Stúdentablaðið - 17.04.1980, Síða 3
Stúdentablaðið
leiðbeiningar fyrir byrjendur
„Voff, voff, voff” sagði
Hnoðri, en kýrnar litu ekki
upp”. (Kári Tryggvason).
Eins fór fyrir Einari nokkrum
Baldvin Baldvinssyni, en um
hann hlýtur að hafa verið
skrifuð sú merka bók: „Menn-
irnir eru undarlegir.” (eftir
Harald ólafsson, lektor).
A langri pislargöngu okkar um fúafen
róttækrar frasalógiu, sem staöiö hefur
nærfellt I tugi ára, höfum viö ekki oröiö
fyrirþvilikuaökastieins og i greinarkorni
er kokhraustur en þó nokkuö óvandaöur
unglingur, einhver Einar Baldvin Bald-
vinsson birtir i siöasta stúdentablaöi.
A 140 fersentimetrum er saga anar-
kismans afgreidd I eitt skipti fyrir öll og
æsku þessarar viröulegu stofnunar,
Háskóla Islands, foröaö frá þvi óhæfu-
verki aö vekja upp „hræ” anarkismans.
Þvi næst notar EBB. 105 fersentimetra i
aösýna fram á aömarxisminn sé ómögu-
legur i smásölu aöeins komi til greina
heildsala. Menn geti ekki byggt á stefnu
sem ,„... stenst ekki afgerandi þolraunir
stéttabaráttunnar....” (???) og sam-
tvinnaö ákveöin atriöi hennar
marxismanum (?). Aö loknum þessum
trúarjátningum og tilheyrandi kostuleg-
um postulegum kveöjum, getur hann eytt
240 fersentimetrum i aö leggja reynslu
litlum róttæklingum lffsreglurnar I fööur-
legum tón (sbr. ágrip af sjálfsævisögu).
Og hverjar eru reglurnar? Jú, passiö ykk-
ar á aö pæla sem minnst I teoriunni. Lesiö
inngangsbækurnar i instant marxisma,
látiö þaö nægja, og helliö ykkur um-
hugsunarlaust Ut I starfiö. Varist sérstak-
lega aö lesa Auömagniö einangraö og úr
samhengi viö hina pólitisku (?) baráttu
gegn auövaldskerfinú.
Instant Einar
Opinberun Einars þessa Baldvins er full
af gullkornum, sem synd er aö fari for-
göröum hjá hinum almenna lesanda:
1) Einar skilgreinir hvergi hugtakiö
anarkismi en setur samasemmerki milli
kenninga og starfs Proudhons og anar-
kisma, eins og hann sé eini anarkistinn.
Þaö væri llkt og aö tala aldrei um
marxisma ööruvisi en i merkingunni
stalinismi og telja skipbrot stalinismans
sönnun á skipbroti marxismans. Menn
mega ekki rugla saman pólitisku starfi og
hugmyndafræöilegum markmiöum.
2) Einar skilgreinir hvergi hvaö hann á
viö meö marxisma, en fullyröir aö höfuö-
andstæöingur anarkismans sé marxism-
inn. Þetta er sama fullyröingin og aö
segja aö höfuöandstæöingar trotskyism-
ans sé stalinisminnen ekki frjálshyggjan.
Hvaö ér átt viö meö „höfuöandstæöing-
ur”? 1 hverju birtast andstæöurnar?
3) Einar ýjar aö hugmyndum um
samband teóriu og praksis. Hann segir
einfaldlega aö gagnrýni á auövaldskerfiö
veröi aö spretta úr pólitiskri baráttu gegn
auövaldskerfinu. Þetta er svo almennt
oröaö aö allir andstæöingar auövalds-
kerfisins geta fallist á þetta. En Einar
gerir leshringjunum upp þann eina til-
gang aö stunda kapítallógiska sjálfsfróun.
Hvernig ætlar fólk eins og Einar þessi, aö
rökstyöja aö rannsókn á sögu aröráns- og
undirokunarforma auömagnsins á Islandi
sé bitlausara vopn i pólitiskri baráttu en
t.d. rannsóknir á áhrifum hins langa
vinnudags á énskan verkalýö (til-
laga Einars aö leshring?) Hers vegna úti-
lokar þetta hvaöannaö? Er saga aröráns-
og undirokunarforma ekki „áþreifanlegt
pólitiskt viöfangsefni” (oröfæri Einars)?
4) Einari bregst illa bogalistin þegar
hann afsannar gildi Auömagnspælinga.
Einar trúirþvi aö slæm kjör námsmanna
iDanmörku stafi beint af of mikilli teoriu-
pælingu þeirra. t þvl sambandi væri hon-
um hollt aö velta þvi fyrir sér, af hverju
kjör islenskra stúdenta eru svo slæm sem
raun ber vitni. Meginorsökina aö þróun
menntakerfisins i þessum löndum er tæp-
lega hægt aö smætta niöur i baráttugleöi
námsmanna.
5) Einar boöar nýja tegund af nauö-
hyggju þ.e. „auömagnsrökfræöinauö-
hyggjuna”. t henni felst þetta: af þvi aö
Danir lásu svo mikiö i Auömagninu á upp-
vaxtarárum Einars, sem haföi þær af-
leiöingar aö námslánin eru „fáránlega
léleg” og auömagnsfræöingarnir
einangruöust, þá hlýtur sama staöa aö
komauppá tslandi á fulloröinsárum (sic)
Einars ef Auömagnslesning veröur al-
menn. Okkur er ekki kunnugt um aö tii
standi hjá FVM aö Auömagniö veröi lesiö
i einangrun.Þaö vill reyndar svo til aö
flestir þeirra sem skráöir eru i leshring-
inn um Auömagniö eru virkir Fylkingar-
félagar (alls staöar kemur Fylkingin viö i
stúdentapólitikinni), og þvi væntanlega
virkir i hinni pólitisku baráttu
6) A Einari þessum er aö skilja aö les-
hringir Félags Vinstrimanna og tillögur
hans útiloki hvaö annaö. Þetta er alrangt,
viöteljum einmitt aösvona leshringir geti
starfaö samhliöa, hvaöa félagi sem er
getur haft frumkvæöi aö leshringjum
FVM, lika áhugamálum Einars. Reyndar
má gleöja fólk eins og Einar meö þvi aö
upplýsa aö fagkritiskt starf er aö hefjast
eöa er þegar hafiö I ýmsum deildarfélög-
um og aö SHI og SINE eru aö hefja viö-
ræöur viö ASI og ýmsa sérhópa verka-
lýöshreyfingarinnar, svo sem Baráttuhóp
Farandverkamanna.
7) Einari finnst „skritiö” aö Félag
Vinstrimanna skuli beita sér fyrir les-
hringjum sinum á sama tima og islensk
borgarastétt blæs i herlúörana. En hvaö
er skritiö viö þaö aö menn skoöi forsendur
fyrir tilvist þessarar sömu borgarastéttar
meöþaö aö marki aö vinna bug á þessum
forsendum hennar? Þetta finnst okkur
ekkert skritiö.
Að lokum
Aö gullkornunum slepptum má taka
undir ýmislegt i' gréin Einars þessa.
Brotakenndar og samhengislausar
hugmyndir hans um leshringi eru ágætar
og má vel taka undir. Viö styöjum heils
hugar aö slikir hópar komist i gang. En
viö viljum hafa örlitiö dýpri kjölfestu I
starfi okkar, þó inngangarnir séu ágætir
til aö byrja meö. Þaö er hins vegar rétt
hjá Einari þessum aö sniöa veröi starfinu
stakk eftir vexti, en þess veröur aö gæta,
og er gamalt og gott húsráö af hafa stakk-
inn vel viö vöxt, sérstaklega á meöan
hreyfingin er enn f vexti.
Aö lokum viljum viö lýsa yfir ánægju
okkar meöaö enn séu til menn meö húmor
innan námsmannahreyfingarinnar, þótt
Einari hafi tekist illa upp i þetta skiptiö.
„Enginn sósialismi án frelsis,
ekkert freisi án anarkisma”
Svarti Þumallinn
+vinir og vandamenn.
SÍNE-FÉLAGAR
f ellum ályktunartillögu 11.
Fyrir vorfund SINE þetta áriö er
stjórn samtakanna ein um tillöguflutn-
ing, þvi miöur liggur mér viö aö segja
a.m.k. ef miöaö er viö tillögu 11, um Af-
ganistan. Tillaga sú fjallar um innrás
Sovétrikjanna i Afganistan og hljóöar
þannig: „Islenskir námsmenn erlendis
fordæma harölega innrás Sovétrikjanna
i Afganistan og þaö Staliniska gerræöi
sem i henni felst. Hins vegar styöja
islenskir námsmenn erlendis hvers kon-
ar aöstoö (efnahagslegar eöa vopna-
sendingar) viö byltingarmenn I Af-
ganistan.Jafnframt er varaö viö hvers
konar hugmyndum um aö hundsa
ólympiuleikana i Moskvu. slikt væri
einungis vatn á myllu gagnbyltingarafla
i stil Carters hins bandariska og leiftur-
sóknarmanna islenskra.”
Þaö fyrsta sem mér datt i hug viö lest-
ur þessarar tillögu er, aö hún er auglós-
lega ekki sett fram til aö sameina alla
félaga SINE, sem fordæma vilja innrSs
Sovétrikjanna i Afganistan. Aö stjórn i
jafn fjölmennum félagsskap og SINE er,
skuli i þessu máli ekki vera annt um aö
sameina félaga sina i fordæmingu á inn-
rásinni, vekur strax þann grun aö til-
lagan hafi heldur ekki þann tilgang. Þaö
kemur aö visu siöur á óvart, ef haföar
eru I huga skýringar Magnusar Guö-
mundssonar stjórnarmeölims á hvers
vegna stórnin neitaði aö gerast aöili aö
aðgeröum til aö mótmæla innrásinni
sem haldnar voru I Rey’navik. Þar setti
stjórnin þau skilyrði fyrir þátttöku af
SINE hálfu, að jafnframt þvi sem
innrásin væri fordæmd væri minnst á
NATÓ, og herinn. Þessi samfylkingar-
stefna stjórnarinnar, er hliöstæö viö aö
þess heföi veriö krafist i mótmælum viö
yfirgangi Bandarlkjanna i Vietnam á
sinum tima aö jafnframt heföu veriö
hengd aftan i mótmæli viö innrás Sovét-
rikjanna I Tékkoslóvakíu, svo fáránlegt
dæmi sér tekið
Grunur um annan tilgang en fordæm-
ingu á innrásinni i Afganistan styrkist
enn ef tillagan er betur skoðuö. I ljós
kemur aö ekki er veriö aö mótmæla inn-
rásinni sem yfirgangi gegn sjálfs-
ákvöröunarrétti sjálfstæös lands eöa
sem afskiptum stórveldis af innanrikis-
málum smárikis i þriöja heiminum,
heldur sem Stalinisku gerræöi, hvaö
sem þaö nú er. Ekki skýrist máliö
hverju er verið að mótmæla, þegar farið
er aö tala um,,byltingarmenn i Af-
ganistan”. Sá lúmski grunur læðist aö
lesanda, aö hér sé átt viö þá kliku sem..
völdin tók i Afganistan meö hallarbylt-
ingu og var svo illa þokkuö af afgönsku
þjóövinni, aö sovéska risaveldiö þurfti
um siöustu jól aö senda yfir 100 þúsund
manna herliði til aö halda henni viö
völdum og verja hana fyrir eigin alþýöu.
(Ityfir allan þjófabálk tekur þó seinni
hluti tillögunnar, sem I raun er önnur
tillaga sett saman viö þá fyrri. Hér á ég
viö þann hluta sem fjallar um aðvörun
viö „hugmyndum um hunsun ólympiu-
leikana i Moskvu” og lýkur meö sparki i
Carter og hóp islenskra Alþingismanna.
Meö tillögusamsetningi af þessu tagi, er
veriö aö reyna að neyöa fólk sem bæöi
vildi fordæma innrásina og hafna þátt-
töku i Olympíuleikjunum aö velja á milli
þessaö samþykkja eöa fella annaöhvort
atriöiö.
Ef þetta er haft i huga og það sem
áöur sagði um hve óljóst er hverju er
veriö aö mótmæla meö tillögunni, virö-
ist ljóst aö á baki henni liggi tilraun til
að flækja máliö og gera þaö óskýrt,
væntanlega til aö koma i veg fyrir for-
dæmingu á þessu athæfi Kremlarherra.
Heiöarlegra heföi veriö af stjórninni, aö
segja þetta beint út I tveim tillögum.
Onnur hefði getað fjallaö um, aö stjórn-
völdum i Morsku leyföist fyllilega aö
hafa afskipti af innanlandsmálum Af-
gana, en hinsvegar ekki fariö alveg rétt
aö meö innrásinni. Þá seinni heföi mátt
hafa um að ekki bæri að hunsa Ólypmiu-
leikanna I Moskvu. Aö minum dómi, er
þaö þetta tvennt sem fellst i ályktunar-
tillögu 11. Ég býst viö að meirihluta
SINE félaga sé eins fariö og mér, aö
vera annaö hvort aöeins ööru eöa hvor-
ugu sammála. Ég vil þvi skora á SINE
félaga, að fella tillöguna, þvi i henni
felst engin fordæming á yfirgangi stór-
veldis né stuöningur viö alþýöu i þriöja
heiminum, frekar hitt. Siðan væri vel
viö hæfi, aö nota þann vettvang sem
vorfundir deilda eru, til aö samþykkja
raunverulega fordæmingu á innrásinni i
Afganistan.
Kristinn Karlsson,
StNEfélagi i Lundi.