Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Page 28

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Page 28
Fréttir Upplýsinga- stofa náms og kennslu Það fer að líða að því að upplýsingastofa náms og kennslu sem rætt var um í fyrra komist á laggirnar. Unnið er að málinu af fullum krafti og áhuga á að minnsta kosti tvennum vígstöðvum, þ.e hjá Félagsstofnun stúd- enta og í menntamálaráðu- neytinu. Við tókum tali Birgi ísleif Gunnarsson, menntamála- ráðherra, og Eirík Ingólfsson, til að fræðast nánar um málið. TÖLVUMIÐSTÖÐ Birglr ísleifur varð fyrst fyrir svörum. - Það hafa verið uppi raddlr um að það hafi valdið vandræðum að ekki hefur verið unnt að nálgast upplýsingar hér um nám í háskól- um erlendis og þá styrki sem eru í boði til náms og rannsókna. Nú eru uppi hugmyndir um aö gera verulegt átak á þessu sviði og stofna eins konar upplýsingastofu náms og kennslu, sem menn hafa stundum kallað Upplýsingastofu náms- manna. Við munum fara fram á Qárframlag á fjárlögum næsta árs fyrir þessa starfsemi, sem yrði þá rekin af Háskólanum og íleiri aðilum, eins og samtökum námsmanna, með fjárstyrk frá Menntamálaráðuneytinu. í þessari upplýsingastofu yrði væntanlega tölvumiðstöð sem safnaði upplýsingum frá gagnabönkum erlendis. Þannig mætti hafa á einum stað sem gleggstar upplýs- ingar um námsmöguleika og styrkjamöguleika. Menn hafa hingað til þurft að safna þessu saman á mörgum stöðum. Ég held að þetta veröi námsmönnum mjög til góða. TEKURMIÐAF HÁSKÓLANUM TIL AÐ BYRJA MEÐ Eiríkur Ingólfsson gerði nánarí grein íyrir þeim hugmyndum sem að baki stæðu: - Upplýsingastofa námsmanna verður að einhvexjum hluta til rek- in af okkur, en mun starfa á vegum Háskólans og þjóna honum að hluta til, svo sem varðandi kenn- arana. En þaö sem snýr að stúdent- um er að þama ætti að vera staður þar sem þeir geta byijað leitina, ef þeir hyggja á framhaldsnám. Við munum einbeita okkur aö háskóla- stiginu fyrst, og þá bæöi hér á íslandi og í útlöndum. Þjónustan mun amk. fyrst í stað miðast við Háskóla íslands og þá sem hyggja á framhaldsnám eftir nám þar, en síðar meir er hugmyndin að stofan þjóni í rauninni öllu námi eftir skyldunám sem upplýsingamið- stöð, þar sem hægt sé að hafa yfirlit yfir þá möguleika sem em fyrir hendi, upplýsingar um þá ein- staklinga hjá viökomandi stofn- unum sem geta veitt frekari upp- lýsingar, t.d. hjá Lánasjóðnum, þar sem starfa sérfræðingar í ákveðn- um heimshlutum eða löndum. Eins verða þama á skrá tengiliðir við erlendar stofnanir, upplýsingar um nemendaskipti og þá samninga sem t.d. háskólinn hefur gert við erlenda skóla. Þarna verða upplýsingar um styrkjamöguleika og allt það helsta sem námsmenn þurfa að vita. Meiningin er að þetta verði unnið í samráði við og samstarfi við þá aðila sem fyrír em, en taki ekki yfir neina starfsemi sem aðrir reka, amk. ekki til að byija með. VÍÐTÆKARIRÁÐGJÖF Eiríkur er mikill áhugamaður um að upplýsingastofan þróist og eflist og hefur ýmsar hugmyndir um hvað hægt verði að fást þar við: - Hluti af þessari hugmynd er að þarna verð’i starfrækt einhvers konar ráðgjöf fyrir námsmenn, en við munum ekki byija á því. Fyrsta skrefið verður upplýsingamiðl- unin, þótt hitt muni áreiðanlega koma síðar. Stúdentar í Háskó- lanum eiga líka aðgang að náms- ráðgjafa nú þegar, og það leysir brýnustu þörfina. Síðar meir væri jafnvel hægt að starfrækja víðtæk- arí ráðgjöf fyrir stúdenta á vegum þessarar stofnunar. - GSæm. Eyjólfur Sveinsson varaformaður Evrópusamtaka lýðræóLssinnaðra stúdenta Eyjólfur Sveinsson, fyrrverandi formaður Stúdentaráðs og fyrr- verandi formaður Vöku - félags lýðræðissinnaðra stúdenta - var í sumar kjörinn varaformaður EDS, Evrópusamtaka lýðræðissinnaöra stúdenta. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingur er kosinn í slíkt ábyrgðarstarf hjá samtökunum. Aðalfundur Evrópusamtakanna var haldinn í ísrael í byijun ágúst, en samtök lýðræöissinnaðra stúdenta í ísrael eiga aöild að Evrópusamtökunum, ásamt 18 evrópskum félögum, þ.á.m. félagi lýöræðissinnaðra pólskra stúd- enta, en það félag hefur aðsetur í París. Aukaaðild eiga félög lýð- ræðissinnaðra stúdenta frá Banda- ríkjunum, Kanada og Ástralíu. Höfuðstöðvar Evrópusamtak- anna eru í Ósló, og er Mattias Bengtson frá Svíþjóð formaður þeirra. (Byggt á grein í Morgunblaðinu 18. ágúst 1987. - GSæm.) 16 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.