Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Side 21

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Side 21
Ný ríkisstjórn - hvað er í vændum? nemur því um það bil 1850 milljónum króna. Um fjórðungur af útgjaldaþörf sjóðsins er afleiðing af sláttu- mennsku, erlendum lán- tökum fyrri ára. Yfir 500 millj ónir fara i að greiða vexti og afborganir af áður teknum lánum. Þeir sem mest hafa mælt upp í stúdenta um að lán eigi ekki að endurgreiða hafa aldrei haft kjark til að framvísa reikningnum til skattgreiðenda. Þeir hafa gefið út innistæðu- lausar ávísanir í formi erlendra lána. Þessir viðhlæjendur náms- manna bera því ábyrgð á því að fjárhag Lánasjóðs- ins og þar með fjárhags- legu öryggi námsmanna í framtíðinni hefur verið stefnt í hættu. Ég forakta alla þessa hræsni. Samkvæmt mínum íjár- lagatillögum verður sjóðnum heimilt að taka lán til að standa undir afborgunum eldri lána. Afganginn, umfram þessar lítilíjörlegu end- urgreiðslur, 155 milljón- ir, verður því að fjár- magna með ríkissjóðs- framlagi af skattgreið- endum. Þá reynir á hvort þingmeirihluti er fyrir því. Eða hvort þeir sem mestir þykjast vera vinir námsmanna eru reiðu- búnir að skera niður útgjöld í þágu annarra. Það segir sina sögu að t.d. Kvennalistinn og AB hafa skrifað upp á milljarða sólund hinna framsóknarflokkanna í þágu úreltrar landbún- aðarstefnu, Alþýðu- bandalagið meira að segja gjaman yfirboðið hana. Þá fyrst væri mark takandi á kröfum þess- ara aðila um meira fé í þágu námsmanna, ef þeir kæmu með niöurskurð- artillögur á móti og hættu að styðja þá ijár- glæframennsku að íjár- magna Lánasjóð ís- lenskra námsmanna með erlendum lánum. Ég vænti þess að mennta- málaráðuneytið muni innan tíðar setja á lagg- irnar starfshóp til að endurskoða fjárhags- grundvöll og þar með útlánareglur sjóösins. Vexti á námslán! Ég er þeirrar skoðunar aö það eigi að breyta endurgreiðslu- reglum, að það eigi að gera meiri kröfur til þess að þetta séu lán sem menn eiga að endur- greiða. Ég er líka þeirrar skoðunar að það sé eölilegt að þessi lán beri lægstu félagslegu vexti sem í boði eru, eins og til dæmis í húsnæðislána- kerfinu, sem eru 1%, en það er auðvitað gífurleg niöurgreiösla á vöxtum. Þetta eru vildarkjör. Hinn rétti samanburður er við lán á markaðnum. Tekjujöfnun milli aldursskeiða - Ég lít svo á að náms- lánakerfið eigi að vera tekjujöfnunarkerfi með þann tilgang stærstan að færa til tekjur milli ald- ursskeiða. Meðan náms- maður er í námi hefur hann takmarkaða tekju- öílunarmöguleika. - Ég vil reyndar skjóta því inn hér, að ég tel að draga eigi verulega úr skerðingu lánsréttinda vegna eigin tekna. - Síðan þegar maður kemur úr námi og hefur hafið störf á hann að endurgreiða lánin með niðurgreiddum vöxtum, sem eru vildar- kjör. Ef um það er að ræða að menn telji nauð- syn á að veita styrki, til dæmis út frá sérstökum félagslegum ástæðum þá á aö gera það. Það á ekk- ert að vera að fela þetta. Og það á ekki að veita framfærslustyrki mönn- um sem seinna meir verða hátekjumenn og hafa fyllilega efnahags- lega burði til þess að liggja ekki uppi á þjóðfél- aginu. Þeir eiga einfald- lega að endurgreiða. Og ég tel að það eigi ekki að vera neitt þak á endurgreiðslum. Þeir sem hafa hæstu tekj- umar eiga einfaldlega að greiða mest og þar með meira og hraðar en meðaltekjumenn. Þetta eiga ekki að vera gjaflr. Styrkir koma til greina, en þá á að skilgreina þá sem styrki, hvort heldur er af félagslegum ástæð- um eða af því að þjóð- félagið óskar sérstaklega eftir að styrkja afburða- menn i námi eða þá sem eru í erfiðu sérhæfðu námi, ef þjóðfélagið telur sig hafa þörf fyrir starfs- krafta slíkra manna. Á að styrkja £ikademíska skattsvikara? - Á sínum tima þótti það mikil goðgá þegar ég í þingræðu vék nokkmm orðum að akademískum skattsvikurum. Þeir sitja víða í fleti fyrir í þessu þjóðfélagi. Spurningin er: Á verkafólk að styrkja þá til náms? Er ekki sarmgjöm krafa að þelr endurgreiði verkafólki námsaðstoðina? For- réttindahópar af þessu tagi hafa komist upp með að taka sér sjálfdæmi um skattgreiðslur til samfé- lagsins: Þeir hafa aðeins talið fram þurftarlaun og velt þannig skattbyrð- inni yfir á launþega. Lág laun á framtali þýöa líka skerðingu á endur- Stúdentablaðiö B9

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.