Stúdentablaðið - 17.04.1980, Qupperneq 16
Stúdentablaðið
16
JACQUELINE HEINEN:
Kvenfrelsis-
hreyfing
og stéttabarátta
Hildur Jónsdóttir þýddi
A undanfömum árum hefur mikil umræða farið fram innan
IV. Alþjóðasambandsins sem i málgögnum þess út á við um
stefnumótun i kvenfrelsismálum. Meginefni þeirrar umræðu
hefur snúist um atriði eins og eðli og tilhneigingu róttækni
kvenna, tengsl og gagnverkandi áhrif stéttabaráttu og
kvennabaráttu, hið byltingarsinnaða inntak kvennabarátt-
unnar og tengsl við andkapitaliska baráttu og siðast en ekki
sist um þær aðferðir sem kvennahreyfingin getur beitt. Grein
Jacqueline er skrifuð einkum I samhengi við vaxandi
kvennabaráttu i Suður-Evrópu, til að varpa ljósi á það hlut-
verk sem róttæknisþróun kvenna, einkum verkakvenna, hef-
ur i forbyltingarástandi eins og hefur rikt i þessum heims-
hluta. Greinin bendir sömuleiðis á þann mun á áherslupunkt-
um og tilhneigingu sem finna má i baráttu verkakvenna
annars vegar og smáborgaralegrar, oft einangraðrar
kvennabaráttu hins vegar.
(Jtbreiðsla kvennabaráttunn-
ar
A seinustu árum, með framþróun
fjöldabaráttunnar á Spáni og Italfu, hefur
baráttan fyrir frelsun kvenna sýnt að hUn
hefur lagt fram sérstakan skerf til bar-
áttu verkalýöshreyfingarinnar f heild. Sú
kröfugerð félagsleg eðlis sem hún hefur
sett fram, kröfur hennar fyrir einingu og
lýöræði innan verkalýðshreyfingarinnar,
eru af þessum toga. Þvi' fjöldaþátttaka
kvenna í aðgerðum verkafólks og virk
þátttaka þeirra i verkalýðsfélögunum
væri ómöguleg ef málfrelsi væri ekki
tryggt öllum til handa, ef ákvarðanir
veröa áfram teknar efst uppi af forystu
sem nær eingöngu eru karlmenn án allrar
lýöræöislegrar umræðu meöal hinna al-
mennu félaga, — ef engin andstaða er
gegn þeirri staðreynd að það eru alltaf
karlmenn sem fara á fundi og taka
ákvaröanir þó heima fyrir séu börn sem
þarf að annast.
Sérstakrar athygli verðar eru hin nýju
sjónarmiðsem aðgreina þessabaráttu frá
baráttu liðinna tima.Þá börðust konur úr
verkalýðsstétt og verkakonur almennt
fyrir ýmsum efnahagslegum kröfum sem
enn eru á dagskrá, s.s. gegn láglaunum,
fyrirbættum vinnuskilyrðum, samfélags-
legri þjónustu og gegn veröhækkunum.
Spurningin um sjálfstæði þeirra var hins
vegar ekki sett fram þá, hvorki meö þátt-
töku þeirra i sjálfstæðri kvennahreyfingu
né I gegnum stofnun sérstakra kvenna-
hópa innan verkalýðshreyfingarinnar,
eins og gerist æ oftar núna. Sú kröftuga
barátta sem konur nú heyja gegn stööu
sinni i þjóðfélaginu og innan f jölskyldunn-
ar er einnig ný. Að siðustu þá er hin
magnaða spurning um verkalýðseftirlit,
sem þessi barátta i sumum tilfellum teng-
ist, einnig ný.
En það er ekki þar meö sagt aö öll
kvennabarátta i hinum þróuðu auðvalds-
rikjum hafi tilhneigingu tilað beinast út
yfir mörk hins borgaralega þjóðfélags.
Þegar bandariskar konur skipuleggja
herferð kringum Jafnréttislöggjöfina, þá
er ekki hægt aö likja þeim aðferöum sem
þær beita (mótmælagöngur, fundir
osfrv.) við þær aöferðir sem italskar,
spænskar og jafnvel breskar verkakonur
beita. Þvi hinar bandarisku eru nátengd-
ar þvi stigi sem barátta verkalýðsstéttar-
innar i USA stendur á, sem enn er mjög
lágt vegna uppgjafar flestra verkamanna
oagnvrt stéttasamvinnustefnu hins
valdamikla fagfélagaskrifræöis þar-
lendis. Sá háttur sem breskar verkakonur
I Trieo höfðu á við að neita aö lúta þeim
borgaralegu dómurum sem áttu að
stjórna baráttu þeirra gegn atvinnurek-
endavaldinu fyrir að lögunum um jafn-
laun væri framfylgt, sýnir aftur á móti
allt annað þroskastig baráttunnar. Sú
staöreynd að konurnar beittu s jálfstæðum
baráttuaðferðum gegn hinu lagalega
valdboði, að þær neyddu verkalýðsforyst-
una til að styðja verkfall þeirra þó foryst-
an hefði oft áður neitað slikum stuðningi,
er einnig nátengt hinu pólitiska ástandi i
Bretlandi. Þaö sama gildir einnig um þá
baráttumenn af báðum kynjum fyrir
frjálsum fóstureyðingum (National
Abortion Campaign) sem skipulega tjáðu
vantrú sina á fulltrúum Verkamanna-
flokksins en þeir höföu neitaö að starfa
eftir þingsályktun flokksins. Sú ályktun
fól i sér stuöning við kröfuna um frjálsar
fóstureyðingar á kostnað rikisins og
gengu þessir baráttumenn jafnvel þaö
langt aö neyða suma þessara fulltrúa til *
aö segja af sér.
Það er mikilvægt að geta hér þróuðustu
dæmanna af baráttu kvenna úr verka-
lýðsstétt, baráttu sem er órjúfanlegur
hluti af hinni byltingársinnuðu baráttu I
löndum.Suður-Evrópu. 1 baráttu þessara
kvenna gegn forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar, sem hefur gert allt hvað
hún getur til að takmarka þær kröfugeröir
sem of berlega ógna málamiðlunarstefnu
þeirra við atvinnurekendur, hafa þær
uppgötvaö sameiginlegan slagkraft sinn.
A ltaliu og Spáni hafa baráttuaöferöir
þeirra oft leitt til þess aö þær hafa orðið
sér meðvitandi um nauösyn verkalýös-
eftirlits af hálfu allrar stéttawnnar,
verkakvennanna um leiö, meö verksmiöj-
um, vinnuskilyrðum, félagslegri upp-
byggingu og .bókhaldi. Kvenfrelsisbarátt- ,
an um heim allaníjrrir „umráðarétti yfir
eigin likama” (sem er barátta fyrir lýö-
ræðislegum réttindum sem borgaraleg
löggjöf á að veita öllum, þ.e. sjálfs-
ákvörðunarrétti og persónufrelsi) hefur
leitt til að margar konur hafa gengiö enn
lengra og krafist til dæmis eftirlits meö
ráögjafa- og upplýsingamiöstöövum sem
væri framkvæmt af notendum og starfs-
fólki I sameiningu. Þessar miðstöðvar
sem veita upplýsingar um getnaöarvarnir
og fóstureyðingar, eru fyrst og fremst
árangur af baráttu þeirra. Baráttan um
upplýsingamiðstöðvarnar á Italiu er gott
dæmi um þetta. Þrátt fyrir samþykkt
laga sem heimiluðu stofnun slikra mið-
stöðva i öllum héröðum landsins, þá er
þaö einungis þar sem kraftahlutföll eru
konum hagstæö ogþar sem þær hafa beitt
samstilltum þrýstingi, að tekist hefur að
koma þeim á fót. 1 þessum tilvikum hefur
barátta kvenna leitt til stofnunar þessara
miðstöðva og þeim hefur tekist að skapa
nýja tegund tengsla viö þær konur sem
leita til þeirra til að fá upplýsingar og ráð,
eöa einfaldlega vott af mannlegri hlýju.
Aöeins þegar þeim hefur tekist að varpa
fyrir borð hinu hefðbundna hlutverki
lækna með þvi að tileinka sér hluta af
þekkingu þeirra, hafa konur öðlast mögu-
leika til að sjá samhengið milli kyns
þeirra, frumkvæðisleysis og þeirrar stöðu
sem þær hafa i þjóöfélaginu.
Til aö þetta beri ávöxt, þarf eftirlit með
miðstöðvunum, verkaskipting og deiling
ábyrgðar að koma til. Þaö er háð lýö-
ræðislegum starfsháttum með regluleg-
um umræðum milli starfsfólks og notenda
á almennum fundum. Til að ýta ekki undir
neinar tálsýnir um „sósiaJJskar eyjur i
hinu kapitaliska hafi” er rétt að geta þess
að flestar konurnar hafa Itrekað þaö i
grundveldislnum að „þær ætíisér ekki'aö'
skapa valkost gegn samfélagslegri þjon-
ustu”, heldur að tilgangur aðgerða þeirra
sé aö „benda á hvernig slik þjónusta ætti
að mæta þörfum kvenna.”
Ennfremur þá er baráttan fyrir frjáls-
um fóstureyðingum æ oftar undirrót bar-
áttunnar innan verksmiðjanna, fyrir
réttinum til fæöingarorlofs. Þaösem Italir
kalla „hvitar fóstureyðingar”, (þ.e.
fósturlát vegna slæmra vinnuskilyröa
eins og heilsuspillandi andrúmslofts,
snarpra vinnutarna, skorts á hvfldarhlé-
um yfir vinnudaginn o.sv.frv.), hafa leitt
til fjölda aðgerða þar sem kröfurnar sem
fram erusettareru ekki nýjar I sjálfu sér.
I verkföllunum sem spuna- og tóbaks-
verkamenn háöu I lok slðustu aldar voru
svipaðar kröfur bornar uppi (þ.e. styttri
vinnutarnir, réttur til hvlldarhléa,
fæðingarorlof, réttur til að skipta um
vinnu að vild, barnagæslustöðvar), en hin
magnaöa krafa um verkalýöseftirlit er ný
af nálinni. Sú krafa var t.d. sett fram I
Fatme.stórrislmaverksmiðju I Róm, þar
sem verkakonurnar skipulögðu upp-
lýsingaherferð og fundi sem þær nefndu
150 timarnir. Tilgangurinn var að gera
öllum verkakonunum fært að taka þátt I
rannsóknum á andrúmsloftinu I verk-
smiðjunni, menguðu umhverfi og fyrir-
byggjandi ráðstöfunum. (Lóöun er t.d.
eitt af þeim störfum sem konurnar vinna
og er meginorsök þessara hvftu fóstur-
eyðinga). Ein verkakvennanna stillti
málinu upp á eftirfarandi hátt: „Aö berj-
ast gegn slikum heilsuspillandi vinnuað-
stæðum þýðir að berjast gegn skipulagn-
ingu vinnunnar i verlámiðjunni og einnig
gegn stefnu ákveöins verkalýösfélags
sem hefur samþykkt „hagræðingu”, sem