Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1929, Page 1

Fálkinn - 16.02.1929, Page 1
16 áir 4ö aiira. EINVALDSSTJÓRN í MONACO Vm sama leyli sem Alexander konungur gerðist einvaldur í Jugoslaviu lýsti Lúðvík fursti í Monaco yfir því, að hann tæki öll völd furstadæmisins í sínar hendur og setti framkvæmdaráðið — sem skipað er honum til meðstjórnar éins og eins- konar ráðuneyti — af. Ilafa lengi verið erjur milli furstans og framkvæmdaráðsins, og vill furstinn nú sýna hvor megi sín meira. — / Monaco búa um 25 þúsund manns og er ríkið aðeins ÍV2 ferkílómeter að stærð. Höfuðborgin er samnefnd rík- inu og búa þar aðeins 2h00 manns, er þar aðsetur furstans og sjest höllin ofarlega á miðri myndinni hjer að ofan. Ligg- ur höfuborgin á 60 metra háum kletti og er sjór á þrjá vegu. Stærstu bæirnir í furstadæminu eru La Condamine með 11 þúsund og Monte Carlo — aðsetur spilavítisins —- með 10 þúsund ibúum. Nálega allar tekjur ríkisins eru frá spilabank- anum og furstinn lifir eingöngu á afrakstri hans. Hefir fjelagið sem á hann sjerleyfi til rekstursins til ársins 1947. Monaco hefir eigin myntsláttu og frímerki en er í tollsambandi við Frakkland. Landsbúar eru allflestir ítalir eða Fralckar, nálega jafn margt af hvorum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.