Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 42

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Page 42
Silkiáferð með Kópal Flos Kópal Flos innimálningin hefur gljástig 30, sem gefur silkiáferð. Kópal Flos er sterk málning sem hæfir þar sem mikið mæðir á. Viljir þú hærri gljáa á veggi sem meira mæðir á, skaltu velja Kópal Geisla. málningh ^VEOGi, HURÐIR, HÚSOÖGN, GLUGQ. ,N ^"NANLEGT Sll.KIMATT AKRÝLLAKK, 81 6LJA ST/q 30 Bóksala stúdenta mai^faldast „Bókritið verður ekki í askana látið“ sögðu for- feður okkar. Upp á síð- kastið höfum við verið að reyna að snúa út úr þess- um málshætti og segja að ójú, víst verði bókvitið í askana látið. Pá höfum við átt við að menntun og nám skilaði bæði einstaklingi og samfélagi einhverju í askana, þ.e. einhverjum fjárhagslegum ábata. En nú gefst okkur í Háskóla Islands tækifæri til að snúa enn frekar út úr þessum gamla málshætti. Bóksala stúdenta er flutt í það húsnæði í Félagsheimilinu þar sem áður var troðið í mataraska stúdenta, húsnæði Matsölu stúd- enta, sem eitt sinn var og hétogernúekki lengurtil. Með tilkomu nýs hús- næðis fær Bóksalan nú loks það olnbogarýni sem hana hefur sérlega vantað undanfarin ár. Pað er mik- ill munur hvað allt er þar nú miklu aðgengilegra en áður og fjölbreytnin i bókavali hefur aukist mjög. Hluti skýringarinn- ar á því má leita í því að áður þurfti að geyma bókalagerinn að meira eða minna leyti í kjallara bók- sölunnar, en nú kemst allt í hillur í búðinni. Fleiri vörur fá nú rými en áður. Mörgum hefur þótt ritfanga- og tækjaúr- val bóksölunnar síðustu árin heldur rýrt og raunar allsendis ófullnægjandi. Á þessu verður nú mikil breyting til batnaðar. Fleiri vörutegundir munu eflaust fara að sjást í hillum Bóksölunnar næstu vikur og mánuð. Þannig er áformað að auka mjög úrval af tölvuvörum, tíma- ritum, skýrslum, gjafa- bókum o. s. frv. o. s. frv. Stúdentablaðið hvetur stúdenta til að sækja Bók- sölu sína heim. Vörur hennar eru yfirleitt ódýr- ari en annars staðar. Og nú er ekki lengur ástæða til að vorkenna henna vegna plássleysis og hlífa henni við ábendingum um vörur sem hún þyrfti að eiga. Pvert á móti, - starfsfólki er einmitt mjög í mun á þessum tímamótum að fá ábendingar og tilmæli frá stúdentum, kennurum og öðrum starfsmönnum Háskóla Islands. 42 STÚDEbTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.