Spegillinn - 01.06.1968, Page 28

Spegillinn - 01.06.1968, Page 28
24 SPEGILLINN Tveir heiðursmenn á öldinni sem leið spreyttu sig hvor eftir annan á að yrkja rímur útaf Njálu, og hljóðaði upphaf sögunnar svo í gerð rímnanna: Mörður gígja maður var mundar þakinn fjöllum sonur rauða Sighvatar, sat á Rangárvöllum. Sá var rauða Sighvatar sonur hniginn elli, bjó með auði bóndinn þar, bærinn hét að Velli. Höfundur rímu þeirrar, er hér fer á eftir, þekkti þessar gömlu visur og ætlaði í sakleysi sinu að freista þess að mjaka efninu á rekspöl í framhaldi af þeim; hér er svo árangurinn. Sú Njála varð ekki lengri. Lesandinn hefur vonandi einhverntíma lent í þeirri raun að sitja fastur í fjóshaug; önnur löpp- in sígur æ neðar meðan hin borar sér upp--------- „Mörður hét maður, er kallað- ur var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og mála- fylgjumaður mikill, og svo mik- ill lögmaður að engir þóttu lög- legir dómar dæmdir, nema hann væri við. Hann átti dóttur eina er Unnur hétj hún var væn kona og kurteis og vel að sér, og þótti sá beztur kostur á Rangárvöllum.1* Njála, 1. kap. Metinn harla mikils var mundar snævi búinn sonur rauða Sighvatar sagður ellilúinn. Aldurhniginn undi þar auðar glaði bjóður, sonur rauða Sighvatar, sagður lagafróður. Árin mörg á baki bar bóndinn mikilsverður, sá af rauða Sighvatar sæði var þó gerður. Við sinn auð á Velli bjó vopna meiður glaður, átti dóttur eina þó aldurhniginn maður. Ellilegur bóndinn bjó búinn aurasafni, eina dóttur átti þó, Unnur var að nafni. Kyrr um nætur sjaldan svaf sízt af baki dottinn sómalegur seggur af Sighvats frjói sprottinn. Mörður afar illa lét oft hjá sínu sprundi, dóttir ein sem Unnur hét af því hljótast mundi

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.