Stúdentablaðið - 01.02.1988, Side 9
STÚDENTAPÓLITÍKTgggi
Stjnridr félagsfay^fu'
öilin í Háskölanum
Formaður framkvæmdanefndar Félags vinstri manna er Margrét
Einarsdóttir. Við tókum hana tali í tilefni sameiningar og báðum
hana að útskýra hana frá sínu sjónarhorni.
- Það hefur komið í ljós í sam-
starfi félaganna tveggja, að á milli
þeirra er mjög lítill málefnalegur
ágreiningur. Bæði hafa þau félags-
leg sjónarmið að leiðarljósi. Það
hlýtur því að vera heillavænlegast
fyrir alla aðila að sameina þau.
Kraftar okkar fara þá ekki lengur í
að búa til einhvern ágreining og
berjahvertáöðru, heldurgetum við
nú eytt allri orku okkar í hagsmuna-
baráttu stúdenta. Útkoman verður
öflugra Stúdentaráð sem gætir betur
að hagsmunum stúdenta en ella.
Er ekki hreinlega verið að innlima
umbótasinna í Félag vinstri manna?
- Nei, eins og ég sagði hefur
stefnan verið svo lík í hagsmunamál-
um að það er ekkert vit í að starfa
áfram í tveim hópum þar.
Hvað með önnur mál en hags-
munamálin? Verða umbótasinnar
ykkur ekki erfiðir í taumi þar?
- Ég óttast ekki ágreining. For-
maður Stúdentaráðs, sem er umbóta-
sinni, hefur sagt að ómögulegt sé að
reka hagsmunabaráttu stúdenta
nema tengja hana því sem er að ger-
ast í samfélaginu. Við erum sam-
mála þessu, og sjáum því alls ekki
fram á að þurfa að bakka með neitt í
okkar stefnu.
Verður áframhaldandi starfá veg-
um Félags vinstri manna?
- Það gæti farið svo, ef fólk hefur
áhuga á því. Félagið verður að vísu
að vera til áfram vegna þess að það á
fulltrúa í Stúdentaráði. En þar fyrir
utan þarf að sinna ýmsum málum.
Annað hvort gerum við það á vegum
Félags vinstri manna eða nýja félag-
ið tekur þau yfir smátt og smátt.
Er þetta nýja félag eins konar
hrœðslubandalag gegn Vöku?
- Við erum að sameina félags-
hyggjuöfl innan skólans og þar með
styrkja þau. Það er óhjákvæmileg
afleiðing ef félagshyggjuöflin eflast,
að hægri öflin veikist.
Lítið þið svo á að umbótasinnar,
sem upphaflega klofnuðu út úr
Félagi vinstri manna, séu nú komnir
heim aftur?
- Frá sjónarhóli okkar vinstri
manna er auðvelt að líta svo á.
Við föi*iim ekkií
iicinii Sííi»andii'leik
Formaður Félags umbótasinna er Ágúst Ómar Ágústsson. Við
spurðum hann hvers vegna þessi sameining kæmi til nú.
- Samstarf okkar við vinstri menn
hefur verið með ágætum í þessum
meirihluta sem við stöndum að nú.
Við höfum verið samstiga í þeim
verkefnum sem hann hefur tekist á
hendur. Því finnst mér eðlilegt að
fylkingarnar sem að honum standa
sameini krafta sína og bjóði fram
saman á nýjum lista. Stefnuskrá
þessa nýja félags verður mjög í anda
þess málefnasamnings sem gerður
var í vor.
Hvernig verður fyrir „ópólitíska“
umbótasinna að starfa með þrœlpóli-
tískum vinstri mönnum? Er sam-
starfið ekki svik við þá sem vilja
halda hagsmunum stúdenta utan
pólitískra deilna?
- Samstarfið í vetur hefur sýnt að
það er hægt að halda pólitískum
málum utan Stúdentaráðs. Nýja
félagið mun ekki boða aðra pólitík
en þá sem tengist hagsmunabarátt-
unni. Félag vinstri manna mun sjálf-
sagt fjalla áfram um sérstök áhuga-
mál sín á sínum eigin fundum. Það
sama getum við gert. Ef okkur grun-
aði að málefni Mið-Ameríkunefnd-
ar eða slík mál yrðu tekin til
umræðu, mundum við ekki fara út í
þetta samstarf.
Ætlið þið að haga ykkur svipað og
Stíganda-menn, þ.e. láta fulltrúa
umbótasinna í Stúdentaráði verða
fulltrúa nýsfélags?
- Nei, við förum ekki í neinn Stíg-
anda-leik. Þeir fulltrúar okkar sem
sitja áfram í Stúdentaráði eru full-
trúar Félags umbótasinna og verða
það þar til þeir hætta. Við leggjum
félagið ekki niður, heldur munum
við m.a. nota það sem vettvang til að
ræða og meta reynsluna af þessu
nána samstarfi við vinstri menn. Við
brennum engar brýr að baki okkar.
Hvers vegna ekki alveg eins sam-
einingu við Vöku? Eigið þið ekki
jafnmikið sameiginlegt með þeim,
t.d. hvað varðar stefnuna í hags-
munamálum stúdenta?
- Nei. Samstarf við Vöku hefur
verið reynt ítrekað. Að nokkru leyti
hefur það tekist vel, að öðru illa. Við
höfum ekki getað fallist á baráttuað-
ferðir þeirra, svo að breið samstaða
hefur ekki náðst. Þegar Vaka hefur
gert upp við þessar aðferðir sínar,
eru þeir auðvitað velkomnir í
hópinn.
Lítið þið svo á að umbótasinnar
séu nú komnir heim aftur?
- Nei. Það eru allt aðrir tímar nú.
Baráttustaðan er allt önnur, og
félögin eru bæði breytt. Nýja félagið
verður því ólíkt báðum félögunum
sem að því standa. Þetta er tilraun til
samstöðu á tíma þegar búast má við
áföllum og árásum á kjör okkar.
STÚDEbTABLAÐIÐ 9