Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.04.1980, Síða 8

Stúdentablaðið - 17.04.1980, Síða 8
Stúdentabiaðið „Náms- menn gætu þjónað mikilvægu hlutverki 1 starfi V erkalýðs- hreyfingar- • *)•) mnar Viðtal við Stellu Hauksdóttur úr Vestmannaeyjum Stúdbl.: Hvernig er abbúnað háttað á þin- um vinnustað? Stella: Það er margt sem hægt væri að setja út á aðbúnað á minum vinnustað. Stúdbl.: Hafa verið gerðar einhverjar til- lögur til úrbóta og hvernig hefur gengið að fá þær samþykktar? Stella: Þær tillögur er lagðar hafa verið fyrir til úrbóta, hafa verið auðsóttar hjá atvinnurekandanum, og þá á ég við til- lögur um öryggishjálma og eyrnahlifar, en þar er aftur á móti erfitt að eiga við starfsfólkið. Stúdbl.: Hvað hefur einkum staðið i vegi fyrir þvi að kröfur um bættan aðbúnað hafi náð fram að ganga? Stella: Þar held ég að verklýðshreyfingin sjálf eigi stóra sök, ásamt fleiri aðilum sem eiga að fylgjast með okkar málum, ef við tökum dæmi þá má nefna öryggis- málastjóra. Hann kemur vist einu sinni á ári á vinnustaðinn, skrifar niður á lista það sem er athugavert, en hefur ekkert samband við trúnaðarmanninn á vinnu- staðnum. Verkalýöshreyfingin og félagið hafa litið sinnt þessum málum og verkafólk sjálft hefur verið sinnulaust gagnvart þessum málum. Ég held samt sem áður, að vinnuverndarvikan hafi orðið til þess að vekja hreyfinguna og verkafólk til meðvitundar um þessi mál. Stúdbl.: Farandverkafólk hefur verið töluvert ! sviðsljósinu nú að undanförnu og orðið töluvert ágengt við að koma málum sfnum á framfæri, hvað telur þú að hægt sé að læra af baráttuaðferðum farandverkamanna? Stella: Ég tel að við getum lært mikið af öllu þvi sem farandverkafólk hefur tekið sér fyrir hendur, og þá ekki slst verka- lýðsforystan, þvi hún virðist ekki kunna að beita hörku i samskiptum sinum við borgaraflokkana. Þeir ættu að fara i kennslu hjá farandverkafólki fyrir næstu samningagerðir. Stúdbl.: Vinnuaflskaupendur með Morgunblaðið og aðra afturhaldssama fjölmiðla I broddi fylkingar hafa sterka út áróðursstöðu gagnvart verkafólki og kröfum þess. Hvaða möguleika hafið þið á að koma málum ykkar á framfæri og hafa áhrif á skoðanamyndun almennings? Stella: Hlutverk borgarapressunnar er að gæta hagsmuna yfirstéttarinnar i landinu og stærsti partur fjölmiðlanna þjónar sama hlutverki, þannig að þeir fjölmiðlar eru mjög takmarkaðir sem við höfum aðgang að, annars er verkalýðshreyfingin mjög stöðnuð varðandi áróðursútbreiðslu og kann ekki að nota sér þá möguleika sem við höfum til þess að koma okkar málum á framfæri. Upplýsingamiðlun bæði innávið og útávið er mjög léleg. Ef við miðum við þessar forsendur þá er augljóst að það er erfitt fyrir verkalýðs- hreyfinguna að keppa við rikisf jölmiðlana um áhuga verkafólks hvað varðar menningarleg og félagsleg efni. Stúdbl.: Væri ekki hugenlegt að verka- lýðsfélagið leitaði eftir samvinnu við námsmenn um athuganir á ákveðnum málum á vinnustað þlnum? Stella: Æskilegt væri að námsmenn sem vilja þjóna verkalýðsfélögum reyndu að aðlaga nám sitt einhverjum þeim verk- efnum sem verkalýðshreyfingin þarf að vinna að, t.d. gætu læknanemar stundað athuganir á atvinnusjúkdómum, sálfræði- nemar gætu sinnt vinnuumhverfismálum og vinnusálfræði, sagnfræðinemar og félagsfræðinemar og fleiri gætu og þjónað mikilvægu hlutverki i starfi verkalýðs- hreyfingarinnar. Þetta er að minnsta kosti ein leið sem hægt væri að benda á til samvinnu þessara aðila. Stúdbl.: A hvern hátt reynir atvinnurek- andi þinn að hafa áhrif á hugmyndir og skoðanir verkafólks á þlnum vinnustað? Stella: I hvert skipti sem atvinnurekandi kemur inn á vinnustaðinn hefur hann áhrif á verkafólk. Þá ég einkum við sál- ræn áhrif, fólki er haldið i ótta við yfir- menn sina með óbeinum hótunum um brottrekstur. Til þessara verka eru yfir- leitt svonefndir verkstjórar notaðir. Það fólk sem opnar kjaftinn er yfirleitt talið vera með kommaáróður, svo að fólk sem telur sig vera ópólitiskt reynir að segja sem minnst i áheyrn yfirmannanna. Yiðtal við Stefán • • Ogmundsson, formann Menningar- og fræðslu sambands Alþýðu Hver var tilgangurinn með MFA Tilgangurinn með stofnun MFA á sér auðvitað jafn langa sögu og stofnun verkalýðsfélaga hér á landi, þvi að það fyrsta sem verkalýðsfélögin fara að huga að er auðvitað upplýsing og fræðsla félagsmanna I verkalýðshreyfingunni. Það var á fyrstu dögum verkalýöshreyf- ingarinnar sem kjörorðið „mennt er máttur” var smiðað, kjörorð sem mikið var haldiö á loft bæði i ræðu og riti á þeim tima. Brautryöjendunum var það vel ljóst aö þekking er beittasta vopn alþýðunnar bæði til sóknar og varnar, vitund hennar um þjóðfélagslega stöðu slna og lögmál þess þjóðfélags sem hún lifir i er aflgjaf i samtakanna, baráttunnar fyrir bættum stjórnarháttum og betri llfskjörum. Aður en MFA komst á laggirnar höföu veriö geröar margar tillögur á Alþýðu- sambandsþingum i fræöslumálum og þarna komu fram margar ágætar hug myndir en litiö varð úr verki. A þinginu sem stofnunin var undirbúin, tók ég ljósrit af samþykktum s.l. 15 Alþýðusambands- þinga, í fræöslumálum, og lagði fram sem þingskjöl. Siðan var sett á laggirnar milliþinganefnd sem fjalla skyldi um fræðslumálin og var MFA stofnað á þinginu þar á eftir. Maöur getur auðvitað velt vöngum yfir þvi hvernig stendur á þvi aö þetta gerist svona seint hjá okkur. Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir þvi. Fyrst og fremst er það náttúrlega það hvað verkalýðs- hreyfingin á árunum tuttugu til fjörutiu, stendur i miklum stórræöum, bæði hvað varðar þaö aö stofna verkalýösfélög og fá þau til að halda lífi og siöan kjara- baráttan. Atvinnuleysisbaráttan frá þrjátlu til fjörutiu er alveg stanslaus átakabarátta, sem með þeim mannafla sem verkalýöshreyfingin haföi yfir aö ráða gaf hreint enga möguleika né tima til þess að sinna menningarstarfi að neinu gagni. Þó sér maður það ef maður flettir gömlu fundagerðarbdkum hinna einstöku verkalýðsfélaga aö fundirnir hafa verið með menningarlegu Ivafi, það eru upplestrar úr nýjum bókum, timarit- um o.fl. Eins er meö flokksfundi, þar voru til dæmis fluttir leikþættir og fleira I þeim dúr. Stúdbl.: Hvernig fer kennslan fram á námskeiðum MFA og hvað er það sem þið takið fyrir á námskeiðum? Stefán: Já, ef við byrjum á að taka fyrir helstu námsformin, þá höfum viö veriö með félagsmálanámskeið, við höfum verið með fræðsluhópa sem hafa tekið fyrir ákveðin efni. Þessir hópar hafa veriö auglýstir i blöðum og öllum opnir jafnt fólki utan sem innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Þar hafa veriö tekin fyrir efni svo sem saga verkalýöshreyfingarinnar, ræðugerð og fundarsköp, leikhúskynning, bókmenntir og fleira. Bæði ræðugerðar- hópurinn og leiklistarhópurinn hafa alltaf verið fullskipaöir. Viö höfum orðið varir við það i okkar starfi hversu þörf fólksins til að tjá sig og geta flutt mál sitt er alveg óendanleg. Tilfinningin um að geta ekki flutt mál sitt virðist há fólki ákaflega mik- iö. Nú siðan er þriðja formiö sem er veiga- mesti þátturinn I starfseminni, en það er sjálfur Félagsmálaskólinn. Hann hefur verið starfræktur siöan 1975 og veriö I ölfusborgum. Við höfum skipt honum niður i annir, sem hafa staðið i hálfan mánuð hver, annars vegar að vetrinum, febrúar-mars, og hinsvegar að haustinu i október-nóvember. Viö höfum haldið 9 fyrstu annir og 4 aörar annir og erum núna að fara af stað með fyrstu þriðju önn. Nemendur hafa veriö alls hátt á þriðja hundrað manns viðsvegar að af landinu. Stúdbl.: Eru annirnar I framhaldi hver af annarri? Stefán: Já þær eru framhald og það er farið dýpra I ýmiss þau verkefni sem áöur voru tekin fyrir á fyrri önnum. Stúdbl.: Hvað er einkum tekið fyrir I þessum skóla? Stefán: Ja, við höfum verið með sögu verkalýöshreyfingarinnar, félagsmála- löggjöfina, þann rétt sem fólk á samkvæmt lögum og veit ekki um, við höfum verið með atvinnuleysistrygg- ingarnar, meö ræðugerð, kennslufræöi, gagnavinnslu og fleira og fleira. Við höf- um verið með allt að tuttugu leiðbeinendur á hverri önn. Stúdbl.: Hafa þessir leiðbeinendur verið sérfræðimenntaðir menn? Stefán: Ja, þetta hefur nú blandast ansi mikiö. Þarna hafa verið menn frá verka- lýðshreyfingunni og siöan aörir sér- fræöingar bæði úr háskólanum og öörum skólum. Við höfum einnig fengið menn til að sitja fyrir svörum á námskeiðunum, venjulegast einhverja menn úr verka- lýðshreyfingunni og þá kemur auövitaö upp umræða, ráðherra höfum viö fengiö lika. Þetta hefur lifgað upp á og tekist vel. Við höfum frá byrjun verið merö fræðslu um trúnaöarmanninn og hlutverk hans, og síðan kemur inn i samningana 1977, að einn trúnaöarmaöur á hverjum vinnustað geti fariö á vikunámskeið og fengið dagvinnuna greidda af atvinnu- rekendanum. Þessi vikunámskeið höfum við keyrt nokkuð mikið siðan og út um allt land. Slik námskeið eru alveg stöðugt verkefni. Þetta er mjög mikilvægur

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.