Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 17
stúdentum í hag að tekið sé á fyrr en seinna, ekki síður en stjómmála- mönnum eða venjuleg- um skattborgurum. Námslán ber ekki að endurgreiða að fullu - Það er min eindregna skoðun að námsmenn eigi rétt á að ríkið greiði sjálft einhvem hluta af námskostnaði hvers og eins, og þjóðfélagið eigi á þann hátt að taka þátt í menntun borgaranna umfram það sem lagt er til í formi skóla og stofnana í þessu skyni. Spumingin er hins vegar alltaf sú, hve hátt þetta hlutfall eigi að vera. Ég hef áhyggjur af því að við séum að sigla Lánasjóði í strand núna, og þess vegna eigi að spyija sjálf- an sig að því, hvort það sé hægt að auka þetta endurgreiðsluhlutfall án þess að það verði náms- mönnum of þung byrði eftir námslok. Núgildandi kerfi verndar þá sem verst eru settir eftir nám - Félagsleg sjónarmið, þ.e. að tekiö sé tillit til mismunandi greiðslu- getu manna á sama tima og þeir em ef til vill að greiða niður húsnæðis- lán og borga háa skatta, em viðkennd á tvennan hátt í núverandi kerfi. Endurgreiðslur náms- lána fara aldrei yfir ákveðið hlutfall tekna og hætta eftir ákveðinn tíma hvort sem búið er að greiða þau upp eða ekki. Það er alveg ljóst að miðað ið núverandi kerfi eru mjög margir sem munu njóta þessara reglna.. Og lágu tekjumar á námsámnum verða t.d. til þess að menn safna sér frádrætti sem dreifist svo aftur yfir fyrstu árin eftir að þeir ljúka námi. Þetta er liður í því að reyna að jafna þetta dálítið út. Þessu tilliti vil ég halda. Það sem ég er að 3.269.700,-, og má mikið vera ef hún setur ekki innanlandsmet með þessari lántöku sinni, þótt sjálf- sagt fari einhveijir náms- menn erlendls framúr henni. Endurgreiðsla henn- ar að námi loknu nemur á ári 30-36 þús. kr. Við óbreyttar endurgreiðslu- reglur væri hún (og afkom- endur hennar) 106 ár að greiða lánið upp. Við lok 40 ára tímans skuldar hún 1.975.950 kr, sem afskrif- ast. 9) Hinn leiðbeinandinn er einstæður faðir með tvö böm. Skuld hans í heild verður því að upphæð kr. 1.868.400. Endurgreiðsla hans að námi loknu nemur á ári 30-36 þús. kr. og endurgreiðslutíminn er 19 árum of stuttur til að greiða lánið upp. Við lok endur- greiðslutímans skuldar einstæði faðirinn, sem þá verður kannski giftur og faðir enn íleiri barna, kr. 574.650. 10-13 FJÓRIR HJÚKRU NARNEMAR Fjórar konur hefja nám í hjúkrunarfræöi í HÍ. Námið tekur þær 5 ár. 10) Sú fyrsta býr í foreldrahúsum allan tím- ann. Hún tekur samtals lán að upphæð kr. 817.425 kr. Árleg endurgreiðsla hennar að námi loknu er 24-29 þús. kr., og hún greiðir lán sitt upp á 30 árum. 11) önnur er utan af landi og býr þvi í leigu- húsnæði. Hún tekur sam- tals lán að upphæð kr. 1.167.750 kr. Árleg endur- greiðsla hennar að námi loknu er 24-29 þús. kr. Henni tekst ekki alveg að greiða lánið upp, munurinn er fimm ár og 117.750 kr. 12) Sú þriðja er einstæð móðir með 1 barn. Heildar- námsskuld hennar fer upp í 1.751.625 kr. Endurgreiðsla hennar að námi loknu nemur á ári 24-29 þús. kr. Hún þyrfti 69 ára endur- greiðslutíma til að ljúka endurgreiðslum, því að við lok 40 ára endurgreiðslu- tímans skuldar hún 701.625 kr. 13) Fjórða stúlkan í hjúkrunarnáminu er nokkru eldri en hinar og fer í námið eftir að hafa starfað í mörg ár sem ganga- stúlka. Hún er gift og á 2 börn. Þarf hún því að taka námslán að upphæð kr. 2.919.375 samtals. Endur- greiðsla hennar að námi loknu nemur á ári 24-29 þús. kr. og þyrfti hún því 117 ár (um það bil 140 æviár) til að greiða lánið upp. Við lok 40 ára endurgreiðslu- tímans hefur hún greitt 1.050.000 kr. af skuld sinni. 14-16 ÞRÍR JARÐFRÆÐINEMAR Síðustu dæmin okkar fjalla um þrjá jarðfræðinema, sem ljúka BS-prófi í jarðfræði við HÍ á 4 árum. 14) Sá fyrsti er Reykja- víkurbam og býr í heima- húsum á meðan á námlnu I HÍ stendur. Heildamáms- skuldhans verður 653.940 kr. Endurgreiðsla hans að námi loknu nemur á ári 26- 32 þús. kr. og hann þarf ekkl nema 22 ár til að greiða skuld sína upp. 15) Annar er vestan af fjörðum og leigir sér því herbergi á meðan hann er í HÍ. Heildarskuld hans fer því í 934.200 kr. Endur- greiðsla hans að námi loknu nemur á ári 26-32 þús. kr. og greiöir hann því skuld sína upp á 32 ámm. 16) Sá þriðji á maka og eitt barn. Heildarnáms- skuld hans tosast upp I 1.167.750 kr. Endurgreiðsla hans að náml loknu nemur á ári 26-32 þús. kr. , og skuldar hann því aðeins 35.250 kr. við lok endur- greiðslutimans sem hann mundi greiða svo til alveg upp, á einu ári í viðbót. Stúdentablaðið B5

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.