Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 38

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 38
ÍÞRÓTTIR Franz Jezorski, formaður Orators Iþrottamót Háskóla Mauds 1988 Keppnisgreinum má skipta í tvennt: Annars vegar er um að ræða hópgreinar þar sem stúdentar keppa í nafni deildarfélaga eða deildar- skora. f flestum keppnis- greinum er hverju deildar- félagi og deildarskor heimilt að senda eins mörg lið til keppni og við- komandi félagi þóknast. Hver deild eða deildar- skor getur því sent keppn- ishópa af einstökum námsárum auk þess sem hægt er að senda úrvalslið allra námsáranna til keppni. Hins vegar er um að ræða einstaklingsgreinar þar sem stúdentar keppa í eig- in nafni en ekki í nafni deildarfélaga. SKemmtiskokkið hefur nokkra sérstöðu þar sem boðið verður upp á keppni milli deildarfélaga og deildarskora innan H.í. auk þess sem stúdentar munu einnig keppa inn- byrðis um sigurinn. Skemmtiskokkið mun þar að auki verða opið almenningi. Hópgreinar: 1. Blak. Keppt verður í karla- og kvennaflokki. Hvert félag getur sent ótakmarkaðan fjölda liða til keppni. 6 menn eru í hverju liði. Forkeppni fer fram dagana 29/2-6/3 n.k. 2. Bridds. Hverju félagi er heimilt að senda eina 4 manna sveit til keppni. 3. Handbolti. Karla- og kvenflokkur. Ótakmark- aður fjöldi liða. 7 menn í hverju Iiði. Forkeppni 29/ 2-6/3. Úrslit 10/3. 4. Skemmtiskokk. Þátt- tökugjald kr. 100 per mann. Keppt verðurlaug- ardaginn 5. mars n.k. Hlaupnir eru 5 km. Byrj- að og endað við H.í. Hverju félagi er heimilt að senda eina 4 manna sveit til keppni. 5. Knattspyrna. Karla- og kvennaflokkur. Ótak- markaður fjöldi liða. 4 menn í hverju liði. For- keppni 29/2-6/3. Úrslit 10/3. 6. Körfubolti. Karla- og kvennaflokkur. Ótak- markaður fjöldi liða. 5 menn í hverju liði. For- keppni 29/2-6/3. Úrslit 10/3. Einstaklingsgreinar: 1. Badminton. Karla- og kvennaflokkur. Óvíst með þátttökugjald. 2. Billiard. Karla- og kvennaflokkur. Þátttöku- gjald. 3. Borðtennis. Karla- og kvennaflokkur. Ekkert þátttökugjald. 4. Skemmtiskokk. Karla- og kvennaflokkur. Fyrir stúdenta, kennara og almenning. Þátttökugjald kr. 100. Keppt verður laugardaginn 5. mars n.k. Hlaupnir verða 5 km. Byrjað og endað við H.í. 5. Keila. Karla- og kvennaflokkur. Keppni fer fram í Keilusalnum í Öskjuhlíð. Keppendur greiða tiltekna upphæð fyrir hvern leik. 6. Skák. Við viljum vekja sérstaka athygli á keppni um titilinn Skákmeistari Háskóla íslands. Hér er um löngu tímabært nýmæli að ræða sem von- andi á eftir að mælast vel fyrir. Ekkert þátttöku- gjald. Karla- og kvenna- flokkur. 7. Squash. Þátttökugjald. Karla- og kvennaflokkur. Þátttökutilkynningar og nánari upplýsingar. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Orator í síma 623299 milli kl. 12-13 alla virka daga eða á skrif- stofu Stúdentaráðs í síma 621080. Þátttaka tilkynn- ist á sama stað í síðasta lagi 16. febrúar n.k. Nánari upplýsingar um keppnisstað, keppnistíma o.fl. verða einnig hengdar upp á skrifstofu stúdentar- áðs ekki síðan en 22. febrúar. Íþróttahátíð Hápunktur þessa íþrótta- móts verður síðan íþrótta- hátíð sem haldin verður í íþróttahúsi Hagaskóla þann 10. mars n.k. Þar verður keppt til úrslita í handbolta, fótbolta og körfubolta. Milli kapp- leikja verður sprellað að hætti hússins og munu þar m.a. kennarar þreyta kappi við Háskólaúrval kvenna í körfuknattleik. Við vonumst til þess að háskólanemar sýni nú sannan félagsanda og fjöl- Tilgangurinn með þessari grein er að kynna þér íþróttamót H.í. sem haldið verður í lok febrúar og byrjun mars n.k. Þetta er í þriðja skiptið sem íþróttamót þetta er haldið. Tvö síðastliðin skipti hefur Stúdentaráð Háskóla íslands séð um framkvæmd þess en í ár hefur SHÍ falið Orator, félagi laganema, að sjá um skipulag og mótsstjórn. Mót þetta verður án efa mjög umfangsmikið og er áætlað að ekki færri en 400 manns taki þátt í því. 38 STÚDEMTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.