Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 6
3 vlðtöl og einu betur ...
1.
- Segðu okkur frá kosn-
ingunum í vor til Stúdenta-
ráðs og Háskólaráðs, Ómar,
og meirihlutasamstarfinu
sem komst á eftir þær.
ur. Það var reynt að mynda
“þjóðstjóm” eða samstjóm allra
fylkinga. Rökin fyrir því að það var
reynt var aö búast mætti við
eriiðleikum í sambandi við Lána-
sjóðinn. Hugsanlegt væri að fjand-
samleg ríkisstjóm kæmist til valda
og sækti að okkur, svo að við þyrft-
um að standa saman og sýna ein-
ingu út á við. Þessi hugmynd gekk
ekki upp, en þó bar frekar lítið á
milli fylkinganna. Þetta gekk ekki í
þetta sinn, svo að niðurstaðan varð
að umbótasinnar mynduðu stjóm
með vinstri mönnum.
- Okkar álit er að Stúdentaráð
eigi fyrst og fremst að sinna hags-
munamálum stúdenta og vera sá
vettvangur þar sem stúdentar eiga
að geta rætt saman sín hagsmuna-
mál og þessi hugðarefni. Þetta vil
ég meina að hafi ekki gengið nógu
vel hjá Stúdentaráði. Það hefur
einangrast og dottið út úr um-
ræðunni. í hagsmunabaráttunni
hefur Stúdentaráð átt erfitt með að
virkja fjöldann, stúdentana sjálfa.
Upplýsingastreymið hefur verið
litiö. Þaö er margt sem við ætlum
að breyta og bæta.
... vlð Omar Geirsson, for-
mann Stúdentaráðs
- í Stúdentaráði em 30 fulltrúar,
og á hveiju ári er kosinn helm-
ingur þeirra, þ.e. 13 beint til Stúd-
entaráðs og 2 til Háskólaráðs.
Kosningar til Stúdentaráðs fóru
þannig að Vaka fékk 6 menn, Félag
vinstri manna 5 og Félag umbóta-
sinnaðra stúdenta 2. Kosningar til
Háskólaráðs fóm þannig að Vaka
fékk 1 mann kjörinn og Félag
vinstri manna 1 mann. Núverandi
staða í Stúdentaráði er að Vaka
hefur 13, vinstri menn hafa 13 og
umbótasinnar 4. Eftir kosningam-
ar var myndaður meirihluti vinstri
manna og umbótasinna. Við gerð-
um málefnasamning okkar á milli
og skiptum þannig með okkur
verkum að í stjóm Stúdentaráðs
sitja 3 frá hveijum. Formaður
Stúdentaráðs er frá umbótasinn-
um, en fulltrúi ráðsins í stjóm
Lánasjóðs frá vinstri mönnum.
Báðir þessir aðilar eru starfsmenn
Stúdentaráðs.
- Meirihlutaviðræðumar tóku 3
vikur. Þetta eru pólitískar viðræð-
2.
- Hvert verður að þínu matl
aðalmál Stúdentaráðs í
vetur?
- Það verða náttúrlega lána-
málin og málefni Lánasjóðs. Það er
a.m.k þrennt sem við þurfum að fá
fram í vetur. í fyrsta lagi að fram-
færslukostnaðurinn verði raun-
hæft metinn og það sé hægt að lifa
á námslánum. í öðru lagi að fyrsta
árs nemar fái skuldabréfalán. Eins
og staðan er í dag eru þeir ekkert
meö í kerfinu. Þeim er vísað á
bankana, og það teljum við vera
ófært, sérstaklega miðað við það
að ef þeir standast kröfur þá fá þeir
hvort sem er lán, en bara eftir á, og
verða því að borga óheyrilegan
vaxtakostnað. í þriðja lagi þarf að
breyta tilliti til tekna maka. Það
þarf að verða mun sveigjanlegra en
það er í dag. Fólki þarf að vera
kleyft að fara í nám, þótt það sé
íjölskyldufólk, án þess að verða
fjárhagslega háð maka sínum. Séu
makar með meðallaun, til dæmis
kennaralaun, fær námsmaðurinn
bara ekkert eða mjög lítið námslán.
- Það má einnig nefna það að
það kæmi okkur svo sem ekkert á
óvart, þótt ríkisstjómin reyni að
skerða framlög til Lánasjóösins.
Baráttan kann því að verða hörð.
Okkar stefna er að heyja þessa
baráttu fyrir opnum tjöldum. Um
leið og eitthvað er að gerast
munum við láta vita af því, til
dæmis með auglýsingum úti í
skólanum, dreifibréfum og svo
framvegis. Einnig er mikilvægt að
skapa fjölmiölaumræðu um
málefni Lánasjóðsins.
6
Stúdentablaðiö