Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 9
B Fyrir nýnema | Eiríkur Ingólfsson, framkvæmdastjórl: Ýmis stórverkefni >* i •• /*• • i • >* a doímm hja Félagsstofnun stúdenta - Við erum í rauninni opin fyrir öllu sem getur orðið stúdentum til hagsbóta. Reyndar held ég að það verði þróunin, hvað Félagsstofnun varðar, að hún taki að sér sífellt meiri upplýsinga- og miðlunarþjónustu fyrir námsmenn. Þannig komst Eiríkur Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Félagsstofnunar stúd- enta, að orði um tilgang hennar og starf. Við báðum hann að lýsa helstu verk- efnum stofnunarinnar nú við upphaf skólaárs. Aðalverkefnin - Helsta viöfangsefni okkar núna fyrir utan Garðabyggingar, sem hafa verið aðalverkefni okkar síðasta eitt og hálfa árið, er undir- búningur ílutnings á Bóksölu stúdenta, en hún fær nú í haust til umráða salinn á neðstu hæð Stúd- entaheimilisins. Við það eykst rými bóksölunnar um að amk. helming. Við vonumst til að geta þar opnað nýjar deildir og aukið vöruvalið til mikilla muna. - Annað stórt verkefni sem við erum nú að vinna að ásamt öðrum er að efla Húsnæðismiðlun stúd- enta og hefja starfrækslu hennar á vegum Félagsstofnunar, þ.e. að flytja starfsemina frá Stúdenta- ráði til okkar. - Þá erum við að undirbúa í samráöi við Háskólann og menntamálaráöuneytið opnun Upplýsingastofu fyrir námsmenn, sem við vonumst til að geti tekið til starfa í haust, en það ræðst af fjárveitingu hvenær unnt verður að byija. í síðasta lagi stefnum við að því aö hún taki til starfa um áramót. - Loks er nú verið að vinna að stofnun sérstakrar deildar við Félagsstofnun, Útgáfudeildar, sem starfi í nánu samhengi við Há- skólaQölritun. 90 íbúðir á leiðinni - Það er langt komið að steypa upp fyrsta áfanga nýrra garða, og veröur líklega lokið við það fyrir áramót. Við stefnum að því að taka fyrstu íbúðimar í notkun í ágúst eða september næsta ár. Það er ekki útlit fyrir annað en að það takist. Byggingin hefur gengið mjög vel og er raunar á undan áætlun, ef eitthvað er. Það eina sem við þurfum að hafa áhyggjur af er hvemig við ætlum að fjármagna þaul5% sem við þurfum sjálf að leggja fram til viðbótar við 85% lán frá Húsnæðisstofnun ríkisins/ Byggingarssjóði verkamanna. Stjórn Byggingasjóðs stúdenta sem stofnaður var í fyrra kynnir núna á næstunni íjáröflunarátak til byggingar þessara garða. - í húsinu fullbyggðu verða um 90 íbúðir, - 2 og 3 herbergja. Er gert ráð fyrir að 60 íbúöir verði komnar í notkun fyrir lok skólaárs 1988-89., og um það bil hálfu árl síðar eiga þær 30 sem eftir em að vera komnar upp. Tölvudeild ogtímaritadeild í Bóksöluna - Það er tvennt sem búið er að ákveða að gera í Bóksölunni í tengslum við ílutning hennar í stærra húsnæði. Við ætlum að opna þama tölvudeild með hvers kyns rekstrarvörur fyrir tölvur. Við höfum selt nokkuð af þeim og teljum okkur geta bætt þjónustuna þar. Hugsanlega flytjum við inn sjálf eitthvað af slíkum vömm. Síðan ætlum við að opna nýja tímaritadeild. Við stefnum að því að stórauka úrvalið af timaritum, sem mjög mikilvægt er fyrir bæði stúdenta og kennara að hafa aðgang að. Þetta verður enginn Stúdentablaðið 9

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.