Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 19.10.1929, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 19.10.1929, Blaðsíða 16
70 STÚDENTABLAÐ 1929 Minni dönskukenslu. Þurrum tárum grjetjeg þá fregn, af> hætt væri að kenna stærðfræði í máladeild menta- skólans, og svo hygg jeg, að fleirum hafl far- ið. En skólinn liefði gott af fleiri þessháttar smá-umbótum. Danskan ætti að koma næst. Skólinn hefur nógu lengi verið til athlægi3 öllum skynbærum mötinum, fyrir að kenna nákvæmar bókmentasögu Dana en Islendinga eða nokkurrar annarar þjóðar, þótt það fari ekki milli mála, að Danir sjeu í bókmentum engir sjerstakir garpar. Þetta tungumál hefir verið höfuðnámsgrein í gagnfræðadeildinni um undanfarin ár, enda þótt löngum hafl tekist að haga kenslunni svo, að hún bæri ekki of mikinn árangur. — Jeg hafði t. d. 6 dönskukennara í skólanum, og hjá tveim þeirra var stöðug afturför í málinu hjá mjer og flestum bekkjarbræðrum mínum. Hjá hin- um kennurunum voru framfarirnar oftast hóflegar, og varla munu tveir hafa kent sama framburð. — Til skamms tíma liafa danskar kenslubækur verið notaðar þegar í 1. bekk skólans, og er svo vafalaust enn. En það sýnir, að þegar við inntöku eiga skólapiltar að vera slarkfærir í dönsku. Mjer dettur ekki í hug að fara þess á leit, að dönsku- kensla hætti með öllu nú þegar. En það ætti ekki að orka tvímælis, að nóg væri að kenna þetta tungumál í 2 eða 3 bekkjum. Ætti þá að kenna nútímadönsku aðeins, í stað þess að nú er málið kent sögulega að nokkru leyti og að nokkru leyti alveg úrelt mál, sem leiðrjett er með mörgum rauðum undir- strikunum í stílum. — Þótt hjer sje e. t. v. ekki um stórkostlegt stefnumál í kenslumál- um að ræða, mundi rektor mentaskólans þó heldur hafa sóma en vansæmd af því að koma viti í dönskukensluna. Þann tíma, sem sparaðist, ætti að nota til kenslu í þarfari tungumálum, fyrst og fremst þýsku, því að nú sækja íslenskir stúdentar meira til náms í Þýskalandi en nokkru öðru erlendu landi. P. B. Stúdentalíf og stúdentaskyldur. Það er ekki úr vegi, þegar nýtt starfsár hefst, að renna augum yfir liðin ár, því að við, sem nú stundum nám, getum mikið af því lært. Jeg á þar ekki við nám eða próf, heldur stúdentalíf innbyrðis og uppfylling þeirra krafa, sem gera má til andlega þrosk- aðs stúdents. Frá þvi er Háskólinn fyrst var settur hjer á stofn, hefir stúdentalifið lýst sjer í því einu, að 2—3 menn hafa bundist vináttuböndum og haldið saman, en lítil af- skifti haft af öðrum. Þeir hafa einangrað sig og gert sitt til að draga úr stúdentalífinu eins og það ætti að vera. Meðan Mensa starf- aði kom það þó ekki ósjaldan fyrir að nokkr- ar hræður týndust þar upp á kvöldin, hlust- uðu á hljófæraslátt og söng fjelagslyndra 8túdenta, ljeku að tafli, ræddust við eða höfðu þar aðrar skemtanir í frammi. Stúd- entalífið var hin seinustu ár í miklum upp- gangi. Hið sanna „convivium“ var tekið að myndast meðal þeirra, og var það þó fyrir forgöngu fárra, manna. Allir munum við minn- ast góðra kvölda, sem við áttum á Mensa og án efa höfum víð allir orðið varir við að sá rígur, sem var milli sumra okkar þvarr við skynsamlegar samræður, sem við áttum þar, og var það kostur mikill. Sundurlyndið sem ríkir meðal stúdenta á að upprætast. Poli- tiskar skoðanir eiga ekki að mynda djúp milli þeirra, eins og þó virðist eiga sjer stað, enda ætti allur andlegur búrabragur, að vera horfinn úr hugum manna er þeir hafa dýrkað Minervu í mörg ár. En því mið- ur eigum við enn þá langt í land ef svo á að vera. Það dylst engum okkar að meðal okkar á sundurlyndi meiri ítök en samúðin, og menn eru fljótari að lasta en lofa gerðir náungans. Þetta er ósamboðið mentuðum mönnum. Við eigum ekki að úthrópa galla þá, sem kunna að vera í fari sumra okkar, heldur eigum við að breiða yfir þá og reyna að draga úr þeim eftii megni. Efsjer-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.