Stúdentablaðið - 01.02.1988, Side 13
málum. Þeir voru að stofna háskóla
í Tromsö, sem þá hefur verið bær á
borð við Akureyri nú á dögum, en
þar hefur fjölgað mikið síðustu árin.
Einnig barst mér í hendur afar
merkileg skýrsla til þingsins, en í
henni voru meðal annars talin vand-
kvæði á því að flytja ráðuneyti og
stjórnarskrifstofur frá Osló. Hins
vegar væri hægt að gera miklu meira
af því að byggja upp skólakerfið víð-
ar í Noregi heldur en að hnappa því
saman í Osló og öðrum stórbæjum.
Málið lagt iyrir þing
- Þessar vangaveltur enduðu með
því að ég flutti þingmál um að efla
Akureyri „sem miðstöð mennta og
menningar utan höfuðborgarinnar“,
eins og ég orðaði það þá og lengi
síðar. Þessum málum var að mörgu
leyti mjög vel tekið. Þar á meðal var
gert ráð fyrir því, að háskólakennsla
yrði á Akureyri áður en langt um
liði. Þetta fór mjög í taugarnar á
mörgum, sem töldu þetta eins og
hverja aðra draumóra. M. a. var
hæðst mjög að þessari hugmynd í
blaðagrein, og hafði það nokkuð
áhrif.
En auðvitað var ég ekki fyrsti
maður til þess að láta sér detta þetta
í hug. Þórarinn Björnsson, skóla-
meistari, hafði vakið máls á því, að
að þessu gæti komið og einnig Davíð
Stefánsson, skáld, sem gat þess í
ræðu 1962, að mönnum mætti ekki
bregða, þótt Akureyri hefði sinn
háskóla á 200 ára afmæli sínu.
Tillaga mín á þingi um skólamálin
og eflingu Akureyrar sem skólabæj-
ar, eflingu menningarstarfsemi á
Akureyri og að stefnt skyldi að því
að koma þar upp háskóla var loksins
samþykkt 1971 eða 1972.
Skriður á málið
- Svo vill til að ég varð mennta-
málaráðherra 1980 og þá fer ég að
velta þessum málum fyrir mér í fullri
alvöru. Ég lét kanna þetta sem ráð-
herra eftir að hafa rætt við ýmsa
góða menn, þar á meðal þáverandi
rektor Háskóla íslands, Guðmund
Magnússon, sem var mér alveg sér-
staklega velviljaður í þessu máli.
Nefnd, en í henni voru Birgir Thor-
lacius ráðuneytisstjóri, Guðmundur
Magnússon háskólarektor og
Tryggvi Gíslason skólameistari á
Akureyri, vann að þessu verki í
ÞEMA: AKUREYRI mmm'
næstum eitt og hálft ár. Hún vildi
tengja þetta upphaf háskólastarfs á
Akureyri við Háskóla íslands, sem
mér fannst á þeim tíma mjög eðli-
legt, eins og flestum þá. Síðan var
þessu haldið áfram og það komu
fleiri menn inn í þetta. Þetta varorð-
ið áhugamál Fjórðungssambands
Norðurlands og Akureyrarbæjar,
þannig að farið var að reka á eftir
því.
Ragnhildui* meiuita-
málaráðherra
- Að því kom að þáverandi
menntamálaráðherra Ragnhildur
Helgadóttir, setti nýja menn inn í
þetta og kom þessum málum að
meðal þróunarverkefna. Nú gerðist
lítið um tíma, enda ekki óeðlilegt að
hún skoðaði þetta mál nokkuð.
Sverrir nieiinta-
málarádherra
- Fjórðungssamband Norðurlands
stóð fyrirfundi í júní 1985. Þarvoru
fluttar margar og merkar ræður um
háskólamálið. Svo merkilega vildi til
að Sverrir Hermannsson, þá iðnað-
arráðherra, var staddur á Akureyri
við opnun sýningar eða eitthvað í
þeim dúr. í framhaldi af fundinum
um kvöldið grípur fréttamaður
Sverri og spyr hann um það hvernig
honum lítist á háskóla á Akureyri.
„Alveg prýðilega,“ sagði Sverrir.
„Mér finnst það bara alveg sjálfsagt
mál, ég stend algerlega með ykkur í
því.“
En svo gerist það um haustið, að
hann er allt í einu gerður að mennta-
málaráðherra og þeir voru fljótir að
grípa það, vinir mínir á Degi, og
hringdu í Sverri og spurðu hvort
hann ætlaði ekki að beita sér fyrir
háskóla á Akureyri og hann svaraði
stundarhátt, að hann gerði það,
vegna þess að hann var búinn að
segja það áður. Og síðan vann
Sverrir myndarlega að þessu máli.
- Ú.A.
Óskum Norðlendingum til hamingju
með nýja háskólann!
Amaró hfHafnarstræti 99—101, Akureyri
Arkitektastofan, Ráðhústorgi 1, Akureyri
Bílasalan hf., Skála v/Laufásgötu, Akureyri
Kbóhend/f
6 0 K H A L O OO EHDURSKOÐUN
Tryggvabraut 1, Akureyri
Rammagerðin, Langholti 13, Akureyri
Sana, Norðurgötu 57, Akureyri
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf.,
Glerárgötu 2, Akureyri
ísten hf., Glerárgötu 30, Akureyri
Slippstöðin hf., Akureyri
Iðanaðarbanki íslands, Geislagötu 14,
Akureyri
Bílaleigan Örn, gegnt flugvelli, Akureyri
Sparisjóður Hríseyjar, Hrísey
Hótel Reynihlíð, Hrísey
Útgerðarfélag N-Þingeyinga, Eyrarvegi 2,
Þórshöfn
Félag verslunar- og skrifstofufólks,
Skipagötu 14, Akureyri
Bókaverslun Snæbjarnar, Reykjavík.
STÚDEHTABLAÐIÐ 13