Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Qupperneq 7

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Qupperneq 7
Fyrir nýnema við verðum ekki að leysa það mál til bráðabirgða, t.d. með því að leigja húsnæði. Ástandið í dag- vistarmálum er allavega ófært. Á síðasta skólaári voru 147 böm stúdenta á dagvistum borgar- innar, en á biðlistum vom 125 böm stúdenta. 3. - Hvaða verkefni bíða varð- andi Félagsstofnun stúd- enta? - Félagsstofnun stúdenta er fyrirtæki sem á að sinna félags- legum þörfum stúdenta. Það em uppi hugmyndir um að stofnunin fari að beita sér meira að þessum félagslega þætti, að þaö sé gert ráð fyrir því í rekstri stofnunarinnar, að þetta sé ekki bara hreinn og beinn rekstur, heldur sé arðurinn, ef einhver er, notaður í þennan félagslega þátt. Við höfum ághuga á að Félagsstofnun fari að bjóða upp á létta málsverði héma á svæðinu - og það stendur nú reyndar til. Þá má nefna húsnæðis- miðlun sem Félagsstofnun ætlar að yfirtaka. Það er skortur á hús- næði. Hann þarf að leysa einhvem veginn, og þaö er hlutverk Félags- stofnunar að sinna slíku. Mark- mið okkar er að Félagsstofnun sé vel rekið fyrirtæki, stjómin sé lifandi og stefnumarkandi, það séu hæfir menn á skrifstofunni, - sem sagt góð og örugg þjónusta fyrir námsmenn. Hagnaöurinn sé greiddur út í formi ódýrrar þjón- ustu. - Við leggjum áherslu á að Bók- sala stúdenta auglýsi betur meðal námsmanna það sem hún hefur upp á að bjóða. Menn vita það hreinlega ekki. Bóksalan er t.d. ein ódýrasta bókaverslun borgar- innar, ef ekki sú allra ódýrasta. Við ætlumst til þess að forsvarsmenn bóksölunnar geri meira af því að kynna þetta ágæta fyrirtæki sitt í skólanum, - hjá nemendum og kennurum. - Félagsstofnun ber að sinna dagvistunarmálum. Það er verið að vinna að því að reisa nýtt dag- heimili. Það er búið að sækja um lóð, en við stefnum að því að útfæra hugmyndina í vetur, þannig að framkvæmdir geti hafist. Síðan þurfum viö bara aö gera það upp við okkur, þar sem biðin eftir húsnæði verður ansi löng, hvort 4. - Hvernig skiptir Stúd- entaráð sér af Háskólanum sjálfum, kennslu og þvíum- líku? - Á undanfömum ámm hefur verið unnið gott starf í að veita Háskólanum jákvætt aðhald, benda á það sem miður fer og bera fram tillögur til úrbóta. Við höfum hugsað okkur að halda áfram því starfi og vera virk á þeim vettvangi. - Rektor hefur komið af stað umræðu um kennsluhætti í skól- anum, kennslufyrirkomulag, og sett fram mjög athyglisverða hug- mynd um að hver deild taki sjálfa sig til gagngerrar endurskoðunar á svona 10 ára fresti, þar sem markmiö hennar og kennslu- hættir eru skoöuð. Við styðjum þessa hugmynd. - Ýmsir hlutir fara úrskeiðis, t.d. brenna einkunnaskilin á mörgum. Kennarar hafa leyft sér að hunsa reglugerðina sem kveður á um 3 vikna frest til að skila niðurstöð- um úr prófum. - Námsnefndirnar eru einu stjórnunaraöilarnir þar sem stúdentar eiga helmings aðild og geta haft mikil áhrif og jákvæð á kennsluhætti. Nefndimar eru í mörgum deildum óvirkar. Þessu þarf að breyta. Það sem mestu skiptir er að það sé líf í Há- skólanum, að menn séu að takast á við vandamálin og reyna að leysa þau. Það er til einskis að yppta öxlum og segja: Ástandið er bara svona og ekkert við því að gera. Við viljum að Háskólinn byiji að leysa sín vandamál og fari síðan að gera kröfur út á við. - Sumar námsnefndir hafa gert góða hluti, en menn vita ekkert af því annars staðar. Það vantar upp- lýsingastreymi. Oft eru menn að glíma við mjög svipuð vandamál á mörgum stööum í einu. Þar þarf samræmingu og upplýsingar. Við þurfum líka að sjá til þess að forsvarsmenn deildarfélaga haldi sínu fólki að verki, að námsnefndir starfi. - Ein athyglisverð hugmynd hefur komið upp. Hún er sú að stúdentar fari almennt að gefa kennurum einkunnir í lok annar fyrir kennslu, fyrirlestravinnu o.s.frv. Þar sem þetta hefur verið gert hefur það virkað mjög jákvætt. Oft gera kennarar sér enga grein fyrir göllum á kennsluháttum sínum, en meö svona einkunna- gjöf gera þeir gangskör í að breyta. Þannig hefur þetta virkað, og við vonumst til að þetta verði almennt tekið upp í skólanum. Stúdentablaöið 7

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.