Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 17.04.1980, Qupperneq 19

Stúdentablaðið - 17.04.1980, Qupperneq 19
Stúdentablaðið 19 Þorsteinn Páls, frh. af bls. 13 stefnu sem Sjálfstæöisflokkurinn boöaöi fyrir siöustu alþingiskosningar. Þorsteinn: Var ég svona forsjálll? Stúdentablaöiö: Getur veriö aö þú sért einn af höfundum þessarar leiftursóknar sem Sjálfstæöisflokkurinn boöaöi fyrir siöustu alþingiskosningar? Þorsteinn: Sjálfstæöisflokkurinn, eftir þvi sem ég best veit, markar sina stefnu á landsfundum og i miöstjórn og þingflokki. Þaö eru þessar stofnanir sem eru ábyrgar fyrir stefnumörkun þess flokks eins og annarra. Ég held aö þaö geti ekki veriö svo i nokkrum flokki aö einn maöur sé höfundur aö stefnu flokks, þá væri varla um flokk aö ræöa. En ef þú spyröir, hvort ég væri reiöubúinn til þess aö taka ábyrgö á stefnu af þessu tagi yröi svar mitt: já. Stúdentablaöiö: Þú segir lika í áöur- nefndri grein þinni, aö markmiö núver- andi menntastefnu sé miöstýring og þessu vilt þú breyta yfir í valddreifingu, og frá hópmeöalmennsku yfir i einstaklings- þroska. Finnst þér núverandi mennta- kerfi einkennast af hópmeöalmennsku? Þorsteinn: Já, mér finnst aö þaö hafi gætt mjög ákveöinnar tilhneigingar i þá veru. Ég held aö þaö sé ástæöa til aö reyna aö snúa þeirri þróun viö. Stúdentablaöiö: Koma ekki hagsmunir VSI þarna inn og knýja á um aö þessari stefnu skólakerfisins veröi breytt frá hóp- meöalmennsku i einstaklingsþroska? Þorsteinn: Vinnuveitendasambandiö hefur ekkimarkaö neina almenna stefnu I skólamálum og ég get þvi ekki svaraö fyrir þess hönd. Min skoöun er þessi og ég set hana fram vegna þess aö ég tel aö hún þjóni best bæöi hagsmunum nemenda og annarra aöilja þjóöfélaginu, hvort sem þaö er verkalýösheryfingin, vinnuveit- endur, vinnuveitendasamtök eöa aörir aöiljar. Ég set þessa skoöun fram vegna þess aö ég tel hana þjóna best heildar hagsmunum þjóöfélagsins. Annars heföi ég ekki þessa skoöun. Kínversk skáldsaga, Á vormánuöum i fyrra var lesin sem miödegissaga i útvarp kinverska skáldsagan „Þorp i dögun” eftir Dajá Sjúll. Saga þessi gerist á árunum 1930- 40 og greinir frá atburöum I lifi þorps eins I Kina, einkum I tengslum viö styrjöldina viö Japani. Ef af útgáfu þessarar bókar veröur, yröi þaö nokkur viöburöur, þar sem mjög sjaldgæft er aö kinversk nútíma- skáldsaga komi út á islensku. Bóka- forlagiö Skjaldborg á Akureyri vill þess vegna aö kannaöur veröi áhuginn á útkomu sllkrar bókar. Fáist uþb. 300 áskrifendur fyrirfram, hefur forlagiö fullan hug á aö gefa hana út. Bókin mundi þá koma út fyrir næstu jól. Hún yröi bundin I fallegt band og yröi nálægt 200 bls. aö stærö. Askriftarverö er aö hámarki kr. 12.000.- aö send- ihgar- og póstkröfukostnaöi meötöld- um. 1 verslunum yröi hún talsvert dýrari. Hægt er aö gerast áskrifandi aö bók- inni meö þvl aö hringja I þýöandann,. Guömund Sæmundsson, s. 96-25745 á Akureyri eöa Arnþór Helgáson, for- mann Klnversk-íslenska menningar- félagsins, s. 91-12943 I Reykjavlk. Einnig veröa áskriftarlistar I gangi á ýmsum stööum. T.d. hafa Bókaversl- un Máls og menningar, Októberbóka- búöin, Verslunin Panda og Bóksala stúdenta veriö beönar aö láta lista liggja frammi. Askriftasöfninin fer aöeins fram I takmarkaöan tíma. Meö þvi aö gerast áskrifendur stuöliö þiQ aö þvl aö þessi klnverska skáldsaga komi út og tryggiö ykkur'Um leiö eintak af henni á lægra veröi. Haukur Már, frh. af bls. 12 ég veit um þetta mál. Fyrir utan þaö aö bandarisku samtökin AFL-CIO meö George Meany I broddi fylkingar tóku þetta mál upp á ILO þingi i Genf. Þar ætl- uöu samtökin aö berjast mjög fyrir rétti þessa fólks sem þeir töldu vera misrétti beitt. Ég held reyndar aö aðeröir Meanys og félaga hans hafi fremur veriö vegna andúöar á Sovétríkjunum og kommúnist- um fyirhöfuö.heldur en beinlinis mann- réttindaást fyrir hönd þessa verkafólks. Alþýöusambandið hefur heldur ekkert gert. Þaö heldur þvl sambandi sem þaö hefur viö þessi alþýöusambönd þarna fyr- ir austan tjald, og ég vil nú ekki halda þvi fram aö þau séu beinllnis ófrjáls. Þetta eru hin opinberu samtök sem viö höfum samskiptin viö og þau samskipti felast nær einvöröungu i aö viö fáum frá þeim bréf og fréttabréf, sem eru liklega hrút- leiðinlegustu fréttabréf sem hægt er aö fá. Auk þess fáum viö boö um, aö senda full- trúa til aö standa á Rauöatorginu 1. mal ár hvert og aö senda fulltrúa á þing Al- þjóöasambands verkalýösfélaga I Prag. Þar meö eru samskiptin nánast upp talin. Stúdbl.: Þiö hafiö ekki I hyggju aö taka upp einhver samskipti viö hin frjáisu verkalýösfélög f Austur-Evrópu? Haukur: Ég veit ekki til þess aö þaö standi til eöa aö þaö sé hægt aö taka upp samband viö þessi svokölluðu frjálsu verkalýðsfélög. Þau þurfa þá I fyrsta lagi aö vera til. Viö vitum I rauninni ákaflega litiö um þau, þvl þetta eru hálfgerð huldu- félög og þaö eina sem maöur fréttir er þaö sem maöur les I blööum. Og vestræn borgarapressa er vægast sagt hæpin heimild um gang mála þar eystra. Þessi félög eru ákaflega óáþreifanleg, það er staöreynd sem gerir þaö aö verkum aö viö vitum ekkert um þau og höfum ekkert frétt frá þeim. Ég hugsa aö þaö þætti t.d. ekki skynsamlegt aö leggja niöur sam- skiptin viö Alþýöusamband Sovétrlkj- anna, þetta bréfaskriftasamband og taka þess i staö upp sambönd viö nokkra tugi manna i Sovétrikjunum og gefa sér þann- ig aö þeir séu málsvarar alls verkalýs I Sovétrikjunum. Þaö væri tóm vitleysa. An þess aö ég sé aö réttlæta þaö aö þessir menn fái ekki aö stofna samtök en þaö er allt annað mál. Spurningin er hvort lita beri á þessi félög sem breiö samtök, sem séu áö vinna aö hagsmunum fyrir alla verkalýöshreyfinguna I viðkomandi lönd- um eöa hvort þetta eru bara klúbbar óánægöra manna. Þaö veröum viö aö fá á hreint áður en viö getum fariö aö viöur- kenna þessi félög. Kvenfrelsishreyfing frh. af bls. 16 eru ineinum tengslum viö stéttina, heldur einnig innan hennar. Þessa veröur vart I fagfélögunum og einnig annarri félags- starfsemi s.s. foreldrafélögum o.s.frv. Sjálfstæði kvenfrelsis- hreyfingarinnar og verkalýðs- stéttin Allt rennur þetta aö sama ósi, eins og áöur er bent á, kvenfrelsishreyfingin skal alls ekki vera pólitiskt óháö verkalýös- stéttinni, þar sem langtimahagsmunir verkamanna og verkakvenna eru þeir sömu. Hagsmunir þessir krefjast algerr- ar frelsunar kvenna, myndun nýrra sam- skiptahátta og afnáms firringar i tengsl- um milli einstaklinga. Sjálfstæði hreyfingarinnar, sem er höfuönauösyn vegna þeirra þátta sem framar eru taldir, byggist aöallega á þvl aö samræmingar- nefndirnar sem tengja hópana saman reynist færar um aö taka eigin frum- kvæöi, til aö tryggja aö nauösyn þess aö konur berjist gegn kúgun sinni sé stööugt haldiö fram. 1 þessu skyni þurfa verka- konur sem virkar eru I kvennahópum verkalýösfélaganna aö eiga sæti I sam- ræmingarnefndunum, annaö hvort sem einstaklingar eöa fulltrúar hópa sinna. Þannig geta þær tryggt að viöhorfum kúguöustu kvennanna sé haldiö fram. En þetta mun örugglega ekki komast átaka- laust af staö, ef dæma má af reynslunni frá Itallu. Þar þróuöust grunnhópar hinn- ar sjálfstæöu kvenfrelsishreyfingar án þess aö geta innlimaö auknaróttækniþró- un verkakvenna I verksmiðjunum I byrj- unogvar það meginástæöa þess að þessir tveir straumar komu mismunandi fram, jafnvel þó aö þær hafi I raun veriö aö berj- ast sameiginlegri baráttu f yrir aö breyta stööu sinni I þjóðfélaginu. A Spáni, þar sem verkalýöshreyfingin hefur komiö fram i dagsljósiö og hafiö skipulagningu eftir 40 ára Francoisma, var annaö uppi á teningnum. Þar fengu fyrstu aögeröir þeirra kvenna sem til- hreyröu ýmsum millihópum (námsmenn o.s.frv.) skjót viöbrögö af hálfu verka- kvenna. Þær verkakonur tóku margar hverjar þátt i fyrstu kvennaaðgeröunum, einsog fundunum á „aögeröadeginum” I Barcelona í maí 1976. Nauösyn þess aö hreyfingin heföi getu til aö hafa áhrif á stefnu verkalýðssamtakanna og forystu þeirra varö þess vegna enn brýnni. Vandamáliö um sérskipulagningu kvenna innan verkalýöshreyfingarinnar var rætt á þingi spænsku verkamannanefndanna. Höfuöástæöan var þaö aökallandi verk- efni aö finna tafarlaust leiöir til aö mynda skipulögö tengsl milli þeirrar hreyfingar sem þegar haföi komist á legg og sam- ræmingarnefnda þeirra kvennahópa sem voru starfandi víös vegar um landiö. Félagar i KommUnistahreyfingunni (MC) lögöu til aö stofnaö yröi sérstakt alls- herjarfagfélag kvenna, með allri þeirri sundrungarhættu sem þvl fylgir. Gegn þvi lögöu félagarokkar i LCR til aö stofnaðir yröu kvennastarfshópar i verksmiðjunum sem sameinuöu konur úr hinum ýmsu fagfélögum, ásamt þeim sem enn stæöu utan stéttarfélaga. Jafnhliöa yröu myndaöar kvennanefndir sem væru færar um aökalla saman ráöstefnur til aö ræöa kröfugerö þeirra. (Þetta tengist kröfunni um aö konur fái fulltrúa I samræmi viö fjölda sinn i forystu fagfélaganna.) Astandiö á Spáni bendir aö sjálfsögöu á | tilhneiginguna I þróun alþjóölegrar kven frelsishreyfingar, þvi þaö er I mjög sér- stökum tengslum viö upptjyggingu verka- lýöshreyfingarinnar i heild. Þaö er enn- fremur mjög lærdómsrfkt, sérstaklega hvaö varöarspurninguna um hvernig um- ræöu byltingarsinnaöir marxistar veröa aö reyna að fá fram gagnvart forystu verkalýöshreyfingarinnar. Viö því er aö búast að þeir slöarnefndu muni gera allt hvaö þeir geta til aö koma i veg fyrir aö verkakonur, sem nú eru undir forystu þeirra, tengist hinni sjálfstæöu kven- frelsishreyfingu, þvi allar aögeröir henn- ar, kröfur og byltingarsinnuö tilheneiging, eru hættuleg ögrun gegn stéttasamvinnustefnu þeirra. EFTIRMÁLI Höfundur þessarar greinar, Jacqueline Heinen, er svissneskur trotskyisti. Hún starfar I Sameinaöa framkvæmdaráöi IV. Alþjóðasambandsins og er óbyrg fyrir kvenfrelsisgeira þess. Greinar eftir hana hafa birst I málgögnum IV. Alþjóöósam- bandsins og einnig i ýmsum óháöum timaritum á vinstri kantinum, s.s. New Left Review. „Kvenfrelsishreyfing og stéttabarátta” birtist fyrst I fræöilegu málgagni IV. Alþjóöasambandsins, INPRECOR, I mal ’77. Þó greinin geti vissulega staöiö sem sjálfstætt innlegg I umræöuna um kven- frelsi yfirleitt, er rétt aö gera nokkra grein fyrir þvf samhengi sem hún birtist i. Greinin er skrifuö þegar stefnuplagg alþjóöasambandsins I kvenfrelsismálum er i vinnslu. Umræöu um þaö lauk nú á seinasta heimsþingi, sem haldiö var I nóvember á liönu ári, meö samþykkt plaggsins: „Hin sósialiska byiting og baráttan fyrir frelsun kvenna”, sem hefur veriö i umræöu I öllum deildum IV. Alþjóöasambandsins siöan 1976. Þaö er fyrsta heildargreiningin um kvenfrelsi sem IV. Alþjóöasambandiö hefur sam- þykkt. Þetta plagg er á lokastigi þýöingar yfir á islensku og mun Fylkingin gefa þaö út seinni part sumars. Þýö. Robotnik, framh. af bls. 20 hætti: sem flokksfélagar tryggja þeir stoltir „Viö, verkalýösstéttin” og llta svo niöur á fjöldan af verkalýönum: félagsaö- ild aö flokknum gefur þeim ákveöiö sjálfsöryggi, traust sem er I réttu hlutfalli viö vonir þeirra um frama I flokknum, þegar best lætur komast þeir I miðstjórn flokksins. Þeir eru sannfæröir um aö það sé verkafólk sem stjórnar Póllandi — „stjórn” fullnægir ákveönum þörfum um viröingu og álit (verkafólk á sæti I fram- kvæmdanefnd) og raunverulega á- byrgöartilfinningu og trú á framtlö lands- ins. Þrátt fyrir þaö, þá eru þeir tengdir sterkum böndum viö verkalýðsstéttina, og hika ekki viö aö sýna samstööu meö verkafólki sem stendur I verkföllum og taka jafnvel aö sér yfirstjórn slikra að- geröa og kemur þá reynslan og þekkingin af flokksstörfum oft I góöar þarfir. Viö getum ekki hafnaö þessu verkafólki, ööru nær, viö verðum aö telja þeim trú um, aö þaö sé skekkja aö ganga I flokkinn og reyna 1 staöinn aö vinna þá yfir til stjórnarandstööunnar. Þaö er mjög mikilvægt fyrir okkur aö vinna til liös viö okkur þessa verkamenn, en samt sem áö- ur er meirihluti þeirra sem hefur sam- band viö okkur á þeirri skoöun, aö flokk- urinn sé tákn einræöis og kúgunar, og sé svik viö þjóöina. Hvernig starfar Robotnik? Hvernig er dreifing og upplýsingasöfnun skipulögð? Hvaö er upplagiö stórt? Aö miklum hluta er blaðinu dreift af stuöningsmönnum á viökomandi stööum, þar sem hver og einn velur þá aöferö sem hann telur vera hagkvæmasta og örugg- asta. Dreifing viö útgöngudyr verksmiöj- unnar er t.d. mjög sjaldgæf, vegna þess aö þaö þýöir yfirleitt fjörutíu og átta stunda dvöl á lögreglustööinni eöa fundir meö siöanefnd verksmiöjunnar. Og slðast en ekki slst, þá er verkafólk vantrúaö á slikan opinn áróöur. Onnur tálsýn and- stööunnar hefur veriö trúin um aö þaö sé nægjanlegt aö gefa fólki kost á aö tjá sig I blaöi og þar meö sé þaö unniö til fylgis viö andstööuna. Upplýsingar fáum viö mest I gegnum dreifingaraöila blaösins. En viö reynum alltaf aö staöfesta þær meö okkar eigin athugunum. Stærsta vandamáliö veröur þvi á ritstjórnarskrifstofunni, þvl stór hluti af fréttum sem berast eru oft brota- kenndar og marg endursagðar. Okkar verkefni er aö finna aöferð sem er bæöi nógu hvetjandi og sem raunverulega endurspeglar þarfir verkafólks. Robotnik er venjulega prentaö I tlu til tuttugu þúsund eintökum, en þaö ræöst oftast af tæknilegri aöstööu okkar og gæö- um blaðsins. Hvert blaö er lesiö að meöal- tali af þrem einstaklingum — svo að þaö má segja aö heildar dreifingin sé um fjörutiu þúsund eintök. Hvaöa áætlanir hafiö þiö fyrir framtfö- ina? Aætlun okka stefnir I þrjár megin áttir: I fyrsta lagi, aö þróa útgáfustarfsemina, endurbæta ritstjórnina, auka tækjakost- inn og koma á fót bókasafni verkafólks. I öðru lagi, viö veröum aö vera viöbúin höröum átökum viö opinberu verkalýös- félögin á komandi haustim vegna hins hrikalega ástands I efnahagsmálum. I raun og veru, viröist sama hugboðiö vera upp á tengingnum hjá yfirvöldunum, þvl þeir hafa frestaö kosningum til stjórnar- ráöa, sem áttu aö veröa I haust. Tvær greinar sem nýlega birtust I Robotnik, „Verkalýösfélögin eru hrædd viö kosningarnar” og „Verið meö I leiknum” — hafa bent á breyttar baráttuaöferöir: viö álitum aö þaö sé mjög mikilvægt, ef mótmælaalda rís I opinberu verkalýös- félögunum, aö viö veröum tilbúnir aö styöja hana. 1 þriöja lagi munum viö kynna Rettindaskrá Verkafólks I haust. Þaö er einskonar aögeröarskrá meö lág- markskröfum.sem viö vonum.aöveröi til aö hleypa nýju llfi I andófshreyfingu verkafólks. Jóhann frh. af 11 lofab I kjölfar ákveðinna breytinga sem geröar voru. Viö ætluöumst til þess aö þetta væri mötuneyti þar sem yröi boöiö upp á smurt brauö og eithvaö almennilegt með kaffinu. En, þaö er ekki nóg meö að þaö sé bara boðiö upp á snúöa og vínar- brauö, heldur er þetta allt saman eldgam- alt, þvi þaö er keypt inn ákveðiö magn og þaö verður aö klárast, þaö má ekki henda nokkrum sköpúöum hlut. Þetta er eins og áskútufyrir aldamót. Égheld aö þaö væri þjóðráð aö láta matvaslafræöinema koma og kynna sér ástand og næringargildi matarins sem okkur er boöiö upp á. Það eru óteljandi möguleikar um sam- starf af þessu tagi og þess væri óskandi aö úr þvi gæti orðiö einhvern timan i nálægri framtið. Slikt samstarf yrði áreiöanlega bráðum aöilum aö gagni, námsmönnum og verkafólki og mundi veröa til þess aö auka skilning og samstööu milli fólks I þessum hópum.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.