Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 19
LÁNAMÁL
aðan mat ætti jafnstór lágtekjufjöl-
skylda að þurfa 1.800 kr. á mán í
tekjuauka til að eiga fyrir matar-
skattinum miðað við hækkun fram-
færslukostnaðar.
Rök hníga að því að sé útreikn-
ingur Bolla nærri lagi, geti náms-
menn farið fram á það með góðri
samvisku að þeim verðu bættur
matarskatturinn, t.d. á svipaðan
hátt og lífeyrisþegum, en bætur
þeirra hækka um 7% vegna matar-
skatts. Lágmark er að þeim verði
bættar þessar 1.800 kr. miðað við
hjón og 1 barn. Raunar er sjálfsagt
hægt að hækka þessa tölu í um 2.500
kr., miðað við þær hækkanir á verði
matvara sem orðið hafa og hafa
komið flatt upp á fjármálaráðherra
og talsmenn hans. Sjálfsagt eru þær
hækkanir þá ekki inni í útreikning-
um Bolla. 2.500 kr. á hjón og 1 barn
gera nákvæmlega 1.000 kr. hækkun
á grunnframfærslutölu LÍN.
Pað sem einnig styður þessa kröfu
er að þær aðgerðir sem gerðar voru
til að bæta láglaunafólki þessar
hækkanir, koma námsfólki til lítilla
nota, - hækkun barnabóta og barna-
bótaauka (aðeins hluti námsmanna
á börn), lífeyrisgreiðslna o.þ.h.
Krafa Stúdentaráðs
7 % liækkiiii vegna
matarskatts
Á fundi stjórnar LÍN fimmtud.
28. janúar s.l. lagði fulltrúi Stúdenta-
ráðs fram eftirfarandi tillögu:
„Geri það að tillögu minni að
grunnframfærsla námsmanna hækki
um 7% frá og með 1. janúar 1988 og
verði þannig kr. 29.457 miðað við
verðlag 1. desember 1987. Þessi
hækkun verði til að mæta útgjald-
aaukningu námsmanna vegna áhrifa
álagningar söluskatts á matvæli."
í greinargerð segir:
„Um síðustu áramót komu lög um
breytingar á söluskatti, tollum og
vörugjöldum til framkvæmda.
Vegna þessar breytinga hækkuðu
útgjöld einstaklingsins vegna matar-
kaupa verulega, en á móti komu
lækkanir á öðrum vöruflokkum.
Pannig að skv. opinberum upplýs-
ingum er ekki gert ráð fyrir að fram-
færsluvísitalan hækki þegar áhrif
þessara aðgerða eru skoðuð í heild
Það er augljóst að þeir sem eru
tekjulægri verja stærri hluta tekna
sinna til kaupa á matvörum, en þeir
tekjuhærri. Til að mæta þessari
kjararýrnum lágtekjuhópa hefur
ríkisvaldið leitast við m.a. að hækka
lífeyrisgreiðslur og barnabætur.
Með tilvísun til þess sem hér hefur
verið rakið, þá er hér lagt til að
námslán hækki til samræmis við
hækkun lífeyrisgreiðslna, þar sem
ekki getur talist óeðlilegt að sjóðs-
stjórn taki mið af þeim leiðrétting-
um sem aðrir lágtekjuhópar hafa
fengið."
Sumt í lífinu er tilviljun
-annað ekki.
Til dæmis getur tilviljun ráðið því við hvaða banka þú skiptir.
Það er hins vegar ekki tilviljun að hjá Alþýðubankanum er hærra hlutfall
útlána til einstaklinga en hjá nokkrum öðrum banka.
Þess vegna ættir þú ekki að láta tilviljun ráða því
við hvaða banka þú skiptir.
Alþyóubankínn hf
</>
STÚDErtTABLAÐIÐ 19