Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 12
Skipulag Háskóla Islands Háskóli íslands var stofnaður 1911. Fjöldi nemenda miðað við Nemendaskrá 7.sept. sl. var 3936, þar af 1856 karlar og 2080 konur. Nýnemar eru 1523, þar af 720 karl- ar og 803 konur. Deildir Háskólans eru níu. Auk þess heyra undir hann ýmsar stofnanir og rann- sóknarstofur og þijú fyrirtæki. Háskólaráð - æðsta stjóm Æðsta stjóm Háskólans er í höndum háskólaráðs. í því sitja rektor sem fer með daglega stjóm Háskólans, deildarforsetamir níu, Qórir fulltrúar stúdenta og tveir fulltrúar Félags háskólakennara. Auk þess sitja háskólaritari og kennslustjóri fundi ráðsins. Núverandi rektor Háskólans er prófessor Sigmundur Guðbjama- son, dr.rer.nat. Háskólaritari er Stefán Sörensson, cand.jur, en kennslustjóri Halldór Guðjónsson, Ph.D. Herbert Haraldsson, cand. oecon., er starfsmannastjóri, en Erla Elíasdóttir, BA, er aðstoðar- háskólaritari. Prófstjóri er Þórður Kristinsson, M.Litt., og námsráð- gjafi Ásta Kr. Ragnarsdóttir, BA og dipl. í námsráögjöf. Deildir Deildir Háskólans em níu. Þær em: 1. Félagsvísindadeild, stofnuð 1976. Kenndar em 8 námsgreinar. Fjöldi nemenda 475. 2. Guðfræðideild, stofnuð 1911. Kennt er til embættisprófs og BA- prófs í guðfræði. Nemendur em 54. 3. Heimspekideild, stofnuð 1911. Kenndar em 16 námsgrein- ar. 691 nemandi. 4. Lagadeild, stofnuð 1911. Kennt er til embættisprófs í lög- fræði. Nemendur em 445. 5. Læknadeild, stofnuð 1911. Kennt er til embættisprófs í læknisfræði (265 nemendur), kandídatsprófs í lyíjafræði lyfsala (88 nemendur) og BS-prófs í hjúkmnarfræði (251 nemandi) og sjúkraþjálfun (71 nemandi). Nem- endur alls í deildinni eru því 675. 6. Raunvísindadeild, stofnuð 1985 (áður innan Verkfræði- og raunvísindadeildar). Kennt er til BS-prófs í raungreinum og nátt- úmgreinum innan fimm skora. Nemendur em 482. 7. Tannlæknadeild, stofnuð 1972. Kennt er til kandídatsprófs í tannlækningum. Nemendaijöldi er 61. 8. Verkfræðideild, stofnuð 1985 (áður innan Verkfræði- og raun- vísindadeildar). Kennt er til loka- prófs í verkfræðigreinum innan þriggja skora. 257 nemendur. 9. Viðskiptadeild, stofnuð 1962. Kennt er til kandídatsprófs í við- skiptafræðum. Nemendur em 795, og er viðskiptadeild því orðin stærsta deild Háskólans. Deildarráð og námsnefndir í öllum deildum em starfrækt deildarráð eða haldnir deildar- fundir allra fastráðinna kennara. Á fundum þessara aðila skulu stúdentar hafa fjórðungsaðild og þar með 25% atkvæða-. Deildarfor- setar em kosnir úr hópi prófess- ora. Deildarráö fara með ákvörð- unarvald í málefnum deildanna, en eru undir Háskólaráð sett um öll stærri mál. Yfirleitt eru það deildafélög stúdenta eða náms- brautafélög sem kjósa fulltrúa stúdenta í deildarráð eða á deildarfundi. Sama gildir um kosningu full- trúa stúdenta í námsnefndir. í námsnefndum, sem starfa skulu vegna hverrar námsgreinar, em yfirleitt 3 fulltrúar stúdenta og þrír fulltrúar kennara. Hlutverk náms- nefnda er tvíþætt: í íyrsta lagi að afgreiða mál sem skotið er til þeirra t.d. vegna einstakra stúd- enta, mats á fyrra námi þeirra o.þ.h. í öðm lagi að gera tillögur að námsskrá viðkomandi greinar, hvaða námskeið verði kennd, hver þeirra verði skyldunám og hver valnám og hvemig uppbyggingu kennslunnar verði háttað. Það er svo aftur hlutverk deildarfundar eða deildarráðs að taka formlega ákvörðun í þessum málum, en í flestum tilvikum er farið eftir tillögum námsnefndanna. Sérstakar stofnanir Helstu stofnanir Háskólans eða honum tengdar em Háskólabóka- safn, íþróttahús Háskólans, Raunvísindastofnun Háskólans, Reiknistofnun Háskólans, Félags- stofnun stúdenta, Félagsvísinda- stofnun Háskólans, íslensk málstöð, Orðabók Háskólans, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og Stofnun Sigurðar Nordals. Auk þess em fjölmargar rannsóknarstofnanir sem tengjast einstökum greinum, skortum eða deildum. Fyrirtæki í eigu Háskólans Háskóli íslands rekur Happdrætti Háskóla íslands, Háskólabíó og Reykjavíkur Apótek. 12 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.