Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 26

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 26
Framhöld /öru í þessum sex verslunum. Þetta eru allar KRON-verslanlr á Reykjavíkursvæöinu, en auk Deirra rekur KRON Kaupstað í Vljóddinni, en þar er ekki hægt að íoma við afsláttarkjörum sem oessum. Hins vegar vil ég benda ilveg sérstaklega á að Stór- narkaður KRON við Skemmuveg í Sópavogi er ein alódýrasta versl- anin á þessu svæði öllu. Hann oefur komið vel út í verðkönn- jnum. Einsdæmi - Félagsmenn í KRON fá al- nennt ekki svona afslátt. Að vísu nöfum við útdeilt afsláttarkortum :il félagsmanna með ákveðnu xiillibili og félagsmenn í Félagi ;ldri borgara njóta 5% afsláttar í /erslunum KRON. En það er eins- iæmi að svo stórum hópi fólks sé ooðið að ganga í félagið gegn 5% ifslætti. Ef þetta gengur vel og itaða KRON helst góð eða jafnvel oatnar höfum við mikinn hug á því ið halda þessum afslætti til stúdenta áfram. Félagsstaxf í KRON - Á íslandi starfa 38 sjálfstæð rtaupfélög. Hvert og eitt hefur sína stjórn og félagsuppbyggingu. KRON skiptist í nokkrar félagsdeildir hér á höfuðborg- arsvæðinu. Þar eru kosnir menn til að sitja aðalfund félagsins. Aðalfundurinn kýs síðan stjóm KRON, sem ræður til sín kaup- félagsstjóra. Hann sér um dagleg- an rekstur, en það er stjómin sem kippir í spottana, þegar við á. Við leggjum mikla áherslu á að virkja ungt fólk í þessum félögum. Ef það kærir sig um getur það haft mót- andi áhrif. Kaupfélögin 38 mynda síðan Samband íslenskra sam- vinnufélaga. Stjómsýslan þar er svipuö og í kaupfélögunum, - deildir, aðalfundir, stjórn og starfsmenn. Alla stúdenta í Fram- sóknarflokklnn?! - Þaö er alls ekki rétt að kaup- félögin séu angi af Framsóknar- flokknum, né að Framsóknarílokk- urinn sé angi af samvinnuhreyf- ingunni. Við lifum viö blandað hagkerfi, þar sem fá að blómstra hlið við hlið ríkisrekstur, samvinnurekstur og einkarekstur. Það fer vel á þessu. Hvað varðar pólitíkina þá er fyrst að nefna að öllum er heimilt að ganga í þessi félög. Allir þeir sem áhuga hafa á að starfa af alhug í þeim ero velkomnir. Hins vegar er sagan dá- lítið samtvinnuð milli samvinnu- hreyfingarinnar og Framsóknar- flokksins. Þó hafa alla tíð verið ti samvinnfélög á vegum aöila sem ekki hefur reynst unnt að stimpls framsóknarstimpli. Sláturfélag Suðurlands er samvinnufélag. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna ei samvinnufélag. Leigubílastöðin Hreyfill er samvinnufélag. Það ei til fullt af byggingarsamvinnu- félögum. Og svona mætti leng: telja. Úti um allt land er talað um “kratakaupfélög”, “íhaldsmanna- kaupfélög” og “kommakaupfélög” Og KRON hefur reyndar heldui ekki verið stimplað Framsóknar- flokknum. Þetta rekstrarform getur því hentað öllum og samvinnuhreyfingin á sér vini og félagsmenn úr öllum flokkum. Samvinnufélög eru sterk Bandaríkjunum. Þar eru bændui að mestu leyti í 7 samvinnu- félögum um margskonar rekstur, Samvinnufélög eru sterk Sovétríkjunum, Kína, Evrópu og um allan heim blómstrai samvinnustarf. - GSæm. Theodór -írh. af bls. 5 meðlagsgreiðslur til tekna. Nýtt tölvukerfi Almenn þjónusta Lánasjóðs er einnig sífellt til umræðu í stjóminni. Nú stendur fyrir dyrum að sjóðurinn kaupi eigið tölvu- kerfi, sem yfirtaki alla þá starfsemi sem SKÝRR sjá nú um fyrir sjóðinn, svo sem reikniforrit o.fl. Ætla má að þjónusta sjóðsins batni verulega við þessa breytingu. Framfærslukönnun felld Mál málanna er síðan framfærsl- an, en hún er sífellt til umræðu í stjóminni. Nú fyrir skömmu lögðu fulltrúar námsmanna til að í vetur yrði gerð könnun meðal náms- manna sjálfra á raunverulegum framfærslukostnaði þeirra, sem lánsupphæð yrði miöuð við. Skemmst er frá því að segja að fulltrúar ríkisstj 'ómarinnar felldu tillögu námsmanna á þeim forsendum að lánsupphæðir væm ekki úr takti við almenn neysluútgjöld. Stúdentar vita hins vegar betur, þegar þeir borga 15- 20 þúsund krónur í húsaleigu og fá svipaða upphæö í lán. Óvíst er í hvaða farvegi þessi umræða endar. Brýnt er að námsmenn fylgist vel með þróun þessara mála. Vel upplýstir em námsmenn best til þess fallnir að fá vissum málefnum framgengt. Framfærsl- an snýst ekki bara um að stúdentar geti lifað af lánunum, heldur er lág framfærsla farin að hafa áhrif á fjölda nemenda, en hann fer minnkandi. Þeir hópar sem þyngsta framfærslu hafa hverfa frá námi eða treysta sér ekki í nám. Átökin um framfærsluna snúast því einnig og ekki síst um jafnrétti og mennta- stefnu. Theodór Guömundsson, fúlltrúl SIIÍ í stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna er sagnfraeðlneml á 1. árl. Hann er 21 árs, varð stúdent 1986 frá Menntaskólanum á Akureyrl. Hann tók vlö sætl fúlltrúa í Lánssjóösstjóm um mlðjan apríl, eftlr Stúdcntaráöskosntngar. Theodór var fjórðl maöur á llsta vlnstrl manna í þcssum kosnlngum. Hann starfar nú á skrlfstofú Stúdentaráös í fúllu starfí sem málsvari stúdenta í lánamálum. Theodór mun skrlfa fasta plstla í Stúdentablaölö um málefnl Lánasjóðs. Leiðari- frh. af bls. 3 sínum til stúdenta. Tilkynningataflan verður alltaf á fyrstu hægri síðu fyrlr aftan þemasíðurnar. Þá hef ég hugsað mér að hafa “ÞJónustullsta stúdenta* aftarlega í hverju blaði, þ.e. upptalningu á fyrirtækjum í ýmsum greinum sem annað hvort veita stúdentum afslátt frá verði eða bjóða stúdentum góöa þjónustu á einhvem annan hátt. Síðast en ekki síst vil ég nefna að “Fréttir" munu taka meira rúm í blaðinu en e.t.v. hefur verið áður. Hvað þann þátt varðar vantar mig 14 Stúdentablaðiö

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.