Stúdentablaðið - 17.04.1980, Qupperneq 13
Stúdentablaðið
113
UM
HAGSMUNI
YINNUAFLSKAUPENDA
Viðtal við Þorstein Pálsson hjá VSÍ
Haukur: Þetta Kók-mál I Gvatemala er
mjög merkilegt mál i sjálfu sér. Siöan
1965 ef ég man rétt, hefur veriö ógnar-
stjórn I Gvatemala og lltiB sem ekkert
verið rætt um þaB hér á Vesturlöndum.
Það hefur sem sagt enginn lyft fingri til að
vernda þetta fólk, sem hefur þurft að lifa
við tortúr og hörmungar í þessi 15 ár. 1975
er svo farið að endurskipuleggja verka-
lýðshreyfinguna i Gvatemala og þá kemst
svinariið I hámæli utan landsins. Það er
fariö aö skjóta verkalýðsleiðtoga á fæti á
strætum og jafnvel á vinnustööum eru
menn drepnir, eins og hjá þessu Kóka
kóla fyrirtæki. Þá tekur verkalýðshreyf-
ingin við sér og það er ekki fyrr en að hún
tekur viö sér sem heimssamtök að farið er
að gera eitthvaö I málinu. Nú er komið
túristaboykott á Gvatemala og bann við
afgreiðslu á Kóka kóla á veitingastöðum
er komið á I nokkrum löndum. Það má
segja að þetta sé kennslubókardæmi um
það sem verkalýðshreyfingin getur gert á
alþjóðlegum vettvangi, ef hún beitir sér.
Og það er ágætt að það komi fram aö
þetta er á alþjóðlegum grundvelli: þaö
eru alþjóöleg samtök starfsfólks f mat-
vælaiðnaði og framleiðslu sem standi fyr-
ir þessum aögerðum og hafa fengið lið-
sinni fleiri samtaka. Það er ágætt aö þetta
komi fram, þvi reynt hefur veriö að telja
fólki trú um aö þetta séu sænsk mótmæli.
Sumir menn hafa ákveðna tilhenigingu til
þess hér aö stimpla þá sænskættaða
kommúnista sem mótmæla einhverju. En
það eru hins vegar kratar, starfandi I
Genf, sem aö þessu standa.
Þetta er leiöin fyrir hreyfinguna. Ég
veit ekki hvort hún getur hindrað að svona
atburðir eigi sér stað nema þá ef þetta
verður einhvers konar lexia fyrir eigend-
ur atvinnutækja I framtiðinni. En það er
þó allavega hægt að stoppa það og ég hygg
aö Kóka kóla fyrirtækið I Bandarlkjunum
sé að gera sér grein fyrir þvi að það er al-
vara á bak viö þetta: að þetta er ekki bara
orðagjálfur. Þeir eru sestir að samninga-
borðinu og þaö er veriö að reyna aö leysa
þetta mál og koma vitinu fyrir þennan
lögfræðingsfasista sem á verksmiöjuna I
Gvatemala. Með þvi að beita alþjóölegu
afli verkalýsðhreyfingarinnar, er kannski
hægt að koma I veg fyrir aö svona atburð-
ir eigi sér stað, en til þess þarf gifurlega
samstöðu. Þetta hefði ekki heppnast eins
vel og raun bar vitni með Kóka kóla nema
af þvi aö samstaðan hefur veriö mjög góö.
Stúdbl.: Nú hefur þetta Kóka kóla mál
bæði verið til umræðu innan alþjóðlegu
verkakýsðhreyfingarinnar og I fjölmiöl-
um á tslandi. Hefur ASl eða verkalýös-
hreyfingin hér leitaö uppi önnur mál,
svipaðs eðlis til að koma á framfæri I fjöl-
miðlum, sem mætti sjalfsagt finna yfir
alla Suður-Ameriku, Afriku og Aslu?
Haukur: Nei, satt að segja get ég ekki
sagt aö ASl hafi beitt sér neitt i þessu máli
né heldur þau verkalýðsfélög
sem ættu aö skipta sér af þessu máli I
Guatemala. Þaö eina sem hefur komiö frá
hreyfingunni hefur komiö frá mér per-
sónulega þ.e.a.s. þessar ritdeilur minar
viö Pétur Björnsson. Það er það eina og er
nánast frá mér persónulega frekar en
samtökunum. Við höfum fengið alveg gif-
urlegt efni um þetta mál, m.a. skýrslur
frá Amnesty International og fleiri stofn-
unum. Það er nánast það sem hefur komiö
fram I minum skrifum, og ég veit ekki til
þess að neitt frekara sé I bigerð hjá þeim
félögum sem ættu i raun og veru aö fjalla
um þessi mál.
Stúdentablaöið: A undanförnum árum
hafa sprottið upp svokölluð frjáls verka-
lýðsféiög I Austur-Evrópu m.a. eitt stofn-
að 1978 i Sovétrlkjunum af námuverka-
manninum V. Klebanov og annað I sama
landi ári slðar og I flestum löndum Aust-
ur-Evróðu hafa veriö stofnuð frjáls
verkakýðsfélög. Stofnendur þessara
verkalýsðfélaga hafa sent frá sér yfirlýs-
ingar, þar sem farið er fram á stuðning
alþjóölegu verkalýðshreyfingarinnar I
baráttu verkafólks gegn skrifstofualdhöf-
um. Hvað hefur islenska verkalýðshreyf-
ingin gert til að styðja stéttarbræöur sfna
I Austur-Evrópu?
Haukur: Þaö er nú það! Stéttarbræöur
okkar i Austur-Evrópu eru I alþýöusam-
böndum viðkomandi landa og Alþýöu-
samband Islands hefur ekki fengiö slik er-
indi frá þessum félögum. Eg las um þetta
mál Klebanovs I Observer einhvern tim-
ann og það er eiginlega það aleinasta sem
Framhald á 19. siðu.
Stúdentabiaðið: Hvernig telur þú hags-
munum vinnuaflskaupenda best gætt I
skólakerfinu?
Þorsteinn: Ég geri ráð fyrir aö þið eigið
við vinnuveitendur og svar mitt við
spurningunni er þetta: Ég tel að skóla-
kerfið eigi ekki að miða við hagsmuni ein-
stakra hópa i samfélaginu, hvorki vinnu-
veitenda né launþega. Skólakerfið á að
byggja upp miðaö við hagsmuni nemend-
anna og engra annarra. Ég er sannfæröur
um að niðurstaðan verðui; sú að við fáum
skólakerfi sem þjónar heildinni best, ef
þaö grundvallaratriði er haft að leiöar-
ljósi.
Stúdentablaðið: Nú eru þaö hagsmunir
vinnuaflskaupenda að fá menntaö vinnu-
afl út á vinnumarkaðinn sem getur full-
nægt þeim sérhæfðu störfum sem þjóð-
féiagiö krefst. Teliö þið ykkur ekki eiga
hagsmuna að gæta, að fá út á vinnu-
markaðinn það vinnuafl sem þjónar
ykkur best?
Þorsteinn: Já, þú notar enn þá orðiö
vinnuaflskaupandi. Mér fyndist mjög
annkanalegt ef maður þyrfti að fara að
tala um viðmælendur sina sem hreyfingu
vinnuaflsseljenda, mér finnst miklu eðli
legra að nota oröiö verkalýöshreyfing.
Þess vegna held ég mig viö hin gömlu og
heföbundnu heiti þó að brattsæknir menn
eins og þiö verðið að nota ný hugtök. Min
skoðuner sú aö þaö séu hagsmunir þjóð-
félagsins aö i landinu sé vel menntaö fólk
og það eru hagsmunir einstaklinganna
sem ganga i gegnum skólakerfið og þeir
öðlist góða menntun og góöa starfs-
þjálfun. Þeir geta þannig tryggt sér betri
lifsafkomu og auðvitaö vitum við, að at-
vinnuvegirnir skila meiri árangri og
meiri verömætum ef þar starfar fólk sem
er vel menntaö og vel þjálfað. Gott skóla-
kerfi að þessu leyti er beggja hagur. En
auövitað er það svo, að okkar skólakerfi
er i ýmsu ábótavant aö þvi er varðar
fræðslu um atvinnu og efnahagsmál. Sú
fræðsla á að sjálfsögðu að miöast við
hagsmuni einstaklinganna. Min skoðun er
sú, að um leið og gætt er að þeirra hags-
munum, komi það atvinnuvegunum til
góða.
Stúdentablaðið: Það má segja að samt
sem áðursé þetta spurning um hagsmuni,
einhversstaðar koma hagsmunir vinnu-
aflskaupenda inn I myndina.
Þorsteinn: Skólakerfið hlýtur aö miðast
viðhagsmuni nemendanna. Ég er þeirrar
skoöunar að hagsmunir atvinnufyrirtækj-
anna og starfsmanna fari saman, I
þessum efnum eins og ýmsum öörum.
Stúdentablaðið: Þú hefur verið talsmaður
valdreifingar i skólakerfinu. Er ekki llk-
legt að með aukinni valddreifingu verði
erfiðara að framfylgja hinni opinberu
hugmyndafræði i skólakerfinu og hvernig
getur skortur á námseftirliti þjónað hags-
munum vinnuaflskaupenda?
Þorsteinn: Þetta eru eiginlega tvær
spumingar. Að þvi er fyrri spuminguna
varöar, þá er ég á móti opinberri hug-
myndafræðiiskólakerfinu. Ef aukin vald-
dreifing verður til þess aö draga úr eða
koma I veg fyrir að skólakerfið byggist
upp á opinberri hugmyndafræði, þá er það
rökstuðningur fyrir mlnum hugmyndum.
Varðandi seinni spurninguna, hvort
skortur á námseftirliti þjóni hagsmunum
vinnuveitenda, þá er ég i raun og veru
búinn aö svara þvi með fyrri spurning-
unni. Ég tel aö skólakerfið eigi að miða
viö hagsmuni nemendanna og hagsmunir
þeirra i þessu efni fara saman við hags-
muni atvinnufyrirtækjanna.
Stúdentablaðið: Með opinberri hug-
myndafræöi eigum við ekki slst viö það
ákveðna pensúm sem er allsstaöar. Þessu
mætti snúa á alla enda og kanta I vald-
dreiföum skólum. Það mundu eflaust rlsa
upp skólar sem byggðu á allskyns hug-
mvndafræði.
Þorsteinn: Já, já, þá geta menn valið og
hafnaö.Égóttastþað ekki,nema siður sé.
Égheldað viö ættum aö fá betur menntaö
fólk.
Stúdentablaðið: Er þetta ekki Hka til að
búa ihaginn fvrir allskyns gagnrýna hópa
sem mundu vilja koma upp sérstökum
skólum fyrir sig?
Þorsteinn: Ég er þeirrar skoðunar aö
fólkið eða nemendurnir leiti I þá skóla þar
sem þeirtryggja sína hagsmuni best, þar
sem þeir fá þá menntun sem þeir telja
sjálfir að muni þjóna þeim best I þeirra
starfi þegar út i Ufsbaráttuna kemur eftir
skólagöngu.
Stúdentablaðið: Þannig telur þú hags-
muni nemenda fara saman við hagsmuni
vinnuaflskaupenda. Styðjið þið þá kröfur
námsmanna ndna t.d. um 100% brúun
lánsfjárþarfar?
Þorsteinn: Við höfum enga afstööu tekið
til þess. Það er 1 sjálfu sér ekki okkar
hlutverk aö taka afstöðu til slikra mála.
Þar er um aö ræöa pólitiskar ákvarðanir
sem ekki koma til umfjöllunar innan
þessa sambands.
Stúdentablaöið: A hvern hátt hefur
áróðurstækni VSÍ breytt með tilkomu
þinni i embætti framkvæmdastjóra VSÍ?
Þorsteinn: Ég efast nú um að þar hafi
oröið á nokkur breyting, og nokkuð stórt
orö að tala um áróðurstækni. Ég held að
við rlsum ekki undir þvi hér, að geta talist
búa yfir ákveðinni áróðurstækni. Viö
komum okkar sjónarmiðum á framfæri á
akaflega hefðbundinn hátt með yfir-
lýsingum þegar þurfa þykir. Þaö er leitað
eftir afstöðu okkar til ýmissa mála sem
snerta ákvaröanir á vinnumarkaönum.
Það er sá farvegur sem viö komum
skoðunum okkar helst á framfæri I, auk
þess sem viö tökum aö sjálfsögðu þátt I aö
senda Alþingi og ráðuneytum umsagnir
um ýmiss mál sem þar eru til meðferðar
og snerta okkar starf, en það verður ekki
sagt að viö ráðum yfir neinni tækni I
áróöursmálum.
Stúdentablaðið: Núertalaö um fjölmiðla-
strið og það er talaö um að verkalýös-
hreyfingin hafi sigrað i fjölmiðlastrlðinu
kringum sólstöðusamningana 1977. Eins
er talað um að þið hafiö sigrað I sams-
konar striði núna. Þetta eru hugtök sem
er’i í.otuö samt sem áður.
Þorsteinn: Min skoöun er sú að það sé
útúrsnúningur að tala up tap eöa sigra I
einhverjum f jölmiðlastyr jöldum .
Arangur af þvl sem menn gera byggist á
þeim málefnum sem þeir eru málssvarar
fyrir. Þaðsem sköpum skiptir er auövitað
hver málefnastaöan er og hvernig mál-
flutningurinn sjálfur er, af hálfu þeirra
sem hann annast. Það eru þessi atriðið
sem ráða úrslitum um árangur I þessu
efni, en ekki einhver tækniatriði.
Stúdentablaðið: Stétt manna hefur verið
virk i pólitiskri baráttu undanfarinna ára
á Vesturlöndum, sem nefna mætti
auglýsingasálfræðinga. Gæti VSt hugsaö
sér að taka sllka menn I þjónustu slna og
telur þú slik fræði vera áhrifarlkt vopn I
hagsmunabaráttu almennt?
Þorsteinn: Um þetta get ég ekki sagt
annað en þaö, aö þaö hefur aldrei komiö til
tals aö ráöa hingaö sálfræðinga. Þetta
segi ég ekki af fordómum gegn þeirri vlsu
stétt manna. Það má vel vera án þess aö
ég geti um það dæmt, að sá mikli fjöldi
sálfræöinga sem núna kemur á færi-
böndum út úr háskólum á Vesturlöndum,
geti hagnýtt menntun sina I störfum af
þessu tagi. En það væri réttara að spyrja
forstjóra I auglýsingaskrifstofu um þá
möguleika.
Stúdentablaðið: Þetta kom nú upp I slð-
ustu kosningum i Bretlandi. Þar sem
báðir stóru þingflokkarnir thaldsflokk-
urinn og Verkamannaflokkurinn tóku sér
auglýsingaskrifstofur á leigu. Er þetta
stefnan i þessum málum og getur maður
átt von á þessu hér?
Þorsteinn: Sjálfsagt gerist þaö með auk-
inni verkaskiptingu og með þvi að fleiri
menn hljðta menntun á þessu sviði, að
menn hagnýti sér þá sérþekkingu. En
eftir sem áður stendur, að þaö eru mál-
efnin og málflutningur þeirra sem standa
fyrir ákveðnum samtökum sem skiptir
sköpum, en ekki tæknileg eða sálfræðileg
útfærsla á þeim hlutum. Undirstaðan er
málefnin og málflutningurinn. En ég efa
ekki að sálfræöingar geti lagt ýmislegt
gotttil mála varðandi útfærslu á þessum
grundvallaratriöum, en þau hljóta alltaf
að ráða úrslitum um árangur.
Stúdentablaðið: Vinnumálalöggjöfin
hefur verið nokkuð til umfjöllunar að
undanförnu og þú hefur verið talsmaður
fyrir þá sem vilja endurskoða þessa lög-
gjöf og að manni skilst helst I þá veru að
takmarka samningsrétt verkalýösfélaga.
Hvernig hefur þú hugsað þér breytingar á
vinnumálalöggjöfinni?
Þorsteinn: Nei ég hef aldrei veriö tals-
maður fyrir þvi aö takmarka samnings-
rétt verkalýösfélaga. Ég lit svo á að þaö
sé grundvallaratriði að aöilarnir á vinnu-
markaðnum, geri sjálfir samninga sína
sin á milli. Hitt er annað að ég hef talið að
það þyrfti að setja nýjar reglur um vinnu-
stöðvanir, bæði af hálfu launþega og
vinnuveitenda, en i' lögunum er núna gert
ráð fyrir gagnkvæmum rétti þessara
aðilja til þess aö knýja fram kröfur sínar
með vinnustöðvunum. Ég hef talið aö
þennan rétt ætti aö takmarka á þann veg
t.d. aö þaö yrðu settir lengri frestir
varðandi boðanir á sllkum vinnustööv-
unum. Hugsanlega að sáttasemjari fengi
frestunarvald, ef hann teldi möguleika á
að koma á samningum eða frestun á
vinnustöðvun, sem þjónaði þeim tilgangi.
Þaö eru ýmsar hugmyndir af þessu tagi,
sem leiða fyrst og fremst af þvl að þjóð-
félagiö hefur tekið gifurlegum
breytingum frá þvi þessi vinnulöggjöf var
sett. Atvinnustarfsemin er miklu við-
kvæmari fyrir svona stöövunum heldur en
fyrir þeim rúmu fjóru átatugum sem
liðnir eru síðan löggjöfin var sett. Og viö
verðum að hafa I huga að þetta er nú orðið
eina sviðið þar sem hnefarétturinn er
viöurkenndur sem lögmæt aðferö til þess
aö leysa úr ágreiningsefnum. Grund-
vallaratriBiö stendur eftir sem áður, að
hér séum aö ræöa frjálsan samning milli
aðilja, er hafi jafiia stöðu á vinnumark-
aönum.
Stúdentablaðið: t bók einni sem heitir
„Uppreisn frjálshyggjunnar” sem kom út
á slðasta ári (Þorsteinn grlpur fram I og
telur bókina merka) skrifar þú grein sem
heitir „Hvaö vildum viö — Hvað geröum
við?” i þessari grein setur þú fram
stefnuskrá eða sjö daga áætlun um endur-
reisn i anda frjálshyggju. Þessi stefnu-
skrá er sláandi lik þeirri leiftursóknar-
Jramhald á 19. siðu.