Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 35

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 35
STÚDENTAR HAFA ORÐIÐ á eigi aðgang að því og geti komið sínum málefnum á framfæri beint og milliliðalaust. Hver einstakur þáttagerðaraðili ber fulla ábyrgð á útsendum þáttum sínum og það er því hin argasta firra þegar því er haldið fram að með aðild sinni að Rótinni beri SHÍ ábyrgð á öllu sem þar er sagt, hvort sem að Borgaraflokkurinn eða Bú- seti eigi í hlut. Þvert á móti, þá ber Stúdentaráð aðeins ábyrgð á sínum eigin þáttum. Að lokum þá er stúdentum og öðrum aðilum innan Háskólans sem áhuga hafa á að vinna að eða við Utvarp Rót bent á að hafa samband við skrifstofu SHÍ hið fyrsta. Við eigum útvarpsstöð. Hún er öllum opin. Við skulum nota hana.! Runólfur Ágústsson. ^ÖúfvARP F M 10 6* Ilvcrjii* emt Útvarp Iiót? Pví hefur verið haldið fram að ein- ungis vinstri menn standi að útvarp- inu og að það sé í raun miðstöð alheimskommúnismans eða eitt- hvað þaðan af verra. Til að leiðrétta þessa rangfærslu þá má nefna eftir- farandi dæmi um félagasamtök sem eiga hlut í stöðinni eða eru með fasta þætti í henni: Stúdentaráð Háskóla íslands, BÍSN, SÍNE, Sjálfsbjörg, Búseti, Samtök um kvennaathvarf, Samtök kvenna á vinnumarkaði, Esperantistar, Lífsvon, Samtökin ’78, Alþjóðleg ungmennaskipti, Mið-Ameríkunefndin, Borgaraflokkurinn, Samband ungra jafnaðarmanna, Kvennalistinn, Æ.F.A.B. 1' fíWBMW-rljSSU [WiWmJ jjmu*,,.,, 1 > "v frrSF, V \ » m j| fí* >k‘'wí! 1 f 1 < 1 M l -v! y 1'i"TT ; if, wáZ" • • Gangbrautar^ós við gangbraut á Suðurgötu, rétt hjá Hjónagörðum Eins og margir íbúar Hjónagarða muna gekk undirrituð ásamt fleirum í þau hús hér austan Suðurgötu þar sem börn búa með undirskriftarlista að vopni s.l. haust. Bað ég fólk að lýsa yfir stuðningi við þá ósk mína, er ég beindi til Umferðarnefndar Reykjavíkur, að sett yrðu gönguljós við gangbrautina í Suðurgötu, til móts við sjoppuna. Lét ég listana fylgja beiðni minni, þar sem fram kom ítarlegur rökstuðningur. Lagði ég þó höfuðáherslu á vanda þeirra barna sem eru að hefja skólagöngu sína og þurfa að berjast við umferð- arþungann þarna. Nokkru eftir að ég sendi þetta, hringdi >ég í starfsmann umferðar- nefndarinnar og spurðist fyrir um örlög þessa erindis. Sagði hann það hafa verið tekið fyrir á fundi nefnd- arinnar og var ákveðið að rannsaka umferðarþunga o.fl. á þessum stað. Taldi hann líklegt að erindinu yrði svo frestað og tekið fyrir ásamt fleiri erindum sem borist hefðu frá íbúum í næsta nágrenni Suðurgötu en umferðarskipulag vesturbæjar yrði endurskoðað í heild sinni. Kvaðst hann vonast til að það yrði gert síð- sumars 1988. Ræddum við nokkuð aðgerðir sem grípa mæti til í millitíð- inni með tilliti til skólabarnanna. Taldi hann hugmyndina um skólabíl úr skóla, með viðkomu á bílastæði Hjónagarða, athyglisverða. Þar með mætti draga úr hættunni á gagn- brautarslysi á þessum stað. Margt annað bar á góma í samtali okkar Valborg Snævarr. varðandi umferðarmál á háskól- asvæðinu og í vesturbænum almennt. Vil ég taka það sérstaklega fram hversu vel þessarri ábendingu var tekið og hvet ég fólk að láta heyra í sér til nefndarinnar hafi það fleiri hugmyndir um það sem betur má fara. Auðvitað erum við sem hér búum og störfum þeir einu sem geta gefið slíkar ábendingar. Einhver árangur náðist semsagt. Nú hefur a.m.k. formlega verið ósk- að eftir þessu og búast má við ein- hverjum úrbótum þarna. Hvort það verða gönguljós eða eitthvað annað verður tíminn að leiða í ljós. Með kveðju og þökk fyrir stuðn- inginn. Valborg Snœvarr, laganemi STÚDEMTABLAÐIÐ 35

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.