Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 16

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 16
ÞEMA: AKUREYRI Við viljiun hagnýtan og íiotaclrj lígan háskóla segir Halldór Blöndal, alþingismaður Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norður- landskjördæmi eystra hefur verið mikill stuðningsmaður mennta- mála á Akureyri. Hann hefur einkum sótt röksemdir sínar í þarfir norðlensks atvinnulífs fyrir menntastofnun á borð við háskóla. Við gefum honum orðið. Hagnýt rckstrar- frædimenntun - Þegar við vorum að undirbúa stofnun Háskólans, þá vakti það fyr- ir okkur fyrst og fremst, að sú menntun sem þar yrði látin í té, yrði hagnýt og kæmi sér vel fyrir atvinnu- lífið hér fyrir norðan og mannlífið á staðnum. Af þeim sökum festum við fljótt augu á viðskiptafræði, rekstrar- fræði eða einhverju námi því tengdu og í samráði við Bjarna Kristjáns- son, rektor Tækniskóla íslands, var ákveðið að setja hér á fót iðnrekstr- arfræði, sem nú er verið að þróa áfram þannig, að þeir sem leggja það nám fyrir sig fái mjög hagnýtt nám, sem á að vera gagnlegt fyrir þá sem standa fyrir rekstri, ekki síst einkafyrirtækja. Hagnýt kjúkmnar- fræðimenntun - í öðru iagi ákváðum við, mest fyrir forgöngu Gauta Arnþórssonar, yfirlæknis, að hér yrði sett á fót námsbraut í hjúkrunarfræðum. Var rökstuðningur sá, að mjög væri tví- sýnt um að okkur tækist að manna spítalana hér sem skyldi af hjúkrun- arfræðingum. Við vissum, að hér fyrir norðan voru ýmsir einstakling- ar, sem ekki treystu sér til að fara suður, en voru reiðubúnir og langaði að stunda þetta nám. Ég fullyrði að þessi tilraun hafi tekist mjög vel. Margréti Frímanns- dóttur hefur tekist að byggja braut- ina upp með nokkuð öðrum hætti en fyrir sunnan, í samráði þó við hjúkr- unarfræðina þar, þannig að ég full- yrði að hjúkrunrbrautin hér hafi gert sitt gagn og eigi eftir að láta gott af sér leiða. Sjávarutvegsfræði - í þriðja lagi hefur verið ákveðið að háskólinn hér fyrir norðan ein- beiti sér að sjávarútvegsfræðum og hefur dr. Pétur Bjarnason verið skipaður formaður nefndar til að undirbúa nám í sjávarútvegsfræð- um. Að sjálfsögðu mun námið snúa bæði að útgerð, fiskvinnslu og fiskeldi og öðru sem tengist þessarri atvinnugrein. Ég þori ekki að full- yrða á þessarri stundu hvort mögu- legt reynist að hefja kennslu í haust eða haustið 1989. En þetta mun verða mikil lyftistöng fyrir byggð- ina. Ég hygg að ég fari rétt með það, að útgerð við Eyjafjörð og á þessu svæði hefur vaxið svo mikið á síðast- liðnum árum, að sennilega er þetta kjördæmi hæst í þorskútflutningi. Háskóli atvinuulífs og byggðarlaga - Ég er sannfærður um að það er nauðsynlegt að auka menntunar- möguleika fólks úti á landsbyggð- inni, ef við ætlum okkur á annað borð að halda uppi byggðastefnu, sem ekki verður ómagi á ríkinu. Það er sú hugsun sem liggur til grundvall- ar Háskólanum á Akureyri. Starf- semi hans mun því fyrst og fremst beinast að þeim þáttum sem koma að mestu gagni, bæði fyrir atvinnu- lífið og með hjúkrunarfræðinni fyrir byggðarlögin sjálf. Við sjúkrahúsið á Akureyri eru nú starfandi sér- fræðingar í 37 eða 38 undirgreinuni læknisfræðinnar. Það er sjúkrahús- inu mikill styrkur að hjúkrunar- brautin skuli nú vera starfrækt. - Ú.A. 16 STÚDEMTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.