Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Síða 22

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Síða 22
greiðslu námslána. Er einhver sanngirni í þessu? Það er auðvitað í mínum verkahring hér í fjármálaráöuneytinu að reyna að breyta þessu. Og þess munum við freista. Gauf í námi - Það er spurning hvort ekki verður aö taka upp ríkisstyrki fyrir út- för þeirra sem eru í námi fram á fertugsaldur og greiða síðan af lánum sínum í 40 ár! Ég held að það megi vel skoða það að stytta lánstímann. Hann er óeðlilega langur. Og annað: Eru ekki íslenskir námsmenn óeðlilega gamlir í námi? Öðru hveiju koma upp hugmyndir um að það sé löngu tímabært að end- urskipuleggja námsferil- inn í íslensku skólakerfi, þannig að með bættu skipulagi ljuki menn svokölluðu stúdentsprófi yngri en þeir eru nú. Um þetta er talað en svo er ekkert gert. Ég held að þetta sé bráðnauð- synlegt. Sjálfur kynntist ég því á Bretlandsárum mínum að það var al- gengt að menn komu frá 16 til 18 ára inn í háskóla og voru búnir að ljúka námi til fyrstu háskóla- gráðu rúmlega tvítugir. Ég hafði reyndar mjög eftirminnilegan og snjallan kennara sem B10 varð doktor í hagfræði 21 árs gamall. Þetta gauf í námi hér er úrelt og vitlaust. Menn eiga að vera yngri þegar þeir koma inn í háskólanám eða sérhæft framhalds- nám. Afleiðingin gæti m.a. orðið að menn yrðu ekki komnir með fram- færslubyrði á sig á meðan þeir eru i námi og hafa enga getu til þess að sjá öðrum farborða. Ég vil eindregið beina því til menntamálaráðherra að gera nú eitthvað í þessu. Það er menntamálaráðu- neytisins að hafa frum- kvæði að því að breyta skipulagi skólakerfisins. Viðskiptanemar í bisness! - Viðskiptanemarnir sem ég sagði frá í þing- ræðu að tækju námslán til að íjárfesta í verð- bréfum hafa það áreiðan- lega ljómandi gott í dag. Það er nú líkast til. Þetta eru menn í bísness! Raunvextir hafa hækkað mjög verulega að undan- fömu í landinu og það er verið að bjóða tiyggar íjárfestingar með spari- skírteinum, banka- tryggðum bréfum og hvers kyns pappírum sem bera vexti umfram verðbólgu á bilinu frá 8.5%uppí 13-14%, svoað ég minnist nú ekki á ennþá grárri markaö. Menn sem taka “lán”, sem þeir þurfa ekki á aö halda, til dæmis þeir sem búa í heimahúsum og stunda nám hér heima, en eiga rétt á slíkum “lánum” og munu aldrei þurfa að greiða til baka nema um það bil helm- inginn af þessum lánum, geta lagt þau í slíka pappíra til ávöxtunar. Þetta er einhver besti bísness sem um getur. - Ég hef ekki trú að því að það séu mikil brögð að þessu. En auðvitaö veit ég það ekki. Þetta dæmi sem ég nefndi á sínum tíma var þannig til komið að ég hitti námsmenn sem sögðu mér hreinlega að þeir gerðu þetta. Þeir hefðu byijað á þessu eftir að þeir fóru sem nemar í viðskiptadeild að stúd- era vaxtamál. Hafi menn hug á að gera þetta, þá er það gróöavænlegra nú en áður. En ég er ekki að segja eitt eða neitt um það hvort menn gera það. Það er bara boðið upp á þetta. - Það verður aldrei komið í veg fyrir svona lagað að fullu á meðan menn eru með niður- greidd kerfi. En það er auðvitað hægt að gera sitthvaö til þess að koma í veg fyrir augljósa mis- notkun. Það mundi draga úr þessu, ef menn gengju að því sem gefnu að lánin - þótt þau væru niður- greidd - bæru samt sem áður vexti. Að öðru leyti væri auðvitaö hægt að hafa áhrif á þetta með útlánareglum og eftirliti. Ef menn segja sem svo að dæmi um misnotkun megi ekki bitna á öllum, þá væri sú leið opin aö gera skýrari greinarmun á þvi hvað er lán sem á að endurgreiðast með vöxt- um þótt niðurgreiddir séu, og hvað er skilgreint sem styrkur vegna fé- lagslegrar þarfar. ÁtthagaQ ötrarnir - Ákvæði um að lána ekki fyrir skólagjöldum í námi erlendis sem hægt er að stunda hér heima, er auðvitað gert til spam- aðar. En ég er á móti því. Ég vil aö menn eigi fijálst val. Það er einnig nauð- synlegt fyrir Háskóla íslands, sem þarf á sam- keppni að halda. Menntakerfið er ihaldssamt - Hveiju það breytir að við Alþýðuflokksmenn emm komnir til sam- starfs við fyrrverandi ríkisstjórnarflokka og meira að segja komnir Stúdentablaðiö

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.