Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1929, Side 14

Fálkinn - 16.02.1929, Side 14
14 F Á L K I N N Lárjet1. 1. í lilö'ðu. 6. væta. 11. bitin. 12. fiskur. 13. málmur. 15. fótatak. 17. tit- Hl. ill. 19. líkamshluti. 20. planta. 24. mynt. 25. œálmur. 26. námu staðar. 27. stillur. 28. sjór. 29. hrellir. 31, snýr illa. 33. tónn. 34. líkamshluti. 35. hröf,’ð. 39. fara liöndum (um). 43. kom Thiers í fýiu. 44. forsetninf?. 45. ó- sjálfráð hreyfing. 46. samtenging. 47. neitun. 48. annar. 50. til dæmis. 51. getur. 53. til varnar gegn þjófnaði. 54. málmur. 55. lianda. 58. eldiviður. 61. ferleg. 62. aðalatriði. Lóðrjett. 1. sár. 2. leðja. 3. titill (í stúku). 4. tónn. 5. eyjaklasi. 6. planta. 7. samtenging. 8. gauragangur. 9. eldur. 10. augnablik (fleirtala, óvenjuleg). 14. líkamshluti. 16. hljóma. 18. styrkja. 20. mannsnafn. 21. forsetning. 22. fugl. 23. úttekt. 30. efni i plöntu. 32. kol. 35. unga út. 36. landskiki. 37. bletta. 38. aðfarir. 39. veður. 40. veður. 41. deyfð. 42. gáfuð. 49. líkamshluti. 52. sár. 54. lokið. 56. hljóð. 57. = 43. lá- rjett. 59. skáid. 60. forsetning. ROSSGÁTA nr. Um daginn var lialdið hátiðlegt merkilegt afmæli i Itoskilde i Dan- mörku. Þá var svíni númer 2.000.000 slátrað i sláturhúsi borgarinnar — og i ]>ví tilefni var sláturliúsið skreytt blómum og flöggum bæði utan og innan. !Fy Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. “TSÍfi svipnum. — Ef jeg tryði því ....? tautaði hann. — Jeg kann að vera heimsk, sagði hún, háðslega, —■ en jafnvel jeg gat sjeð, að hann var að leika. Farðu á eftir hontirn niður stigann og hlustaðu svo á hann tala við konuna sina. Gaktu bara hægt. Þú kant að því lagið. — Best að gera það, samþykti hann. Þegar Griggs kom niður i eldhúsið, tók hann aftur að lesa lirjefið, sein hringing hús- bóndans hafði kallað hann frá. Frú Griggs stakk höfðinu fram úr þvottahúsdyrunum. Þótt hún væri ekki lengur umsjónarkona á geðveikrahæli, heldur ráðskona á heimili, höfðu þau umskifti síst gert andlitssvip hennar blíðlegri. — Jæja, sagði hún, — geng- u r þetta vel? — Það gengur vel, hvað snertir gamla guðsorðasnakkinn, að minsta kosti, svaraði maðurinn. — Hann hlustar á mig hreykinn, eins og faðir á ungbarn, og sýður niðri i honum hláturinn, eins og jeg veit ekki hvað. Hann er einna líkastur eftirlitsmanninum, sem kom stundum til okkar í Shigwell, hon- um Robinson gamla. En verst er, að jeg er nærri búinn að eyða á hann öllu bullinu, sem jeg kann utanbókar. — En þá frúin? spurði frú Griggs. — Mjer er stundum að detta í hug, að hún sje ekki eins blá innan og hún virðist. Ánægjusvipurinn hvarf snöggvast af and- liti Griggs. — Fjandinn hafi það, sagði hann, — ef jeg veit almennilega hvernig hún er, játaði hann. Hún er altaf að horfa og hlusta, með þetta barnabros á vörunum, en stundum hef jeg sjeð hana hlægja ineð sjálfri sjer, rjett eins og hún vissi hvernig í öllu liggur. En hvað, sem því líður, lætur kallinn gabbast og það er aðalatriðið. Konan fór út aftur og Griggs settist niður við brjef sitt. Hann las það, sem komið var af því: Heiðraði herra! Sem svar við auglýsingu yðar í Times, lilkynnist yður, að jeg get vísað yður á Londe fyrir hin umgetnu 1000 pund. Jeg þekki hann vel, þar eð jeg var vörður hans í hælinu i Chigwell og er nú i þjónustu hans; sömuleiðis konan mín. — Jeg var hjá honum í húsinu á Salisburysljett- unni og hjálpaði honum til að gabba lög- regluna. Ef jeg hjálpa yður nú .... Þegar hjer var komið, fanst honum, sem penninn yrði að vaxi milli fingra sjer, og einhver ógurleg hræðsla greip hann, rjett eins og dauðahrollur. Hann heyrði ekkert fótatak, en samt vissi hann, að hann var ekki einn inni. Einhver stóð við stól hans. Hann reyndi að hreyfa sig en kom fyrir ekki. Hann heyrði snöggt, hvæsandi hljóð, og svo kom rjett eins og dálítið gufuský ekki stærra en reykjastroka úr sígarettu —■ og mátturinn hvarf úr öllum limum hans. Londe gekk frá og leit á hann tilsýndar. — Asni geturðu verið, Griggs, sagði hann, fyrirlitlega. — Maðurinn hafði engan inátt, andlegan eða líkamlegan, til að svara. Londe kallaði á konu hans. — Frú Griggs, sagði hann, er hún kom inn, dauðhrædd, — kannist þjer nokkuð við þetta brjef? — Nei, svo sannarlega, sem guð er yfir mjer, svaraði konan, aumingjalega. Londe reif brjefið í snepla. Hann benti á Griggs, sein lá ináttlaus i stólnum, náfölur, með andköfum og galopin augun, sem skelf- ingin skein út úr. — Lítið þjer á hann og látið yður að kenningu verða, sagði hann. Jeg gæti gert yður sömu skil, þótt þjer vær- uð í þúsund mílna fjarlægð, og þótt þjer færuð á heimsenda. Þjer vitið, að mjer skjátlast aldrei. Konan fór, og muldraði eitthvað fyrir munni sjer. Londe brosti. Hann sneri sjer aftur að fyrverandi bryta sínum. — Þjer finst eins og þú sjert að dauða kominn, sagði hann, en það ertu nú samt ekki — að minsta kosti ekki fyr en þú gefur sjálfur merki. En það er nú samt bölvuð tilfinning, finst þjer ekki, að finna hjartað síga alla leið niður i stígvjelasólana? Daniel rjetti Ann brjefið, sem hann hafði verið að lesa. — Hvað finst yður um þetta? sagði hann. Hún las, hægt og vandlega: Heiðraði herra! Jeg hefi lesið auglýsingu yðar í Times og get komið yður í sambandi við Joseph Loride, sem jeg veit að er á lífi, þar eð við erum í sama húsi. Jeg þekki hann vil, þar eð jeg var vörður í Chigwell-hælinu, er hann var þar. Konan mín hefir verið ráðs- kona og jeg bryti hjá honum lengst af síðan. Jeg set það upp að fá 1000 pund út í hönd, og að ekkert sje frekar spurt um hlutdeild okkar hjónanna í flóttanum frá Salyburysljettu. Ef þjer viljið ganga að þessu, skuluð þjer aka hægt eftir veginum milli Cobham og Ripley, um kl. 4 á morg- un, og binda hvitan vasaklút á hurðina vinstra megin á bifreiðinni. Komið einir yðar liðs, að öðrum kosti sjáið þjer ekki örmul af John Griggs. Augu Ann leiftruðu, varir hennar skulfu, og hinn vanalegi einbeitnisvipur hennar virt- ist horfinn. — Er nokkur ástæða til að halda, að þetta sje falsað? spurði hún. — Ekki get jeg hugsað mjer það, svaraði Daniel. Það virðist, að minsta kosti, vera ó- falsað. Eftir því sem jeg man best eftir þess- um náunga, Griggs, myndi hann selja sálu sína fyrir 1000 pund. — Ef þetta aðeins gæti leitt málið til lykta, stundi hún. — Eigum við að t'ara með Crossley-lestinni. — Við? — Auðvitað. Þjer vitið til hvers jeg er hjerna. Það var alt af fyrir fram ákveðið, að við skyldum eltaJoseph Londe saman. — Það er rjett, sagði Daniel, og jeg hefi heldur ekki bolað yður mjög frá, eða hvað? En hjer er öðru máli að gegna. Maðurinn, sem við erum að elta kann að vera vit- skertur, en þar fyrir er heimskulegt að gleyma því, að hann er eins slunginn og hver heilvita maður. Munið þjer eftir því, að auðvitað hefir Londe sjeð auglýsinguna, engu að síður en Griggs, svo brjefið getur verið gildra. Hún hló. — Auðvitað býst jeg við, að þjer viðhafið nauðsynlegar varúðarreglur. Þjer verðið að segja Sir Francis af þessu, og lóta hann koma á eftir yður. Við litum sæmilega bjánalega út, ef við kæmum akandi eftir veginum, með hvítan vasaklút bundinn á vagninn, urraði Daniel. — O, fólk hjeldi bara, að við værum ný- gift, svaraði hún, sakleysislega. — Jeg skyldi ekkert amast við því, að svo væri, svaraði hann, alúðlegar en hans var vandi. — En hvað, sem um það er, ætla jeg ekki að taka yður með mjer. — Jeg get farið á hjóli, svaraði hún, þrá- kelknislega. — Þjer þurfið að vera hjer og gæta skrif- stofunnar, svaraði hann. — Skril'stofan gætir sín sjálf, hálfan dag, sagði hún. — Auk þess er hún, að því jeg þessum eltingaleik eftir Londe er stjórnað l'rekast veit, ekki annað en aðalstöð, sem

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.