Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 25

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 25
Loksins afsláttur á mat! Kaupfélag Reykajvíkur og nágrennis og Stúdentaráð hafa gert með sér samning, þar sem stúdentum er gefinn kostur á að njóta sérstakra vildarkjara í verslunum KRON . Gegn því að gerast félagsmenn í KRON (það er hægt að gera á skrifstofu Stúd- entaráðs) og fá sérstakt afsláttar- og félagsskírteini, geta stúdentar fengið 5% afslátt í öllum þeim sex verslunum KRON á höfuðborgar- svæðinu, sem því eru merktar. Að sögn forystumanna Stúdentaráðs er þetta merkur áfangi, því að fram að þessu hefur ekki reynst unnt að útvega stúdentum afsláttarkjör á matvöru og almennri heimilis- vöru. Þær KRON-verslanir sem afslátturinn nær til eru þessar: KRON, Dunhaga 18-20, sími 1 45 20. KRON, Eddufelli 8, sími 7 16 61. KRON, Furugrund 3, sími 4 69 55. KRON, Stakkahlíð 17, sími 3 81 21. KRON, Tunguvegi 19, sími 3 73 60. Stórmarkaður KRON, Skemmuvegi 4 a, sími 7 50 00. i KSÖsí /I s I Undirrit.... óskar hér með að gerast félagsmaður í I Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis (KRON) | Nafn: _________________________________ I Heimili: ______________________________ I Fd. og ár - nnr.: _____________________ Dags. Undirskrift I (Umsókn sendist KRON eða SHÍ) I I I ísólfur Gylfi Pálmason, starfsmannastjóri KRON: 5% afsláttur fyrir stúdenta í KRON! - Við höfum ákveðið að veita stúdentum 5% afslátt í sex verslunum. Þeir geta oröið sér úti um þennan afslátt með því að ganga í fálagið. Kaupfélag Reykjavlkur og nágrennis (KRON) er kaupfélag, sem er byggt þannig upp í raun og veru stjóma félags- mennimir því. KRON rekur 7 vers- lanir í Reykjavík og Kópavogi og er meirihlutaeigandi að Miklagarði s.f. Á launaskrá hjá félaginu vom við síðustu áramót um 260 starfs- menn og félagsmenn em liðlega 14 þúsund. Okkur er mikill akkur í því að fá sem allra flesta áhugasama og virka félagsmenn í KRON. Sérstaklega emm við ánægð með að fá ungt fólk í félagið. Stúdentar geta gengið í KRON á skrifstofu Stúdentaráðs. Þar fá þeir um leið afhent sérstök skírteini sem þeir framvísa síðan í viðkomandi versl- unum ásamt skólaskírteini. Við emm að ræða við ísólf Gylfa Pálmason, starfsmannastjóra KRON um tilboð það sem félagið hefur nú gert stúdentum við Háskóla íslands. Stórmarkaðurinn mjög ódýr - Afslátturinn gildir ekki aðeins fyrir matvömr, heldur fyrir alla Frh. á næstu síðu Stúdentablaöið 13

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.