Stúdentablaðið - 01.02.1988, Síða 40
FRÉTTIR
2gZ'-g-SZÍ r. :' '^í
;§í ^.r)
* '
i: Ur l
Átak Byggingarsjóðs
Byggingarsjóður stúd-
enta er enn í fullum gangi.
Við höfðum samband við
Helga Lárusson, fjármála-
stjóra Félagsstofnunar
stúdenta og ritara Bygg-
ingarsjóðsins. Hann
skýrði svo frá:
Fundur 4. febrúar
- Átak Byggingarsjóðs
stúdenta hófst 4. febrúar
með fundi sem rektor
Háskólans hélt með for-
svarsmönnum 100 stærstu
fyrirtækja og sveitar-
stjórna og fjölmiðlum.
Sölumenn taka að
sér starfið
- Upphaflega var í átaki
Byggingarsjóðs rniðað við
að stúdentar hefðu sam-
band við 1.100 fyrirtæki og
sæju að mestu um fram-
gang mála. Ýmsir mein-
bugir voru þó á því, þar
sem virkja þufti mikinn
fjölda námsmanna við
sjálfa söfnunina, auk þess
sem skipulag þurfti að
vera verulegt og óvíst var á
hvers vegum það væri.
Fyrir tilviljun höfðu
tveir sölumenn samband
við skrifstofu Félagsstofn-
unar og buðust til að taka
að sér alla undirbúnings-
vinnu við átakið, sjálfa
söfnunina og rukkun söfn-
unarinnar. Pessi hugmynd
féll strax í mjög góðan
jarðveg. Var hún kynnt á
fundi Byggingarsjóðs 19.
janúar og var samþykkt að
ganga að henni.
Tveir flokkar
fyrirtækja
- Segja má að skipta
megi þeim fyrirtækjum
sem leita á til í 2 flokka.
Flokkur A eru stærri fyrir-
tæki sem geta gefið 100-
200 þúsund krónur.
Flokkur B eru meðalfyrir-
tæki sem ætla má að gefi
10-30 þúsund krónur.
Mikilvægt er að þessir
hópar séu meðhöndlaðir á
sinn hvorn veginn, þ.e. að
meiri vinna verði lögð í
hóp A, en hóp B.
SHÍ og FS munu taka að
sér 50 stærstu fyrirtækin og
50 stærstu sveitarstjórnir.
Sölumenn taka hins vegar
að sér 1050 önnur fyrirtæki
og sveitarstjórnir.
Sokn cr besta vöniiu!
Nýjar tillögur frá Vöku að
breyttum úthlutunarreglum
Lánasjóðsins
Vaka, félag lýðræðis-
sinnaðra stúdenta, hefur
sent frá sér ítarlegar
tillögur um breytingar á
úthlutunarreglum
Lánasjóðs námsmanna.
Tillögur þessar hafa verið
teknar til umræðu í
Hagsmunanefnd
Stúdentaráðs og í stjórn
þess, ásamt öðrum
tillögum. Frumkvæði
Vökumanna og sú vinna
sem þeir hafa lagt í málið
er lofsverð, einkum þegar
tillit er tekið til þess að
þeir eiga ekki aðild að
meirihlutasamstarfi innan
Stúdentaráðs.
Helstu nýmæli
I inngangi að tillögum
sínum segja Vökumenn:
„Helstu nýmælin í
þessum tillögum varða
framfærsluna. Einnig má
geta breyttra reglna um
það hvað teljist til tekna.
Annað það helsta má
nefna: breyttar reglur
varðandi tekjur maka,
rýmkun á reglum um
námsframvindu, breyting
á talningu aðstoðarára,
tilhliðrun til svigrúms í
tekjufrádrætti, lánveit-
ingu vegna greiðslu
innritunargjalda í H.í.
rýmkun á lánum til
bókakaupa og námsferða
og aukning ferðastyrkja
úr einu fargjaldi í tvö.
Síðast en ekki síst má
nefna þá tillögu, að hafið
verði að lána til náms
erlendis, burt séð frá því,
hvort sambærilegt nám
verði stundað hér álandi.“
Og í lok inngangsins:
„Áríðandi er að
námsmenn komi fram
með fastmótaðar tillögur,
áður en fulltrúar
ríkisvaldsins hafa gengið
frá sínum hugmyndum,
eða eins og skákmennirnir
segja: „Sókn er besta
vörnin“.
iVýír Lánasjóðsfulltniar
Nýr fulltrúi Stúdenta-
ráðs hefur verið skipaður í
stjórn Lánasjóðs islenskra
námsmanna. Sá heitir
Ólafur Darri Andrason.
Varamaður hans var
kjörinn Guðmundur
Auðunsson, sem þegar
hefur tekið sæti í
framfærslunefnd
Lánasjóðsstjórnar.
Ólafur Darri er
viðskiptanemi og hefur átt
sæti í Stúdentráði frá
1986, kosinn af lista
Félags vinstri manna.
Hann hefur verið
varafulltrúi um hríð, en
tekur nú sæti aðalmanns í
fyrsta sinn.
Guðmundur er
félagfræðinemi. Hann átti
Ólafur Darri.
sæti í Stúdentaráði fyrir
hönd Félags vinstri ntanna
1985-87, og var kosinn
fulltrúi í stjórn Lánasjóðs
án þess að komast þar að,
þar sem fráfarandi fulltrúi
Guðmundur.
neitaði að víkja, „af
stjórnmálaástæðum"
(vegna óska Sverris
Hermannsonar,
þáverandi menntamála-
ráðherra).
40 STÚDEMTABLAÐIÐ