Stúdentablaðið - 01.02.1988, Side 39
ÍÞRÓTTIR
menni á hátíðina. Ekki
spillir það fyrir að
Háskólaráð hefur gefið
frí frá kennslu í H.í. eftir
hádegi þennan dag.
íþróttaball í Hollywood
Eftir íþróttahátíðina
verður stiginn villtur dans
fram eftir nóttu í veitinga-
húsinu Hollywood.
Mikið verður um dýrðir
þetta kvöld þar sem u.þ.b.
tvöhundruð verðlauna-
peningar, ásamt fjölda
farandbikara, verða
afhentir. Allir stúdentar
eru að sjálfsögðu vel-
komnir á þennan dansleik
sem vænta má að verði
mjög fjölsóttur þar sem
hátt á þriðja tug deildar-
félaga standa að honum í
sameiningu.
Ekki þarf að taka það
fram að tónlistarmenn
týndu kynslóðarinnar
munu sitja hcima þetta
kvöld og öll tónlist kemur
til með að verða fram
reidd af glænýjum nylon-
og geisladiskum sem
stjórnað verður af eitur-
hressum diskasnúðum.
Miðaverð er aðeins kr.
450.
Skemmtiskokk
HALLÓ, HALLÓ, ertu ekki hress ????
Við í Lagadeildinni erum alveg dúndurhress og erum
viss um að þú sért það líka. Þess vegna ætlum við að hafa
alveg rosalega spennandi SKEMMTISKOKK
sunnudaginn 6. mars næstkomandi.
Keppt verður í einstaklingskeppni og deildarkeppni (4
manna sveitir), í kvenna- og karlaflokki, en allir látnir
hlaupa saman. Vegleg verðlaun i boði.
Skráning fer fram í aðalbyggingu HÍ kl. 12.00-13.30
sama dag. Mun fjöldinn allur af fólki sjá um skráningu.
Þátttökugjald verður aðeins kr. 100,00 (just a piece of
cake). Hlaupið byrjar og endar fyrir framan HÍ og
hlaupnir verða 5 km.
Þetta er alveg tilvalið tækifæri fyrir nemendur,
kennara, prófessora og almenning, hvort sem þeir eru
mjóir, feitir, í toppformi eða lélegu formi, að mæta og
taka þátt í heilsusamlegu og SKEMMTILEGU skokki.
KOMIÐ, SJÁIÐ OG VERIÐ MEÐ EÐA SIGRIÐ
þvi að þið hafið engu að tapa, heldur allt að vinna. Einnig
er þetta alveg tilvalið tækifæri fyrir alla þreytta nemendur
til að hita sig upp fyrir allar greinarnar sem keppt verður
í helgina á eftir.
Hengd verða upp auglýsingaspjöld víðs vegar um
bæinn með nánari upplýsingum.
f.h. Orators
Linda Bentsdóttir
•IlZ
■JLj
10 1«
STÚDEMTABLAÐIÐ 39