Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 23
 ríkisstjórn - hvað er í vændum? með yfirráð yfir kassanum? Jú, það getur breytt ýmsu í málefnum námsmanna og ungs fólks yfirleitt. Þetta kerfi er allt þungt í vöfum. Þaö tekur tírna að undirbúa breytingar sem máli skipta og koma þeim fram, og árangurinn verður ekki metinn fyrr en að nokkrum árum liðnum. Menntakerfið er feikilega íhaldssamt, lýtur tregðulögmáli og breytist seint. Það tekur jafnvel áratugi áður en hugmyndir sem eru viöurkenndar meðal kennara og fræöimanna ná að festa sig í sessi 1 framkvæmd. Við skulum því ekki búast við byltingarkenndum breytingum. Hallarekstur og veröbólguhætta - Annað er að við tökum náttúrlega við heldur dapurlegu búi. Fjármálaráðherra er ekki bara gæslumaður ríkissjóðs og vörslu- maður almannahags- muna. í samræmi við okkar stefnu er það meginmál fyrstu árin að binda endi á verulegan og vaxandi hallarekstur rikissjóðs. Ef það verður ekki gert, hversu erfitt sem það er og óvinsælt, endum við aftur í nýju verðbólguævintýri. Við vitum hvernig það mundi leika fjárhags- grundvöll námsmanna. Takist okkur vel upp í þessu, er það kannski stærsta hagsmunamálið almennt. Kaupleiguibúðir - Annað sem snertir námsmenn og þeirra hag er hvemig er að þeim búið þegar þeir koma frá námi með námsskuldir á bakinu og em að byija að hasla sér völl í at- vinnulífinu. Þar höfum við setið uppi meö annað ónýtt kerfi, sem er húsnæðislánakerfið. Ef okkur tekst á þessu kjör- tímabili að festa í sessi okkar hugmyndir um kaupleiguíbúðakerfi, er það mjög stórt mál fyrir yngri kynslóðina í landinu og þá náms- menn sérstaklega. Nú- verandi kerfi stillir mönnum upp við hús- vegg. Á sama tíma og maður er kannski með námsskuldir á baki, er að stofna íjölskyldu, hefur hvað mesta útgjaldaþörf og minnstar tekjur, segir kerfið við hann: Nú átt þú bara einn kost og hann er sá að taka á þig svo miklar ijárhagslegar skuldbindingar vegna fjárfestingar í eigin hús- næöi aö þaö ríður ijárhag venjulegrar íjölskyldu á slig næstu 5 til 10 árin. Ef menn eiga hér val og geta meðan efnahagurinn er bágastur komið sér upp þaki yfir höfuðið eöa átt kost á húsnæöisöryggi í kaupleigukerfi, væri það kannski stærsta breyt- ingin á íslensku þjóðfé- lagi á stöðu íj ölskyld- unnar og hag unga fólks- End- ur- greiðslu- hlut- fall - hvað er nú það? Þegar rætt er um endurgreiösluhlutfall, er átt við hversu hátt hlutfall útistandandi skulda Lána- sjóðs muni greiðast til baka. Ástæðan fyrir því að náms- lán greiðast ekki að fullu til balra.er þríþætt: 1. Endurgreiðslum lýkur í síðasta lagi 40 árum eftir að þær hefjast, hvort sem skuldin er greidd upp eða ekki. Það sem eftir verður afskrifast. 2. Þeir sem verða fyrir örorku eða langvarandi veikindum hafa getað sótt um frestun einstakra endurgreiðslna. Slík frest- un er veitt án þess að endurgreiðslutíminnn í heild lengist. Þar með aukast líkur á að hluti lána þessara einstaklinga af- skrifist. 3. Við andlát lánþega hefur vaninn verið að fella niður eftirstöðvar skulda hans hjá sjóðnum. Námslán eru vaxtalaus, þannig að Lánasjóður (ríkið) tekur á sig sjálfan allar afskriftir. önnur rýrnun en afskriftir verður hins vegar ekki á námslánum, þar sem þau eru að fullu verðtryggð og hafa verið það allt frá 1976. Á árunum 1976-82 voru námslán verðtiyggð miðað við framfærsluvísltölu, og hámarksendurgreiðslutimi lána sem þá voru veitt er 20 ár. Endurgreiðsluhlutfall þeirra er ekki enn komið í ljós, en skv. úttekt starfs- manna Lánasjóðs frá 1986 er búist við að það verði 65% hið minnsta. Eftir 1982 hafa námslán verið verðtryggð, miðað við lánskjaravísitölu, og há- marksendurgreiðslutimi er eins og áður sagði 40 ár. Endurgreiðsluhlutfall þeirra er auðvitað enn síður orðið ljóst, en skv. sömu úttekt starfsmanna Lána- sjóðs má reikna með að það verði að minnsta kosti 88%. Engar úttektir hafa verið gerðar sem afsanni eða rýri gildi þessarar úttektar. Fróðlegt er að skoða þessar tölur og bera saman við þær sem ýmsir stjóm- málamenn flagga til að rétt- læta eigin stefnu og mál- ílutning. - GSæm. Stúdentablaðið B11

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.