Stúdentablaðið - 01.02.1988, Side 27
STÚDENTAR TEKNIR TALI
§1»URM1VGAR:
1. Tekur þú námslán?
2. Hvernig gengur þér að lifa á námslánunum?
3. Hefur matarskatturinn komið við þig?
4. Hefur þú hlustað á útvarp Rót?
5. Heldur þú að stúdentar geti nýtt sér „Rótina“ í hagsmunabaráttu?
Hermann Björnsson,
laganemi:
1. Já
2. Lánin eru náttúrulega
allt of lág, það gengur
mjög illa að ná endum
saman.
3. Já, áþreifanlega.
4. Já.
5. Já, náttúrulega getur
hún gert það sem okkar
málsvari, eins og aðrir
fjölmiðlar. Pað er nauð-
synlegt að nota fjölmiðl-
ana á réttan hátt.
Björk Thorarensen, laga-
nemi:
1. Já
2. Það gengur mjög vel.
Ég bý í foreldrahúsum,
því eru námslánin ágætis
vasapeningar eða um
18.000 kr. á mánuði.
3. Nei, ekki persónulega,
þar sem ég geri ekki mat-
arinnkaup sjálf. En ég hef
tekið eftir að rúnnstykkin
hafa hækkað mikið úti í
bakaríi.
4. Já, og mér líst ágætlega
á það sem ég hef heyrt.
5. Mér finnst að við ættum
að setja á laggirnar nefnd
eða einhvern samstarfs-
hóp sem tekur að sér að
semja þætti og sjá um
útsendingar. Ég hef heyrt
að það sé óeining um Rót-
ina í Stúdentaráði. Það
verður að sjá til þess að
ekki aðeins sjónarmið
helmings Stúdentaráðs
komi fram. Ég hef trú á
því að við getum notað
útvarpið til að koma okkar
málum á framfæri og get-
um notað það í hagsmuna-
baráttunni.
Aðalheiður Eiríksdóttir,
félagsfræði:
1. Já
2. Illa.
3. Já, heldur betur, ég hef
lést frekar en hitt.
4. Nei, ég ætla að hlusta ef
ég finn hana á tækinu
mínu.
Grétar Erlingsson, sagn-
fræði:
1. Nei, éghefhaftsvogóð-
ar tekjur að ég reyni að
komast hjá því að taka
þau, þetta eru jú lán.
3. Nei, ég hef ekki kynnst
því enn, en hann mun
örugglega koma við mig.
Annars ætla ég að kaupa
mér sjónvarp, það bætir
matarskattinn kannski
upp, þau nefnilega lækk-
uðu. En ef þau hefðu ekki
lækkað, hefði ég náttúr-
lega sparað mest.
4. Já, ég setti það á; þá var
einhver saga, síðan var
Sinfoníuhljómsveit Sovét-
ríkjanna leikin og þá
slökkti ég, þótt ég sé í
sjálfu sér ekki á móti þeirri
„grúppu“. Þetta er svo
ruglað útvarp, 100 mis-
munandi aðilar sem
standa að þessu, það þarf
að skoða þetta allt saman
fyrst.
5. Þetta útvarp er glatað
frá upphafi til enda, enda
ekki hrifinn af þátttöku
SHÍ í útvarpi Rót. Mér
fannst þetta meiriháttar
„stupid“, sko. Útvarpið
var dauðadæmt frá upp-
hafi. Maður getur lent á
einhverri „heavy“ um-
ræðu um Tostoj. Mað-
ur hefur þetta útvarp ekki
glamrandi allan liðlangan
daginn eins og Bylgjuna,
þar sem þú veist hvað þú
færð. Meiri háttar glatað!!
sko.
Steinunn Stefánsdóttir,
almenn málvísindi:
1. Já
2. Það gengur ekki. Þessu
er mætt með aukavinnu.
Ég er með heila fjöl-
skyldu, maðurinn minn er
á skertum námslánum, við
eigum 2 börn. Það gengur
mjög illa að ná endum
saman.
3. Auðvitað kemur matar-
skatturinn mjög illa við
mig eins og allt annað
námsfólk, þetta eru miklar
hækkanir.
4. Já.
5. Ég hef ekki nógu mót-
aða skoðun, ég var á móti
þátttöku SHÍ í upphafi.
Mér fannst það ekki verj-
andi. Ég hefði t.d. ekki
verið hrifin af því að taka
þátt í einhverju Vöku-
útvarpi, eins og t.d.
útvarpi „Frelsi“... En
núna veit ég ekki, eftir að
ég fór að hlusta aðeins á
stöðina og heyri að hún er
ekki að hengja sig í
ákveðna pólitík. El' hlust-
unin verður einhver á
þessa stöð þá held ég að
hún geti nýst okkur í
hagsmunabaráttunni.
Viðlöl:
Sigrídur I'álína Arnardóttir
Skúli Ilaukur Skúlason
Agúst Ómur Agústsson (inyndir)
STÚDEMTAöLAÐIÐ 27