Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Page 5

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Page 5
Lánasjóóur c 3 THEODOR GUÐMUNDSSON: Eftir að nýr meirihluti Félags vinstrimanna og Félags umbóta- sinna tók við stj órnartaumunum í Stúdentaráði, var gerð sú breyting á starfsmannahaldi að fulltrúi ráðsins í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegnir nú starfi framkvæmdastjóra ráðsins ásamt formanni. Þessi ráðstöfun var gerð í ljósi þess að undanfarin ár hafa Lánasjóösfulltrúar átt erfitt með að samræma svo viðamikið starf sem embættið er námi í Háskólanum. Auk þess er það vilji meirihlutans að bæta þjónustu Stúdentaráðs, en þjónustan vegna lánasjóðsins er stúdentum tvímælalaust einna mikilvægust. Stúdentar geta nú leitað til full- trúans á skrifstofu Stúdentaráðs alla daga og óskað eftir hvers kyns upplýsingum og aðstoð vegna samskipta sinna við sjóðinn. Breyttar úthlutnnarreglur En starf Lánasjóðsfulltrúans felst ekki einungis í málarekstri og aðstoð við einstaka stúdenta, heldur einnig á allsheijar stefnu- mörkun vegs starfsemi sjóðsins. Árlega fer fram endurskoðun á úthlutunarreglum sjóðsins, en þær reglur hafa einna mest áhrif á hversu mikil og víðtæk útlán eru. Sem dæmi um helstu breytingar sem gerðar voru fyrir þetta skólaár má nefna að: 1. tekjur námsmanns umfram framfærslu í leyfi koma nú 50% til lækkunar á láni til námsmanns á námstíma. Áður var skerðingar- hlutfallið 65% af umframtekjum. 2. framfærsla námsmanns í for- eldrahúsum hækkar úr 60% í 70% af grunnframfærslu. 3. tekjur maka námsmanns allt að tvöfaldri framfærslu náms- manns í leiguhúsnæði hafa ekki áhrif á lán til námsmanns, en tekjur maka umfram það koma að fullu til lækkunar. 4. framfærsla námsmanns í hjónabandi hækkar um 25% fyrir FRÁ LÁNASJÓÐS- FULLTRÚANUM hvert bam. í fyrri úthlutunar- reglum hækkaði framfærsla um 20% vegna fyrsta bams og 15% vegna hvers bams umfram eitt. 5. framfærsla einstæðs foreldris hækkar um 50% fyrir hvert bam. í fyrri reglum hækkaði framfærslan um 50% vegna fyrsta bams, 30% vegna annars bams og 20% vegna hvers bams umfram tvö. Hins vegar teljast nú mæðralaun og Framhald ábls. 14 MIKILVÆG ATRIÐISEM ÞÚ VERÐUR AÐ VITA FYRSTA ÁRS NEMAR Fyrsta árs nemar fá lán vegna fyrsta misseris að loknu misserinu, hafi þeir skilað eðlilegum námsárangri. GILDISTÍMI UMSÓKNAR Ekki er veitt aðstoð fyrir þann tíma námsársins sem liðinn er þegar útfylltri umsókn er skilað. Þetta gildir fyrir alla námsmenn. Af gefnu tilcfni eru fyrsta árs nemar sérstaklega hvattir til að skila inn umsóknum í upphafi skólaárs, ætli þeir að sækja um lán á annað borð. UPPLÝSINGASKYLDA NÁMSMANNS Skili námsmaður, sem fengið hefur lán á skólaárinu, ekki umbeðnum upplýsingum til sjóðsins, leiðir það til þess að veitt aðstoð árinu verður gjaldfelld. AFGREIÐSLA LÍN Almenn afgreiðsla er opin þriðjudaga og miðvikudaga frá 9.15-16.00 og fimmtudaga frá 8.00- 18.00. Símatímar ráðgjafa eru kl. 9.15-12.30 alla daga. Viðtalstímar ráðgjafa eru kl. 12.00-15.30. Mánudaga og fimmtudaga fyrir námsmenn á íslandi. Þriðjudaga fyrir Danmörku og Svíþjóð. Miðvikudaga fyrir Bandaríkin, Kanada og S-Ameríku. Föstudaga fyrir önnur lönd. Lánasjóður íslenskra námsmanna Laugavegi 77,101 Reykjavík, s. 2 50 11 Stúdentablaöið 5

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.