Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 4
Lánasjóður LÍN -f réttir. . . Ritstjórn: Gunnar Karlsson, Þorbjörn Guðjónsson (ábm.) Það hefur oröið að samkomu- lagi á milli ritstjóra Stúdenta- blaðsins og Lánasjóðs íslenskra námsmanna, að sjóðurinn fái fastan dálk í blaðinu. Sjóöurinn þakkar fyrir að fá þannig tækifæri til að koma á framfæri upplýs- ingum um þau atriði, sem efst eru á baugi hveiju sinni. Nýr reiknimiði. Reiknimiðinn hefur breyst mikið frá síðasta námsári. Hann er nú á tveimur blaösíðum í stað einnar áöur. Á blaðsíðu eitt eru upplýsingar um upphæð láns og útborgunardaga svo og upplýs- ingar um forsendur útreiknings. í flestum tilfellum nægir náms- manni að lesa þessa blaösíðu, enda er þar að finna nákvæmar upplýsingar um þau atriði, sem mestu máli skipta fyrir náms- manninn. Á blaðsíðu tvö eru upp- lýsingar um útreikning lánsins. Þeir námsmenn, sem vilja athuga útreikninginn nákvæmlega, eiga þannig að finna eitthvað við sitt hæfi á þessari blaðsíðu. Fyrsta skuldabréf 1987-1988. Námsmenn á íslandi fá nú út- hlutað láni íyrir tímabilið frá bytj- un námsárs til loka marsmánaðar 1988. Hluti lánsins er greiddur út við undirritun skuldabréfs en eftirstöövar eru borgaðar út þann 15. hvers mánaðar. Það fer síðan eftir upphæð lánsins hvenær námsmenn fá fyrstu mánaðar- greiöluna. Hver og einn fær upp- lýsingar um þetta atriði á reikni- miðanum. Úthlutun lána í september. Úthlutun lána í þessum mán- uði hefur gengið samkvæmt áætl- un. Þegar er búið að reikna út lán hjá þeim námsmönnum, sem lögðu inn umsóknir fyrir 1. ágúst og hafa lagt fram öll nauðsynleg fylgiskjöl. Feröastyrkir, lán vegna ferða- kostnaðar og lán vegna meölaga fyrir þessa námsmenn verða af- greidd í kringum 1. október. Umsóknir.sem bárust í ágúst. Þeir sem lögðu inn umsóknir í ágúst fá send tekjublöð í kringum 20.september. Þeir fá útreikning og skuldabréf í kringum 1. október. Umsóknir.sem berast í þessum mánuði. Þeir, sem leggja inn umsóknir í þessum mánuöi, fá send tekjublöö í kringum 15.október. Þeir fá út- reikning og skuldabréf í kringum 1. nóvember. Néimsmenn á 1. námsári. Námsmenn á fyrsta námsári fá áætlun á sama tíma og aðrir fá úthlutun. Þeir fá fyrsta hluta láns síns greiddan út þremur vikum eftir að prófvottorð og önnur gögn hafa borist sjóðnum. Námsmenn í sérskólum á íslandi fá fyrsta hluta lánsins greiddan út í kringum 25. janúar en námsmenn við Háskóla Islands í kringum 15. mars. Samkvæmt reglum sjóðsins gildir umsókn frá þeim degi, sem hún berst sjóðnum. Þeir náms- menn á 1. námsári, sem ætla að sækja um aðstoð hjá sjóðnum, en hafa ekki gert það ennþá, eru því minntir á að sækja um hið fyrsta. Námsmenn við Háskóla íslands, sem gangast undir próf í september og voru með ófullnægjandi námsárangur 1986-1987. Lán verða afgreidd þremur vik- um eftir að prófvottorð berst sjóðnum. Námsmaðurinn á sjálfur að hafa samband við nemenda- skrá Háskóla íslands og biðja um prófvottorð. Nemendaskrá sér síðan um að koma prófvottorð- unum til sjóðsins, þannig að námsmaðurinn losnar viö þá snúninga. Þessi bók er til þess aö lesa hanal 4 Stúdentablaöið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.