frá morgni
til morguns og var ætið mikið um æpandi æskulýð
á daginn en á næturnar kom eldri kynslóðin og tók
við þegar það hélt að börnin væru sofnuð.
Þannig leið mánuðurinn án þess að ég fengi
passann endursendan og er kom að lokadegi
ruddust inn í kirkjuna tíu verðir laganna til að til-
kynna að landvistarleyfið væri úti og því ekki um
annað að ræða fyrir hið háttvirta séní en að fara
úr landi. Það sýndi mér að byltingin hjá Rauðu
varðliðunum hefur ekki náð tilgangi sinum því
enn drottnar eldri kynslóðin yfir hinni efnilegu
yngri kynslóð bæði á fslandi og í Bretlandi.